Feykir


Feykir - 23.02.2012, Qupperneq 5

Feykir - 23.02.2012, Qupperneq 5
 08/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Bikarkeppni FRÍ í frjáls- íþróttum fór fram í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík sl. laugardag, þann 18. febrúar. Samkvæmt heimasíðu Tindastóls var keppnin jöfn og spennandi, en alls tóku sex lið þátt, þau voru Norðurland, FH, HSK, ÍR A- og B-lið og BÁF, sameiginlegt lið Breiða- bliks, Ármanns og Fjölnis. FH sigraði í stigakeppni karla með 61 stig, ÍR hlaut 48,5 stig og Norðurland varð í 3. sæti með 42 stig. Í stigakeppni kvenna sigraði ÍR með 54 stig, Norðurland varð í 2. sæti með 48 stig og FH í 3. sæti með 46 stig. Það voru því FH-ingar sem sigruðu í samanlagðri stiga- keppni með 107 stig, ÍR-A í 2. sæti með 102,5 og Norð- lendingar höfnuðu í 3. sæti með 90 stig. Skagfirðingarnir í liði Norð- urlands stóðu sig vel, þar á meðal sigraði Björn Margeirs- son í 1500m hlaupi (4:12,11 mín), Jóhann Björn Sigur- björnsson varð í 3. sæti í 60m hlaupi (7,32sek) og Halldór Örn Kristjánsson varð í 6. sæti í þrístökki (11,75m). /BÞ Bikarkeppni FRÍ Norðurland í 3. sæti Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í herbúðum Tindastólsmanna í fótboltanum undanfarið, menn koma og menn fara eins og gengur en verið er að styrkja liðið til þess að takast á við erfiða fyrstu deild í sumar. Bjarki Már Árnason hinn eitilharði varnarmaður og fyrrverandi fyrirliði Tinda- stóls er genginn í raðir KF sem er sameiginlegt lið Siglfirðinga og Ólafsfirðinga. Sömu leið fer Dejan Miljokovic sem lék um áraraðir með Hvöt og nú síðast Tindastóli/Hvöt. Þá hef- ur Gísli Eyland hinn magnaði markvörður Stólanna ákveðið að leggja bæði skó og hanska á hilluna. Nýir og gamlir leikmenn hafa skrifað undir samninga og eru komnir í raðir Tinda- stóls en þar ber fyrstan að nefna Edvard Börk Ótthars- son, en hann spilaði með liði T/H á síðustu leiktíð, en var þá á láni frá Valsmönnum. Eddi gegndi lykilhlutverki í 2. flokks liðinu á síðustu leiktíð, en spilaði einnig 5. leiki fyrir meistaraflokkinn. Næstur til að skrifa undir var Blönduós- ingurinn Hilmar Þór Kárason. Hilmar spilaði 13 leiki og skoraði eitt mark með sam- eiginlegu liði T/H á síðustu leiktíð. Þar sem Hvatarmenn senda ekki inn lið til keppni Knattspyrna Tindastóll styrkist fyrir fótboltavertíðina Tindastólsmenn geta gengið fjallbrattir frá fyrsta úrslitaleik sínum í Powerade bikarkeppni KKÍ sem háður var síðastliðinn laugardag þrátt fyrir tap. Keflvíkingar náðu yfir- höndinni um miðjan fyrsta leikhluta og þrátt fyrir ágæta takta þá náðu Stólarnir aldrei almennilega í skottið á Suður- nesjapiltunum. Þeir voru þó allan tímann inni í leiknum og góður fjórði leikhluti dugði ekki til, munurinn varð minnstur 2 stig og það var eftir fáránleikakörfu Þrastar Leós á síðustu sekúndunni. Lokatölur 97-95 fyrir Keflavík. Það vantaði ekkert upp á stuðninginn sem Stólarnir fengu í leiknum en mætustu menn halda því fram að yfir Powerade bikarinn : Keflavík - Tindastóll 97-95 Spennandi bikarleikur 1000 stuðningsmenn Tinda- stóls hafi verið á pöllunum Síðustu mínúturnar voru æsispennandi, Keflvíkingar 11 stigum yfir þegar 5 mínútur voru eftir og þeir voru 12 stigum yfir, 95-83 þegar 3 og hálf mínúta var eftir. Þá tróð Allen og átti síðan 3ja stiga körfu skömmu síðar og hann tróð aftur og minnkaði muninn í 5 stig þegar ein og hálf mínúta var eftir. Helgi Rafn braut ísinn þegar skammt var eftir, 95-92, og nú neyddust Stólarnir til að brjóta til að tíminn rynni ekki út. Maggi Gunn fór á línuna og skoraði úr báðum skotum sínum og tryggði Keflvíking- um bikarinn. Áður en tíminn