Feykir


Feykir - 23.02.2012, Page 9

Feykir - 23.02.2012, Page 9
 08/2012 Feykir 9 Skagafjörður og Húnavatnssýslur hafa löngum verið þekktar fyrir hestamennsku og mikla hrossaeign. Í vinnu við stefnumótun í ferðamálum í Skagafirði fyrir nokkrum árum, sagði einn viðmælandi: „Skagfirðingar eiga bara að þora að vera það sem þeir eru; hestamenn, gleðimenn og kvennamenn“. Hvort þetta er raunsönn lýsing eða ekki, skal ósagt látið. Nokkur umræða hefur á undanförnum árum verið um stöðu Norðurlands varðandi sölu hrossa og hestatengdrar þjónustu. Hefur m.a. komið til tals að Norðlendingar stæðu höllum fæti á þessum vettvangi samanborið við Sunnlendinga. Í stað þess að velta sér upp úr slíkri umræðu er etv. ástæða til að skoða nánar hvað er til staðar á Norðurlandi vestra sem getur verið grundvöllur að sterkri hestatengdri atvinnustarfsemi og áhugamennsku í kringum hesta. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands og Bænda- samtökum Íslands, voru árið 2011 um 2600 hross á hverja 1000 íbúa á Norðurlandi vestra, eða 2,6 hross á hvern íbúa. Á Norðurlandi eystra eru 253 hross á 1000 íbúa, á Austurlandi 265, á Suðurlandi 1165, á Reykjanessvæðinu og eru um 15% íbúa svæðisins félagsmenn í þeim. Um 3,25% landsmanna eru félagar í hestamannafélögum á lands- vísu. Stórt hlutfall félaga í Félagi tamningamanna er einnig á Norðurlandi vestra eða um 17% félagsmanna. Mikill meirihluti þeirra hefur skráða búsetu í Skagafirði. Í könnun sem gerð var meðal nemenda á 1., 2. og 3. ári í hestafræði á Hólum í Hjaltadal, töldu svarendur að það sem helst einkenndi Norðurland vestra miðað við önnur svæði ef horft er til hestamennsku, væri löng ræktunarsaga, rík hefð fyrir hestamennsku, mikill fjöldi hrossa og hestaáhugamanna, fjölbreytt starfsemi í tengslum við hross og að mörg góð ræktunarbú væru þar á litlu svæði. Einnig nefndu menn gott aðgengi að menntun, hrossaréttir og að áhrifa peningamanna gætti hér lítið samanborið við Suðurland og að hestamennskan væri frjálsleg og áhersla á ágóða væri lítil. Þegar spurt var um hvað helst stæði í vegi fyrir framþróun hestamennskunnar á Norðurlandi vestra nefndu menn skort á fjármagni, hart veðurfar og mikla fjarlægð frá Reykjavík og alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Einnig neikvæðan ríg milli landsvæða og neikvætt viðhorf gagnvart fólki sem aflað hefði sér menntunar í greininni. Svarendur sáu mörg vannýtt tækifæri í hestamennsku á Norðurlandi vestra, ekki síst í frekari uppbyggingu og þróun hestatengdrar ferðaþjónustu. Til dæmis með vöruþróun og aukinni þjónustu við íslenska ferðamenn sem ferðast á eigin hestum og þemaferðum fyrir aðra gesti. Vísbendingar komu fram um að viðburðir væru líklegir til að auka samvinnu heimamanna og fjölga ferðamönnum. Meðal annars voru nefndar keppnir á ís, sölusýningar og kappreiðar. Var t.d. lagt til að endurvekja kappreiðar í stökki, brokki og skeiði þar sem í boði væru peningaverðlaun. Þannig gæti skapast hlutverk fyrir hesta sem annars væru utanveltu og mögulegt væri að þróa margvíslega starfsemi og sölumennsku í kringum slíka viðburði. Einnig lögðu menn áherslu á bætt reiðvegakerfi og sáu möguleika í eflingu á kennslu og fræðslu sem og uppbyggingu á óhefðbundnari þjónustu s.s. hestanuddi og hestasundþjálfun. Þættir þeir sem hér hafa verið nefndir, gefa vísbendingar um einkenni, hindranir og tækifæri hestamennsku á Norðurlandi vestra en ljóst er að frekari rannsókna er þörf til að meta samsetningu og heildarumfang hestamennsku á Norðurlandi vestra. Rann- sókn á þessu sviði fer nú fram við Háskólann á Hólum (www.holar.is). Fyrstu þættir verkefnisins voru styrktir af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra. Nánari upplýsingar veitir höfundur í gegnum netfangið inga@holar.is Ingibjörg Sigurðardóttir 39, á Vesturlandi 634 og á Vestfjörðum 147. Um 25% alls hrossastofnsins á landinu er á Norðurlandi vestra en aðeins 2,3% landsmanna. Þess má einnig geta að á Íslandi eru 242 hross á hverja 1000 íbúa en í 23 Evrópulöndum þar sem gerð var rannsókn á fjölda hrossa, reyndust vera að meðaltali 13 hross á hverja 1000 íbúa. Þess ber að geta að Íslandi var ekki inni í þeirri rannsókn. Þó hross séu forsenda hestatengdrar starfsemi er fjöldi þeirra ekki aðalatriði heldur hvort þau eru að skapa tekjur og atvinnu fyrir samfélagið og/eða bæta lífs- gæði þeirra sem á svæðinu búa? Rannsóknir hérlendis og erlendis hafa bent til þess að atvinnustarfsemi