Feykir


Feykir - 23.02.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 23.02.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 08/2012 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Birgitta Hrönn og Sigurður Ingi kokka Fljótlegur forréttur og kjúklingur í karrí FORRÉTTUR Fljótlegur forréttur 8 harðsoðin egg 300 gr rjómaostur krydd eftir smekk ½ tsk sinnep pipar og salt annað sem ykkur finnst gott Aðferð: Skerið eggin í tvennt. Takið rauðurnar og stappið þær. Blandið ostinum, sinnepi og kryddi saman við og sprautið í hvíturnar. Berið fram með salati og sítrónu. Gott að borða með ristuðu brauði með hvítlaukssmjöri. AÐALRÉTTUR Kjúklingur í karrí 1 kjúklingur 2-3 msk smjör 4 dl vatn 1 laukur 1 grænt epli 2 ½ tsk karrí 1 tsk Season All 1/2 tsk salt 1 dl vatn 1 tsk kjúklingakraftur 200 g sýrður rjómi 2 msk mango-chutney 3 tsk sósujafnari Aðferð: Hreinsið kjúklinginn og skiptið í tíu hluta. Brúnið bitana í smjörinu. Stráið yfir Season All og salti og setjið í pott ásamt 4 dl af vatni og látið sjóða. Saxið laukinn og eplið og látið krauma á pönnunni í afganginum af smjörinu. Stráið karrí yfir og látið krauma í 2 mín. Hellið vatni ásamt krafti, sýrðum rjóma og mango-chutney út á pönnuna og látið sjóða við lítinn hita í ca. 5 mín. Hellið sósunni af pönnunni í pottinn og jafnið með sósujafnaranum. Notið sósujafnara fyrir ljósa sósu. Smakkið og bragðbætið að vild. Borið fram með soðnum hrísgrjónum. EFTIRRÉTTUR Ávextir Aðferð: Skerið niður ferska ávexti, t.d. jarðarber, bláber, kíví og það sem ykkur langar í. Raðið fallega á diska eða í glös og hellið sósunni yfir. Í staðinn fyrir líkjör má nota einhvern safa sem ykkur finnst góður, t.d. ananas. Sósa 300 gr rjómaostur ½ bolli sýrður rjómi ½ bolli sykur 2-3 msk af líkjör að eigin vali, t.d. möndlulíkjör Verði ykkur að góðu! Birgitta Hrönn Halldórsdóttir rithöfundur og Sigurður Ingi Guðmundsson bóndi frá Syðri-Löngumýri eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni og deila með lesendum Feykis gómsætar og fljótlegar uppskriftir úr farteski sínu. „Við skorum á vini okkar og matgæðingana Herdísi Jakobsdóttur og Óskar Ólafsson á Steiná II í Svartárdal.“ Mikið fjör og kátína ríkti í íþróttahúsinu á Sauðárkróki á þriðjudag þegar hin árlega Íþróttahátíð Árskóla fór fram. Þar komu allir bekkir skólans saman og brugðu á leik og spreyttu sig við hinar ýmsu íþróttagreinar. Krakkarnir kepptu bæði innbyrðis eða við kennara og starfsfólk skólans en þar voru einnig nokkrir leikmenn úr körfuboltaliði Tindastóls mættir til leiks. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu allir krakkar, sem fullorðnir, sér konunglega og endaði hátíðin með árvissum körfuboltaleik kennara og 10. bekkinga og er óhætt að segja að þar mættust stálin stinn. En niðurstaðan var sú að lið kennara lögðu lið 10. bekkinga að velli eftir hörku leik. /BÞ Íþróttahátíð Árskóla Brugðið á leik Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram föstudaginn 17. febrúar og samkvæmt heimasíðu Hestamannafélagsins Þyts stóð það vel undir væntingum. Keppt var í fjórgangi og eftir fyrsta mót er lið 3 efst með 56,5 stig. Lið 1 er næst með 43,5 stig, lið 2 í þriðja sæti með 39,5 stig og í fjórða sæti er lið 4 með 28,5 stig. Næsta mót liðakeppninnar verður Smali/Skeið og mun Hestamannafélagið Neisti sjá um mótið. Það verður haldið í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi nk. laugardag, þann 25. febrúar nk. kl. 14.00. Þá verður keppt í unglingaflokki (fædd 1995 og seinna), 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki. Í 1. og 2. flokki fá 9 hestar að fara brautina aftur en 5 hestar fara brautina aftur í úrslitum í 3. flokki og unglingaflokki. Nánari upplýsingar má nálgast á Feyki.is og heimasíðu Þyts. /PF Húnvetnska liðakeppnin Lið 3 efst

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.