Feykir


Feykir - 19.01.2012, Page 7

Feykir - 19.01.2012, Page 7
 03/2012 Feykir 7 ákveðið verkefni á Líftækni- setrinu. Með þessu móti eru fleiri en fastlaunafólkið sem starfar á Líftæknisetrinu en einnig koma hinir og þessir sérfræðingar innan Matís annað slagið til að vinna að sínum verkefnum. Það má líka nefna að fjöldinn allur af verkefnum sem fer hér í gegn um rannsóknarstofuna er hluti af mörgum stórum verkefnum og þar af eru mörg alþjóðleg verkefni líka sem unnin eru í samstarfi við erlenda háskóla og fyrirtæki. Við erum heppin að vera með tvo erlenda starfsmenn hér sem og tvo Íslendinga líka sem setur alþjóðlegan brag á starfsemi okkar. Að sögn Harðar hefur verið mikill kraftur í starfseminni og mikið að gera og útlit fyrir góða verkefnastöðu á árinu 2012. Hörður fullyrðir að Sauðár- krókur sé miðstöð rannsókna á lífefnum hafsins á Íslandi og er með aðstöðu og starfsfólk af hæstu gæðum. -Þetta er á heimsmælikvarða. Við erum með verkefni víða í heiminum, t.a.m við Chalmers háskóla í Gautaborg í Svíþjóð, DTU í Danmörku, Ljubljana í Slóveníu, og við vinnum að nokkrum verkefnum með háskólanum í Flórída í Bandaríkjunum sem er einn sá stærsti þar ytra. Einnig höfum við líka verið í verkefnum sem tengjast til Japans og jafnvel víða í Evrópu, segir Hörður en stórfyrirtæki sem ekki er hægt að nefna á þessari stundu sýnir þessum efnum mikinn áhuga. Að sögn Harðar er ein sérstaða Líftæknisetursins á Sauðárkróki nálægðin við hráefnið. -Við erum með eitt besta hráefni sem völ er á. Við getum fengið fiskinn eins ferskan og hægt er, erum með íslensku mjólkina, rækjuna og kjötið þó minna sé unnið með það. Ferskleikinn skiptir mjög miklu máli. Og svo er það íslenska umhverfið, fyrir utan það hversu hreint og óspillt það er miðað við annars staðar. Þá eru hér mjög áhugaverðar tegundir af hráefni vegna sérstakra aðstæðna t.d. þangið. -Það er vitað að ákveðnar lífverur sem lifa við erfið skilyrði eins og á Íslandi þróa með sér alls konar efni til að verjast þessum ytri aðstæðum. Þetta eru meðal annars efnin sem við höfum mikinn áhuga á að koma áfram í vörur sem hjálpar fólki til að lifa og líða betur einnig þróa yfir í matvæli til að auka geymsluþol þeirra og gæði á náttúrulegan hátt. Ísland hefur mikla sérstöðu og ekki síst Skagafjörður, segir Hörður að lokum. Ýmsar líftæknirannsóknir fara fram í hinni nýju rannsóknarstofu MATÍS á Sauðárkróki og hefur yfir sér alþjóðlegan blæ. Á myndinni neðst til hægri er Hörður að taka við Hvatningarverðlaunum RANNÍS úr höndum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.