Feykir


Feykir - 03.03.2011, Blaðsíða 9

Feykir - 03.03.2011, Blaðsíða 9
 09/2011 Feykir 9 Skagfirska mótaröðin Jón Helgi sigraði naumlega Um 60 skráningar voru í tölti í Skagfirsku mótaröðinni sem fram fór í Svaðastaðahöllinni í síðustu viku. Knapar voru vel ríðandi og gefur það góðan tón fyrir sumarið að sögn mótshaldara. Mikil spenna var í unglingaflokki þar sem Jón Helgi Sigurgeirsson vann með minnsta mun eftir sætaröðun. Úrslit urðu eftirfarandi: Tölt Úrslit í unglingaflokki 1. Jón Helgi Sigurgeirsson 5,17 2. Ingunn Ingólfsdóttir 5,17 3. Bryndís Rún Baldursdóttir 4,78 Úrslit í 2.flokki 1. Þóranna Másdóttir 5,56 2. Sædís Bylgja Jónsdóttir 5,39 3. Vigdís Gunnarsdóttir 5,28 Úrslit í 1.flokki 1. Ísólfur Líndal Þórisson 6,39 2. James Faulkner 6,06 3. Hallfríður Sigurbj. Óladóttir 5,61 Hestaumfjöllun Feykis www.feykir.is/hestar Strákarnir í 9. flokki gerðu sér lítið fyrir og unnu Hauka í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ um síðustu helgi. Lokatölur urðu 51-45 og var sigurinn verðskuldaður. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill karlaliðs í Bikarkeppni KKÍ í sögu Tindastóls. Strákarnir hafa spilað saman síðan þeir voru í minnibolta og eru 12 af 13 strákum úr bekknum í körfubolta. Feykir hitti strákana á hófi sem haldið var þeim til heiðurs á Ólafshúsi sl. mánudag. Það voru stoltir strákar sem gengu inn á Ólafshús, grunlausir þó um viðtökurnar sem biðu þeirra. Inni á veitingastaðnum biðu þeirra, foreldrar, fulltrúar stjórna bæði unglingaráðs og körfu-knattleiksdeildar Tindastóls, sveitarstjóri Skagafjarðar, formaður Tindastóls og fleiri góðir gestir. Var ekki laust við að hópur töffarar með sextugan töffara í fararbroddi hafi farið hjá sér við viðtökurnar. Aðspurður segir Kári Marísson þjálfari strákanna, að sterk liðsheild þeirra og góður stuðningur foreldrahópsins hafi þarna gert gæfumuninn. „Þetta er frábær hópur og þeir hafa svo sannarlega unnið fyrir þessum árangri,“ segir Kári sem þjálfað hefur hópinn síðustu tvö árin. Strákarnir byrjuðu hjá Anítu Sveinsdóttur en Aníta sem nú býr í Grindavík, var ein fjölmargra sem lögð leið sína í Hafnafjörðinn um helgina en gaman er frá því að segja að Tindastóll sem lék á útivelli átti fleiri stuðningsmenn í húsinu en heimamenn í Haukum. Eftir ræðuhöld heiðursgesta, blóma- afhendingu og fleira yfirgáfu foreldrar og gestir samkvæmið og strákarnir urðu einir eftir þar sem þeir fögnuðu ásamt Kára þjálfara sínum fram eftir kvöldi. Leikur Tindastóls og Hauka var æsispennandi en Stólarnir náðu ágætu forskoti fyrir hlé og leiddu 29- 23 í hálfleik. Haukar komu sterkir til Fyrstu bikarmeistarar karla í körfuknattleik hjá Tindastól FramtíðarleikmennSparisjóðs-liðakeppnin – smali/skeið úrslit Tryggvi sigraði skeiðið Á föstudagskvöldið var keppt í öðru móti Sparisjóðs- liðakeppninnar er keppt var í smala og skeiði á Blönduósi. Góð þátttaka var og mótið skemmtilegt og spennandi í alla staði, að sögn mótsshaldara. Úrslit urðu eftirfarandi: Unglingaflokkur 1. Rakel Ólafsdóttir og Rós frá Grafarkoti 286 stig 2. Stefán Logi Grímsson og Kæla frá Bergsst. 280 stig 3. Kristófer Smári Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá 242 stig 3. flokkur 1. Kristján Jónsson og Bróðir frá Stekkjardal 300 stig 2. Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir og Eldur frá Birkihlíð 270 stig 3. Rúnar Guðmundsson og Tvinni frá Sveinsst. 266 stig 2. flokkur 1. Halldór Pálsson og Lyfting frá Súluvöllum 280 stig 2. Atli Helgason og Kúabúsblakkur frá Kýrholti 258 stig 3. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi 242 stig 1. flokkur 1. Tryggvi Björnsson og Álfur frá Grafarkoti 258 stig 2. Ragnar Stefánsson og Hvöt frá Miðsitju 252 stig 3. Elvar Logi Friðriksson og Hvinur frá Sólh. 242 stig Skeið 1. Tryggvi Björnsson og Gjafar frá Þingeyrum 3,59 2. Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjarmóti 3,65 3. Ásta Björnsdóttir og Lukka frá Gýgjarhóli 3,71 Ístölt á Hnjúkatjörn Hörkukeppni á frábærum ís Keppt var í ístölti á Hnjúkatjörn við Blönduós sl. sunnudag á frábærum ís og í ágætu veðri. Mótið þótti takast vel í alla staði og vill mótanefnd koma þakklæti til allra þeirra fjölmörgu er að mótinu kom. Úrslit urðu þessi: Barnaflokkur 1. Sigurður Bj. Aadnegard og Óviss frá Reykjum 2. Leon Paul Suska og Neisti frá Bolungarvík 3. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hnakkur frá Reykjum Unglingaflokkur 1. Friða M. Halldórsd. og Sómi frá Böðvarsh. 2. Eydís Anna Kristófersd. og Renna frá Efri-Þverá 3. Hanna Ægisdóttir og Skeifa frá Stekkjardal Áhugamannaflokkur 1. Selma Svavarsdóttir og Hátíð frá Blönduósi 2. Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduósi 3. Jón Árni Magnússon og Gleypnir frá Steinnesi Opinn flokkur 1. Jón Kristófer Sigmarsson og Duld frá Hæli 2. Tryggvi Björnsson og Stimpill frá Vatni 3. Patrek Snær Bjarnason og Gammur frá Steinnesi Sigurvegarar í opnum flokki. Mynd Neisti.net leiks í þriðja leikhluta en á sama tíma gekk hvorki né rak hjá okkar strákum og fór svo að Haukar höfðu betur í fjórðungnum, 15-5. Pétur Rúnar hóf fjórða leikhlutann af krafti, setti fimm stig niður í röð og Bjarni hélt áfram að hirða sóknarfráköst, en alls tók kappinn sá 9 sóknarfráköst í leiknum og 14 alls. Það var allt í járnum síðustu mínúturnar og þegar 1.20 voru eftir minnkuðu Haukarnir muninn í 47-45. Kristinn setti þá enn einn þristinn og staðan 50-45 og ein mínúta eftir. Haukarnir klikkuðu á þriggja stiga skoti og brotið var á Pétri þegar 8.9 sekúndur voru eftir. Hann setti annað vítið niður og innsiglaði þar með fyrsta bikarmeistaratitil karlaliðs í sögu Tindastóls. Pétur Rúnar Birgisson var valinn maður leiksins, en hann var með 17 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Foreldrar og góðir gestir tóku á móti strákunum sem fóru hjá sér við móttökurnar. Hér eru orð óþörf – myndin talar sínu máli.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.