Feykir


Feykir - 30.09.2010, Qupperneq 11

Feykir - 30.09.2010, Qupperneq 11
36/2010 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Friðbjörn og Sonja kokka Einfaldar og góðar uppskriftir AÐALRÉTTUR FYLLTAR KJÚKLINGABRINGUR 4 ferskar kjúklingabringur Fetaostur í kryddolíu eða hvítlauksolíu Kjúklingakrydd Bringurnar teknar og stungið í þær og fylltar með ostinum. Smá kjúklingakryddi stráð yfir. Bringurnar settar í eldfast mót með smá matarolíu og eldað í ofni við 200°C í ca. 30 mín. Gott er að bera bringurnar fram með kartöflubátum eða frönskum kartöflum, hrísgrjónum fersku salati og jógúrtsósu, mangó/ karrý. FOLALDAPIPARSTEIK Folaldavöðvi Piparmix Kjöt og grill krydd -Vöðvinn kryddaður vel með kryddinu, settur í eldfast mót með smá matarolíu og eldað í ofni við 200°c í ca. 25 mín. Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru þau Friðbjörn Jósef Þorbjörnsson vélvirki og Sonja Mjöll Eðvaldsdóttir starfsmaður KVH. Þau búa á Hvammstanga og auk hinnar venjubundnu atvinnu sinna þau aukavinnunni, en þau eru sjálfstæðir dreifingaraðilar Herbalife. Friðbjörn og Sonja skora á Gunnar Þorvaldsson og Grétu Jósefsdóttir ábúendur á Litla-Ósi að koma með næstu uppskrift. Borið fram með kartöflum (líka gott með brúnuðum), piparsósu og salati. Fljótlegt og þægilegt! EFTIRRÉTTUR KÓKOSBOLLUEFTIRRÉTTUR Brytjið niður ávexti, ferska eða úr dós. Setjið í eldfast mót. 4-6 kókosbollur smurðar yfir. Bakið í ofni við 200°C þar til kremið er ljósbrúnt. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. Verði ykkur að góðu! 30Fyrir fyrir 2 ári Dejan hótað lífláti. Þrír leikmenn Víðis réðust að Dejan Djuric leikmanni Tindastóls eftir leik liðanna í knattspyrnu í september árið 2008. Dejan náði að flýja inn í bíl sinn en þremenningarnir létu högg og hráka auk ljóts orðbragðs dynja á bílnum. Forsaga málsins var sú að Slavisa Mitic, leikmaður Víðis, hlaut rautt spjald eftir að hafa farið illa í Dejan og lenti leikmönnunum tveimur saman inni á vellinum. Þar á Slavisa að hafa hótað Dejan lífláti eftir leik. Atvikið var kært til lögreglu eins og gefur að skilja og í fréttinni segir að hinn skapheiti leikmaður Víðis hefði hringt Þessir hressu krakkar tóku sig til og héldu tombólu til styrktar Tindastóli undir húsveggnum hjá Feyki um daginn, stendur í Feyki 24. ágúst 1983. Hér eru á ferðinni Sigríður Hjálmarsdóttir, Guðjón Leifur Þórðarson, Kristinn Hjálmarsson og Stefán Vagn Stefánsson undir húsveggnum hjá Náttúrustofu Norðurlands vetra á Aðalgötu 2. Feykir á þrítugasta aldursárinu Húnvetnskir graðhestar í Staðarfjöllum í fórnarlambið stuttu síðar og beðist afsökunar á framferði sínu og formaður Víðis gerði slíkt hið sama þ.e.a.s. framferði Slavisa. Feykir fyrir 12 árum Kjósa næsta vor um opnun áfengisútsölu. Sveitarstjórn Húnaþings samþykkti á fundi sínum í september 1998 að leyfa íbúum að kjósa um það, samhliða Alþingiskosningum vorið eftir, hvort opna skyldi áfengisútsölu í sveitarfélaginu. Tillagan var samþykkt af sex fulltrúum í sveitarstjórn en einn sat hjá en tilefni hennar var undirskriftarlisti sem barst sveitarstjórn þar sem 76 manns rituðu undir. –Okkur finnst það ótækt hér á þessu svæði að sitja ekki við sama borð og nágrannar okkar með þessa þjónustu. Við getum ekki haft rauðvín, eða annað borðvín með matnum, nema vera búin að ákveða það með nokkrum fyrirvara. Auk þess sem það er kostnaðarsamara að fá þetta sent frá Blönduósi eða Borgarnesi. Þetta er hreinlega mannréttindamál finnst okkur, sagði Gústav Daníelsson einn forsvarsmann undirskriftasöfnunarinnar í samtali við Feyki. Það er skemmst frá því að segja að fólkið kaus vorið eftir og áfengisútsala var opnuð í kjölfarið. Feykir fyrir 22 árum Hagagjöld Húnvetninga dýr í Staðarfjöllum: Hagaganga 2ja vetra stóðhests í Staðarfjöllum reyndist bónda í Langadal nokkuð dýr, en hann leysti hestinn út á opinberu uppboði í Útvík í Skagafirði seint í september árið 1988. Upphæðin sem bóndinn þurfti að punga út var 75 þúsund krónur sem gerir í dag, samkv. áreiðanlegum heimildum, framreiknað 238 þús. samkv. lánskjaravísitölu, 311 þús. samkv. byggingavísitölu og 267 þús. samkv. launavísitölu. Tveir aðilar auk eigandans buðu í hestinn sem kom til réttar í Staðarrétt. –Það hafa verið læti í mörg ár út af þessum stóðhestamálum Húnvetninga og fyrir nokkrum árum var það árviss viðburður að stóðhestur þaðan kæmi til réttar í Skagafirði. Við ætlum að fylgja þessu máli eftir eins og við mögulega getum og byggjum á búfjárræktarlögum sem segja eigendur lausagönguhrossa bótaskylda gagnvart öllu tjóni sem hestarnir kunna að valda. Við óttumst að þessi graðhestur hafi fyljað eitthvað af merum og það kemur betur í ljós næsta vor, þar sem búið verður að taka blóð úr honum, sagði Víkingur Gunnarsson í viðtali við Feyki fyrir 22 árum. Eftir því sem best verður séð hefur þessi aðgerð virkað ágætlega því engum sögum fer af því í seinni tíð að graðhestar komi til réttar, hvorki í Skagafirði né Húnavatnssýslu. Laufskálaréttarhelgin í Skagafirði fór með ein- dæmum vel fram að þessu sinni. Lögreglan var með töluverðan viðbúnað vegna Laufskálaréttardansleiks sem fram fór í Reiðhöllinni og var m.a. með tvo fíkniefnahunda á svæðinu. Engin fíkniefni fundust og má ljóst vera að forvarnargildi fíkniefna- hunda og eftirlits er ótvírætt. Dansleikjahald fór mjög vel fram og þurfti lögregla aðeins að hafa afskipti að einum einstakling sem „kæla“ þurfti niður og urðu engir eftirmálar af því máli. Áætlað er að um 2000 manns hafi sótt dansleikinn. Þetta kemur fram á vef Lögreglunnar á Sauðárkróki sem þakka þeim fjölmörgu sem komu að þessu verkefni og leystu það fagmannlega og farsællega og varð til þess að ná þessum góða árangri. Skagafjörður Lögreglan ánægð

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.