Feykir


Feykir - 24.04.2012, Side 2

Feykir - 24.04.2012, Side 2
2 Feykir 16/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Lífsins gæði og gleði Í fyrsta sinn í áratugi verður engin bíómynd sýnd í Sæluviku í Króksbíói. Kemur það til af því að sýningartækin hafa ekki fylgt tækni- þróuninni. Sigurbjörn Björnsson bíóstjóri segir að kvikmyndir komi ekki lengur á filmu heldur á rafrænu formi og til þess þurfi sér sýningavél. -Það sem hefur bjargað okkur undanfarið er að íslensku myndirnar eru á „blu ray“ diskum og einstaka barnamyndir. Þá sýnum við með gamla geislaspilaranum. Sigurbjörn segir að unnið sé að því að fjármagna kaup á nýrri sýningarvél og er pólitískur vilji sveitarfélagsins til að koma inn í það mál. Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðaráðs stað- festir það og segir ákveðna hugmynd komna upp sem vonandi gangi upp. /PF Nútímatæknivandi Króksbíós Ekkert bíó í Sæluviku Nú er atvinnulífssýning framundan á Sauðárkróki og mörg fyrirtæki hafa tilkynnt komu sína í Íþróttahúsið. Haldin var samskonar sýning fyrir tveimur árum síðan sem heppnaðist mjög vel í alla staði. Mest kom á óvart hversu mörg sprota-, og smáfyrirtæki eru starfandi í héraðinu eða var það bara magnað að sjá þau öll á sama staðnum. Skagafjörðurinn hefur upp á margt að bjóða og þar geta sprotafyrirtæki haslað sér völl ef rétta tækifærið er gripið. Margir spennandi hlutir eru í gangi og tækifærin mörg t.d. í ferðaþjónustunni. Vísinda-, og hátækniþekking ásamt góðum skólum á öllum stigum er mikilvægur þáttur sem og yfirgripsmikil iðnaðar- og verktakaþekking fyrir atvinnulífið og óhætt að fullyrða að framtíðin sé björt með batnandi tíð. Þá er fagnaðarefni að stærsta fyrirtæki héraðsins skilaði góðum hagnaði á seinasta ári og má segja að það sé kjölfestan í blómlegu samfélagi Skagafjarðar. Kæru lesendur nær og fjær: Gleðilegt sumar! Páll Friðriksson ritstjóri Hvammstangi Skrúðganga í fallegu veðri Sumardeginum fyrsta var fagnað alls staðar á landinu fimmtudaginn 19. Apríl sl. og voru Hvammstangabúar engir eftirbátar annarra í gleðinni. Á Norðanáttinni segir að íbúar Húnaþings vestra hafi fengið afar fallegt veður til að fagna sumrinu og kveðja veturinn; sól, heiðskíran himinn og logn að kalla. Hægt er að skoða myndir í kringum skrúðgönguna sem farin var frá Félagsheimilinu Hvammstanga á Norðanátt.is. /PF Fyrirtækið Greenstone ehf. sem hafði milligöngu fyrir uppbyggingu gagnavers á Blönduósi hefur sagt sig frá verkinu en fyrirtækið hefur unnið að því að reisa gagnaver hér á landi, fyrir hönd bandarísks fyrirtækis, frá árinu 2008. Bæjaryfirvöld á Blönduósi hafa unnið hörðum höndum sl. ár að undirbúningi fyrir komu gagnaversins og að sögn Arnars Þórs Sævarssonar bæjarstjóra Blönduóss hefur þetta engin áhrif á skuldbindingu þeirra í að koma því á laggirnar. „Bandaríska fyrirtækið sem hefur í hyggju að reisa hér gagnaver hefur tjáð okkur að þeir hafa ekki látið af áformum sínum,“ segir Arnar Þór í samtali við Feyki. Þó svo að Greenstone treysti sér ekki í að halda málinu til streitu og sagt sig frá verkinu segir Arnar Þór að viðræður munu halda áfram án milligönguaðila. „Gagna- verið mun hafa mikla þýðingu fyrir allt Norðurland vestra og Ísland í heild. Störfum fjölgar á svæðinu, sprotafyrirtæki koma til með að spretta upp í tengslum við starfsemina