innan hesta- mennskunnar (horse industry) sé oft á tíðum lífsstílsstarf og kröfur um fjárhagslegan hagnað séu takmarkaðar meðal rekstraraðila. Einnig eru vísbendingar um að afkoma í greininni sé oft lakari en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Þetta hefur þó ekki verið rannsakað hérlendis svo neinu nemi. Ljóst er að fjölmargir bæði hér á Norðurlandi og á landsvísu hafa fulla atvinnu af hestatengdri starfsemi. Mörg hestatengd fyrirtæki eru rekin með sóma og ekki er annað að sjá en að almenn gróska sé í hestamennsku á landinu. Óskýr skil eru á milli hestamennsku sem áhugamáls og atvinnu. Mikilvægt er þó fyrir þá sem ætla að hafa lifibrauð af hestamennsku, að horfa á sína starfsemi sem raunverulegt fyrirtæki, jafnvel þó hestamennskan sé jafnframt áhugamál eða lífstíll. Á Norðurlandi vestra er fjölþætt atvinnustarfsemi í tengslum við hross. Má þar nefna ræktun, tamningar og þjálfun, sölu, hestaleigur, hestaferðir, hestasýningar og tengda þjónustu eins og reiðkennslu, járningar, dýralækningar, heysölu, reiðtygjasölu, ráðgjafaþjón- ustu, osfrv. Einnig mætti hér nefna störf á söfnum og sýningum sem tengjast hestinum svo sem á sýningu Söguseturs íslenska hestsins og nokkurn fjölda starfa við rannsóknir og kennslu í hestafræðum við Háskólann á Hólum. Heildarsamantekt á fjölda starfa í hestamennsku á svæðinu liggur ekki fyrir en ljóst er að nokkur hluti íbúa svæðisins hefur fulla atvinnu af hestamennsku með einum eða öðrum hætti. Er þá ótalinn sá mikli fjöldi fólks sem nýtur samvista við hestinn í frístundum, hvort sem menn fara á hestbak eða ekki. Á Norðurlandi vestra eru nú starfandi 6 hestamannafélög Um hesta og hestamennsku á Norðurlandi vestra AÐSENT INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR skrifar ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Þegar ég var 17 ára ákvað ég að fara sem skiptinemi, mér var nokkuð sama hvert ég færi svo framarlega sem ég fengi að læra spænsku. Ég kom mér í samband við Rótarýklúbb og áður en ég vissi af buðu þau mér að fara til Brasilíu. Ég, sem rata varla um mínar heimasveitir, hafði ekki eina einustu hugmynd um hvar þetta blessaða Brassa-land væri og hvað þá að þar væri töluð portúgalska en ekki spænska, en hvað sem því leið ákvað ég að út skildi ég fara, það var komin tími á eitthvað nýtt og spennandi. Ég heillaðist af landinu við fyrstu sýn, fólkið svo dásamlega opið, skemmtilegt og forvitið. Tungumálið svo framandi og fyndið, t.d. heilsar fólk í Brasilíu með því að segja; ,,beleza” sem þýðir ,,fegurð” og fleira í þeim dúr. Brassa-portúgalskan endurspeglar menningu Brassanna sjálfra, fegurðin í samskiptum fólks og hæfileiki þeirra til að leggja Kristrún Kristjánsdóttir skrifar frá Melstað í Miðfirði Skiptineminn áherslu á það fallega. Gjafmildi Brassanna kom mér einnig í opna skjöldu, ég varð mest vör við það í skólanum, í hvert sinn sem einhver tók upp súkkulaðistykki, samloku eða tyggjó var mér boðið að smakka, það skipti ekki máli hversu lítill molinn var alltaf buðu þau með sér. Ég fann fyrir fegurðinni og gleðinni í tónlistinni, dönsunum, matnum og fólkinu. Kannski tengist þetta sólinni og hlýjunni í veðurfari landsins, en hvað sem því líður tel ég að allir ættu að taka sér þetta til eftirbreytni. Þrátt fyrir draumsýn mína á landinu var ekki alltaf auðvelt að vera skiptinemi en fyrstu mánuðina skildi ég varla bofs í málinu. Þegar fólk reyndi að tala við mig var stundum bara auðveldast að kinka kolli og brosa þó ég skildi ekki baun í bala. Það var einmannalegt á stundum, þrátt fyrir að vera umkringd fólki. Í Brasilíu er líka mikil stéttaskipting, mikið af fátæku fólki sem býr illa eða sefur jafnvel á götum úti. Ég reyndi þó að láta gott af mér leiða, gefa mat í staðinn fyrir pening og reyna að sýna skilning. Þrátt fyrir skini og skúri á þessum tíma tel ég þetta ár hafa þroskað mig hvað mest í mínu lífi. Ég lærði að standa á eigin fótum og vægast sagt víkkaði þetta sjóndeildarhringinn til muna og veitti mér vini, frá öllum heimshornum, til frambúðar. Ég er afskaplega þakklát þeim sem gerðu þetta mögulegt. Ég hvet alla krakka sem hafa áhuga á því að fara sem skiptinemar að drífa í því. Það skiptir minnsta máli hvert þið farið, reynslan verður alltaf einstök. - - - - - Kristrún skorar á Bergþóru Fanney Einarsdóttur að koma með pistil í Feyki og verður hann birtur í blaðinu að þremur vikum liðnum.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.