Feykir - 03.03.2011, Qupperneq 10
10 Feykir 09/2011
Steggjauppboð &
saga víbratorsins
Konukvöld Tindastóls
Vinkonurnar Vala
Hrönn Margeirsdóttir,
Sara Pálmadóttir og
Gyða Kristjánsdóttir,
nemar í Tómstunda- og
félagsmálafræði við
Háskóla Íslands stóðu
sl. laugardagskvöld fyrir
konukvöldi til styrkar
körfuknattleiksdeildar
Tindastóls, en konukvöldið
var verkefni þeirra í
viðburðastjórnun.
„Okkur langaði að halda
einhvers konar styrktarkvöld
og varð þetta verkefni fyrir
valinu,“ sagði Vala Hrönn í
samtali við Feyki.
Um 110 prúðbúnar konur
mættu til leiks en húsið opnaði
kl. 20 með fordrykk í boði
Mælifells og voru það nokkrir
leikmenn í meistaraflokki
Tindastóls sem tóku á móti
dömunum og færðu þeim
drykkinn. „Dagskráin sjálf
byrjaði síðan um hálf
níu og vorum við mjög
ánægðar með hversu
fjölbreytta við náðum að
hafa hana.
Í upphafi kvölds tók hún
Margrét Petra sigurlagið
sitt í söngkeppni NFNV
sem verður framlag
skólans í söngkeppni
framhaldsskólanna 9.
apríl nk. Þá breyttum við
í sam-vinnu við Móðis,
Wanitu og Tískuhúsið
útliti tveggja kvenna
auk þess sem önnur þeirra
fékk neglur frá Önnu Láru
Friðfinnsdóttur. Við buðum
upp á tískusýningu á íþrótta-
vörum frá Jako og Pure lime
og svo M-design, sem eru
glæsilegar prjónavörur,“ út-
skýrir Vala Hrönn.
Sigga Dögg kynfræðingur
gerði allt vitlaust með
fyrirlestri sínum um sögu
víbratorsin s og í kjölfarið stigu
þeir Andri Már Sigurðarson,
Gísli Þór Ólafsson og Jón
Gestur Atlason á svið og tóku
lagið fyrir konurnar kátu.
30 heppnar konur voru
dregnar út í happdrætti auk
þess sem steggur var boðinn
upp og var hann sleginn á
30 þúsund krónur. Eftir að
konurnar höfðu skemmt sér
saman var strákunum hleyp
inn og fjölgaði þá um rúmlega
helming í salnum og skemmtu
gestir sér fram á nótt undir
skífuþeytingi þeirra Dj Rivers
og Dj StArnar.
Allur aðgangseyrir rann til
körfuknattleiksdeildar Tinda-
stóls og náðu stúlkurnar að
safna 250 þúsund krónum.
„Við viljum þakka Mælifelli,
Dögun, Verkfræðistofunni
Stoð, Kaupfélagi Skagfirðinga
og öllum þeim sem styrktu
okkur að einhverju leyti, hvort
sem það voru peningastyrkir,
vinningar eða með vinnu sinni,
kærlega fyrir stuðninginn
og hjálpina. Og svo auðvitað
öllum sem mættu því annars
hefði þetta ekki orðið svona
flott og skemmtilegt.
Við erum alveg
í skýjunum með
kvöldið og allar þær
jákvæðu undirtektir
sem við fengum,“
segir Vala Hrönn að
lokum.