rann út gerði Þröstur Leó þó körfu leiksins, skoraði með skoti frá eigin vítateig og yfir endilangan völlinn. Lokatölur 97-95. Þrátt fyrir ósigur voru stuðningsmenn Tindastóls ánægðir og stoltir af sínum mönnum sem geta borið höfuðið hátt. /ÓAB ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Guðmundur St. Sigurðsson / kórstjóri Hefur dreymt um að vera Vivaldi Guðmundur St. Sigurðsson er fæddur 1953 og ólst upp í Víðidalstungu II í Víðidal Vestur Húnavatnssýslu. Orgelið er hljóðfærið sem Guðmundur velur að spila á en hans helstu tónlistarafrek er að vera organisti frá 1984-2006 ásamt því að stjórna karlakór frá 2003. Uppáhalds tónlistartímabil? Barokk og 1963- Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Allt sem er nýtt. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Allt sem var á “Gömlu gufunni”. Hver var fyrsta platan/ diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Trúbrot 1969. Hvaða græjur varstu þá með? Philips. Hvað syngur þú helst í sturtunni? Aríu úr Töfraflautunni. Wham! eða Duran? Hvorugt. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Led Zeppelin. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Bach. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Hljómsveitina YES, tæki Andra Pál son minn með, hann þarf að læra að meta þá. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Vivaldi. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Lifun með Trúbrot. þetta árið, þá skipti Hilmar yfir ásamt félaga sínum Benja- mín Gunnlaugarsyni frá Blönduósi en hann spilaði 20 leiki með meistaraflokknum á síðustu leiktíð. Fjórði leikmað- urinn hafði tímabundin fél- agaskipti yfir í Tindastól, en hann heitir Magnús Örn Þórsson og kemur frá Vals- mönnum. Magnús spilaði 19 leiki og skoraði 3 mörk fyrir Njarðvík á síðustu leiktíð. Í gær var það svo staðfest að Tindastóll hefur fengið sóknarmanninn Fannar Frey Gíslason að láni frá Skaga- mönnum en hann er alinn upp á Króknum og lék með Tindastóli í yngri flokkunum áður en hann fór til ÍA árið 2010. Meiri breytinga er að vænta í herbúðum Tindastóls á næstunni og verður gaman að fylgjast með hvernig þau mál þróast. /PF Um helgina léku strákarnir í drengjaflokki Tindastóls tvo leiki í Íslandsmótinu þar sem þeir lögðu Valsmenn á föstudag en lutu í lægra haldi á laugardag fyrir toppliði Njarðvíkinga. Á Tindastóll.is segir að strákarnir hafi unnið þægilegan sigur á Valsmönnum 79-63. Stigin skoruðu Ingvi 26, Pálmi Geir 23, Páll Bárðar 16, Pétur 6 og Sigurður, Friðrik Þór, Kristinn og Pálmi Bjarni 2 hver. Á laugardag skruppu strákarnir hins vegar í Ljónagryfjuna í Njarðvík og töpuðu þar naumlega fyrir toppliði Njarð- víkur 79-83. Stigaskorið var svona; Ingvi 30, Pálmi Geir 26, Pétur 13, Páll 6 og Pálmi Bjarni og Friðrik Þór 2 hvor. Næsti leikur strákanna verður á laugardaginn kl. 17.15 þegar Breiðablik kemur í heimsókn í Síkið. Tindastóll situr nú í 2. sæti með 18 stig tveimur stigum á eftir Njarðvík. /PF Bikarkeppni FRÍ Sigur og tap hjá drengjaflokki Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á landsliðshópnum fyrir leik Íslands og Aserbaídsjan. Leikurinn fer fram ytra þann 29. febrúar í undankeppni EM. Rúnar Már Sigurjónsson úr Val kemur inn í hópinn í stað Eiðs Arons Sigurbjörnssonar sem er meiddur. Rúnar Már er Sauðkræk- ingur og uppalinn í yngri flokkum Tindastóls en fór ungur á mála hjá HK árið 2007 en hefur verið síðustu ár hjá Val. Þar á bæ segja menn að Rúnar sé duglegur miðju- maður sem hefur staðið sig mjög vel og eigi sannarlega framtíðina fyrir sér. /PF Knattspyrna Rúnar Már í U21

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.