Feykir - 03.03.2011, Qupperneq 3
09/2011 Feykir 3
Feykir
Hafðu samband - Síminn er 455 7176
Er eitthvað að frétta?
Skagfirskir sýningarhundar stóðu sig vel um helgina
Bangsi gerði það gott á sýningu
Um síðustu helgi fór fram
alþjóðleg hundasýning í
Reiðhöllinni í Víðidal þar
sem yfir átta hundruð
hreinræktaðir hundar af 84
hundategundum fóru í dóm
og meðal þeirra voru um
tugur skagfirskra hunda
sem allir komu með einhver
verðlaun heim.
Sex dómarar frá sex löndum;
Danmörku, Finnlandi, Írlandi,
Lettlandi, Portúgal og Þýska-
landi gáfu hundunum stig en
megintilgangur hundasýninga
er að meta hundana út frá
ræktunarmarkmiði hvers kyns
og leiðbeina ræktendum
þannig í starfi sínu.
Meðal þeirra skagfirsku
hunda sem tóku þátt var
Bangsi, hundur af brihard-kyni
15 mánaða gamall og var að
taka þátt í sinni fyrstu keppni.
Bangsi leiddur fyrir dómara.
Vinnuvélar Símonar og Steinullarverksmiðjan
framúrskarandi fyrirtæki
Flott verðlaun til
flottra fyrirtækja
Á dögunum var fjórum
fyrirtækjum veitt
viðurkenning frá Creditinfo
sem staðfestir að fyrirtækin
flokkist sem framúrskarandi
fyrirtæki en þau voru Alcan,
CCP, Össur og Stálskip. Tvö
fyrirtæki á Sauðárkróki voru
meðal 177 framúrskarandi
fyrirtækja landsins.
Creditinfo hefur unnið að
ítarlegri greiningu sem sýnir
hvaða íslensku fyrirtæki fá
bestu einkunn í styrk- og
stöðugleikamati félagsins. Af
rúmlega 32.000 fyrirtækjum
sem skráð eru í Hlutafélagaskrá
reyndust 177 fyrirtæki upp-
fylla þau skilyrði sem Credit-
info setur til að fá viður-
kenningu sem framúrskarandi
fyrirtæki og þeirra á meðal
voru tvö fyrirtæki á Sauð-
árkróki, Vinnuvélar Símonar
Skarphéðinssonar og Stein-
ullarverksmiðjan.
Við valið voru síðustu þrír
ársreikningar fyrirtækja lagðir
til grundvallar og þurftu þau
meðal annars að sýna fram á
jákvæðan rekstrarhagnað og
ársniðurstöðu. Sömuleiðis
máttu eignir aldrei vera undir
100 milljónum og eiginfjár-
hlutfall aldrei minna en 20%.
Einnig þurftu fyrirtækin að
vera í flokki 1-3 í CIP
áhættumati Creditinfo.
Creditinfo vill með þessari
viðurkenningu vekja athygli á
fyrirtækjum sem skara fram
úr í viðskiptum og geta verið
fyrirmynd annarra fyrirtækja
sem vilja ná góðum árangri.
Sauðárkrókur
Hagnaður Króksblóts
til góðra mála
Þó ekki sé hlutverk eða
tilgangur þorrablótsnefnd-
arinnar á Sauðárkróki að
skila hagnaði á Króksblóti
er þó betra að gert sé upp
réttu megin við núllið og
hefur það gengið eftir þau
tvö ár sem blótið hefur
verið haldið. Sá peningur
sem eftir stendur þegar
allir reikningar hafa verið
gerðir upp hafa runnið til
góðgerðamála.
Eftir síðasta blót var ákveðin
upphæð sett í sérstakan
þorrablótssjóð sem gæti orðið
einhverskonar trygging fyrir
næstu nefndir ef eitthvað
vantar upp á því upp-
hafskostnaður fyrir hvert blót
er töluverður. Sex fulltrúar
sitja í stjórn þorrablóts-
sjóðsins frá þremur
árgöngum, fráfarandi-, núver-
andi og komandi árgangi og
hafa þeir umsjón með og bera
ábyrgð á honum.
Ákveðið var að hluti af
hagnaðinum færi til
góðgerðamála og að þessu
sinni var ákveðið að styrkja
ungan Skagfirðing, Ingva
Guðmundsson, sem háð
hefur baráttu við veikindi
undanfarin misseri.