og þannig skapast gjaldeyristekjur í þjóðarbúið,“ segir Arnar Þór. Arnar Þór segir gagnaver vera mjög eftirsóttan iðnað í mörgum löndum. Margar þjóðir hafa fjárfest háar fjár- hæðir til að laða að slíkan iðnað. Jafnframt sagði hann vera staðreynd að Ísland var ekki samkeppnishæft til að taka við gagnaverum fyrr en gerðar voru breytingar á reglum um virðisaukaskatt til slíks iðnaðar en þær tóku gildi áramótin 2010-2011. „Við teljum að staðan í dag sé góð og við munum halda áfram okkar striki, enda eru staðarkostirnir fyrir hendi,“ bætir hann við. Blönduós er tilvalin staður fyrir gagnaver fyrir margar sakir. Arnar Þór segir nokkur atriði vega þar þyngst en þau eru: Góðar raforkutengingar, mikið öryggi að hafa Blöndu- virkjun nálægt gagnveri, góðar ljósleiðartengingar, skipulagt gagnaverssvæði í eigu sveit- arfélagsins og lítil náttúruvá. Forsvarsmenn Greenstone voru á sama máli því þeir skoðuðu fjölmarga álitlega staði víða um land áður en þeir festu augastað sinn á Blönduós, fyrir hönd bandaríska fyrir- tækisins. Að sögn Arnars Þórs hafa fleiri aðilar sýnt áhuga á að reisa gagnaver á svæðinu en ekkert af því er í hendi. /BÞ Greenstone segir sig frá áformum um uppbyggingu gagnavers Blönduósingar halda sínu striki Hljóp á snærið hjá Nemendafélagi FNV Tengill styrkir NFNV Það hljóp heldur betur á snærið hjá Nemendafélagi FNV fyrir helgi en þá fengu formaður og verðandi formaður félagsins afhenda myndvél frá Tengli ehf. sem styrkir þá í kaupunum. Pálmi Geir Jónsson formaður NFNV segir þetta sér vel til að taka upp myndir af viðburðum á vegum skólans og vill hann koma þökkum til Tengilsmanna. -Þetta er Canon EOS 600 flottasta græjan á markaðnum, færð ekki flottari vél en þetta, sagði Pálmi Geir ánægður með gripinn og upplýsir blaðamann að samskonar vél hafi verið notuð til að taka upp tvö síðustu áramótaskaup. /PF Nú um helgina verður atvinnulífssýningin Skagafjörður – Lífsins gæði og gleði haldin í íþrótta- húsinu á Sauðárkróki. Þá verður einnig hin góðkunna Sæluvika sett á sunnu- daginn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu kl. 14:00. Að vanda verður nóg um að vera og byrja herlegheitin með miklum látum. Sossa og Tolli opna myndlistar- sýningu í Safnahúsinu, Draumaraddir norðursins verða með tónleika og skemmtun í Miðgarði og að kvöldi sunnudags frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks leik- ritið Tveir tvöfaldir. Síðan rekur hver viðburðurinn ann- an og má nefna Kirkjukvödið, Molduxa-mótið, opnun Ljós- myndavefs Skagafjarðar, Multi Musica stendur fyrir skemmtun á föstudag, Kóra- mót Rökkurkórsins og Heimis verður í Miðgarði og svo mætti lengi telja. Sæluvikudagskráin er á leið í hús og þar má finna alla dagskrá Sæluvikunnar. /ÓAB Sæluvika Skagfirðinga Verður sett á sunnu- daginn Gísli Sigurðsson afhendir Pálma Geir formannni NFNV Canon myndavél. Milli þeirra stendur Ísak Finnbogason, næsti formaður NFNV. Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smáAUGLÝSINGAR Hryssa tapaðist Hryssa tapaðist frá Flugumýri í september sl. Dökkjörp og faxrýr, tamin og frekar gæf. Örmerki 352206000060838, ekki eyrnamerkt. Þeir sem verða hryssunnar varir vinsamlegast hafið samband í síma 864 8257 eða 453 8257. Stemning á Hvammstanga. Mynd: Norðanátt.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.