Einnig naut björgunar-
sveitin Skagfirðingasveit góðs
af hagnaðinum því ofan á fast
gjald sem hún tók fyrir
dyravörslu og aðra vinnu
kringum blótið fékk hún 10%
hlutdeild í hagnaði.
Þorrablótsnefndin, ár-
gangur 1958, sem nú skilar af
sér þakkar öllum þeim fjöl-
mörgu sem komu að blótinu
á einn eða annan hátt og segir
það komið til að vera.
Blönduskóli
Albert Óli sigraði í Blönduvision
Árleg árshátíð Blönduskóla
fór fram á föstudaginn að
viðstöddu fjölmenni þar sem
ýmislegt var til skemmtunar.
Sagt var frá mörgum
skemmtilegum og
forvitnilegum uppákomum í
vetur, nemendur
unglingadeildar sýndu
leikritið „Iris“ í leikstjórn
Jófríðar Jónsdóttur en mikill
boðskapur er í verkinu og
komst hann ágætlega til
skila hjá krökkunum.
Eftir leikritið voru glæsileg-
ar kaffiveitingar í boði áður en
komið var að hinni árlegu og
frábæru söngvarakeppni
„Blönduvision“ en þar stigu
fjórir keppendur á svið, þau
Albert Óli Þorleifsson, Arin-
björn Fossdal, Árný Dögg
Kristjánsdóttir og Íris Emma
Heiðarsdóttir. Eftir flutning
þeirra og áður en dómnefnd
tilkynnti úrslitin flutti hljóm-
sveit 8. bekkjar eitt lag en í
hljómsveitinni voru 9 nem-
endur sem spiluðu og sungu en
restin af bekknum eða hinir 9,
tóku undir í viðlaginu. Skemmst
er frá því að segja að Albert Óli
Þorleifsson er sigurvegari
Blönduvision 2011.
Eftir að úrslitin voru ljós
skemmti flottur plötusnúður
„DJ Doddi Mix“ krökkunum
og spilaði fyrir dansi.
Náði hann glæsilegum
árangri en hann krækti sér í
1. gráðu til alþjóðlegs meist-
ara en einnig var hann valinn
hundur sinnar tegundar.
Eigendur Bangsa eru Ólína
Valdís Rúnarsdóttir og Ólafur
Smári Sævarsson á
Sauðárkróki.
Kolbrá Önnu Bjarkar
Arnardóttur fékk sitt þriðja
stig til alþjóðlegs meistara en
fjögur stig þarf að fá til að
hundur öðlist þann heiður að
verða alþjóðlegur meistari og
segir Anna það geta orðið í
nóvember næsta ef allt gengur
að óskum.
Óviðunandi skólahúsnæði á Sauðárkróki
Ráðuneytið gefur falleinkunn
Á fundi fræðslunefndar Svf. Skagafjarðar
sem haldinn var í síðustu viku var lögð fram
skýrsla mennta- og menningarráðuneytisins
um úttekt á Árskóla sem ráðuneytið lét
vinna. Húsnæðiskosturinn talinn óviðunandi.
Í meginatriðum eru niðurstöður skýrslunn-
ar þær að Árskóli sé eitt lærdómssamfélag og í
Árskóla fari fram metnaðarfullt og árangurs-
ríkt skólastarf þar sem nemendum líði vel og
líti á skólann sem öruggan stað í leik og starfi.
Á hinn bóginn er bent á að viðkvæmasti
þátturinn í starfi Árskóla séu húsnæðismál og
að skólinn búi við óviðunandi húsnæðiskost. Í
skýrslunni eru settar fram tillögur til úrbóta í
10 liðum sem hvoru tveggja lúta að ytri og innri
þáttum. Mikilvægasta úrlausnarefnið fyrir
Árskóla, að mati skýrsluhöfunda, eru
endurbætur á húsnæði skólans.
Í bréfi ráðuneytisins, sem sent er sveitar-
stjóra, er óskað eftir tímasettri umbótaáætlun
fyrir 28. febrúar nk. Fræðslunefnd felur
fræðslustjóra og skólastjóra Árskóla að gera
tillögu að tímasettri umbótaáætlun.