Feykir


Feykir - 24.04.2012, Síða 4

Feykir - 24.04.2012, Síða 4
4 Feykir 16/2012 Á sumardaginn fyrsta, var haldinn hátíðlegur Skeifudagur Grana sem er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur í hrossarækt sýndu afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frum- tamningum og Morgunblaðsskeifan m.a. afhent þeim nemenda sem stendur sig best í reið-mennsku- og frumtamninganámi vetrarins. Svala Guðmundsdóttir frá Sauðárkróki hlaut skeifuna að þessu sinni. Svala er mikil hestakona sem á ekki langt að sækja hestaáhugann en hún er dóttir Guðmundar Sveinssonar og Auðar Steingrímsdóttur hrossaræktenda. Þá er Sveinn Guð- mundsson einn af áhrifamestu hrossa- ræktendum landsins afi hennar. /PF Hestamennska Svala hlaut Morgunblaðsskeifuna ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Heimili: Bý í dag á Hlíðarvegi 18 í Kópavogi, en er uppalinn á Brautarholti, og mun búa þar í sumar Starf.. Er áfyllari í Ölgerðinni. Hvert er uppáhaldsdliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Eins erfitt og að segja það, þá er það Liverpool. Kannski engin ástæða nema eldri bróðir minn, Ólafur Bjarni var gallharður Liverpool maður og plataði mig snemma til að halda með þeim. Fyrsta minningin var Liverpool bolur með Owen aftaná. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já heldur betur. Flestir vinir mínir halda með Manchester Utd., svo að sjálfsögðu er rifist og rökrætt fram og tilbaka. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Giovani Dos Santos. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Heyrðu nei, því miður!! En stefnan er sett á Anfield sem fyrst, helst á næsta tímabili. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, það er eitthvað. Gerald Houllier bolla sem mér þykir afar vænt um. Svo eru það bara þetta venjulega, nokkrar treyjur, trefill, jólakúlur og fl. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Bara nokkuð vel. Pabbi og mamma hafa engan áhuga á að fylgjast með gangi mála í enska boltanum, svo þau láta okkur systkinin kljást um það. Inga Fanney elsta systir er hlutlaus. Stefán Gísli er Manchester maður, sem er óskiljanlegt, ekki bara vegna þess að hann er sá eini í fjölskyldunni sem heldur með þeim heldur líka því að hann gæti ekki talið upp einn leikmann liðsins í dag. Óli Bjarni á sinn þátt í því að ég er Púllari og að sjálfsögðu er hann það líka. Baldur Ingi litli bróðir hefur alltaf verið einstakur, og endurspeglast það með hvaða liði hann heldur en hann er dyggur Fulham aðdáandi. Svo er litla överpið Bryndis Rut að sjálfsögðu púllari. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei. Ég hef oft skipt um kærustur og brækur, en aldrei fótboltalið, það gerir maður bara ekki. Uppáhalds málsháttur? Æfingin skapar meistarann. Einhver góð saga úr boltanum? Er með eina “gamla“ góða. Sumarið 2008, gullsumar 3. flokks karla Tindastóls/Hvatar er ógleymanlegt sumar í alla staði. Ekki bara það að við vorum bestir á landinu, að þá á maður margar minningar sem verða seint gleymdar. Ein góð saga sem gerðist þetta sumar er fyrir heimaleik á Blöndósi við Fjölni. Allir komnir í klefann og gerir Donni þjálfari sig tilbúinn að hefja ræðu sína fyrir leik. Rétt fyrir það uppgvötast að það vantaði einn leikmann, Blönduósskónginn Kristinn J. Snjólfsson sem ekki var mættur í klefann. Hilmar Þór Kárason tekur upp símann og hringir í hann, en hann svarar og segist þá vera mættur í Fjölnisheimilið og vera að leita að klefanum! Spurning frá Hallgrími Jóns Halls. – Hvenær ætlar þú að viðurkenna að Giovani Dos Santos getur ekki neitt? Svar... Aldrei, erfitt að reyna viðurkenna eitthvað sem er svo bara ekki satt. Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Atli Arnarson Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hvað hafa mörg rauð spjöld komið inn um dyragættina á Lerkihlíð 1 í gegnum tíðina? Óskar Smári Haraldsson Gallharður Liverpool-maður Gleði og gaman á Sönglögum í Sæluviku Kynslóðabilið brúað Nokkrir viðburðir hafa skapað sér fastan sess í Sæluvikunni undanfarin ár og eru Sönglög í Sæluviku svo sannarlega orðið eitt af þeim. Að venju verða stórtónleikarnir haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði, föstudaginn 27. apríl, og munu þeir bera yfirskriftina „Kynslóðabilið brúað“. Stefán Gíslason og Einar Þorvaldsson hafa staðið fyrir Sönglögunum síðustu ár og spjallaði blaðamaður Feykis við þá félaga. „Sæluvikan er náttúrulega svo rótgróin og mikilfengleg listahátíð, hvernig sem á hana er litið, og því ekki ónýtt að fá að vera með,“segir Stefán en þetta munu vera fjórðu tónleikarnir á jafn mörgum árum. „Viðtökurnar hingað til hafa verið frábærar og langt umfram væntingar,“ bætir Stefán við. Í Sönglögunum hefur tíðkast að taka fyrir ákveðin þemu sem gerir það að verkum að tónleikarnir eru mjög ólíkir frá ári til árs og sífellt ný viðfangsefni. „Það má kannski segja að með Menningarhúsinu hafi skapast sérstök stemning fyrir tónleikum í léttari kantinum, þar sem hljóðkerfi og hljómburður hússins fær að njóta sín til fulls,“ segir Stefán. „Fram að þessu höfum við tekið fyrir ABBA, söngleiki og nú síðast soul-tónlist,“ útskýrir hann, en í ár er óhætt að segja að kynslóðabilið Einar og Stefán standa fyrir Sönglögum í Sæluviku. verði brúað, eins og yfirskrift tónleikanna gefur til kynna, því þátttakendur á tónleikunum eru á aldursbilinu 12-70 ára. „Aðalþema kvöldsins verða lög sem systkinin Ellý og Vilhjálmur sungu og gerðu ódauðleg á sínum tíma, ásamt fjölmörgum öðrum skemmtilegum lögum,“ segir Einar, en á sjötta tug koma að tónleikunum með einhverjum hætti, að meðtöldu tækni- og aðstoðarfólki, og því óhætt að segja að um stórtónleika sé að ræða. „Kynnir kvöldsins verður sem fyrr Jón Hallur Ingólfsson og fram koma Óskar Péturs- son og Álftagerðisbræður, ásamt þeim Herdísi Rúts- dóttur og Sigvalda Helga Gunnarssyni. Sérstakur gestur í ár verður stórsöngkonan Guðrún Gunnarsdóttir. Og ekki má gleyma Línu [Sigurlínu Einarsdóttur], Kollu [Kolbrúnu Grétarsdóttur] og Írisi Olgu [Lúðvíksdóttur], sem áheyrendur kannast við frá síðustu tónleikum. Rúsínan í pylsuendanum verður svo nýr barna- og unglingakór Varmahlíðarskóla, undir stjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur,“ segir Einar. Hljómsveitina segja þeir koma úr ýmsum áttum en uppistaðan í henni eru kennarar í Tónlistarskóla Skagafjarðar. „Svo kemur einn úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Berglind Stefánsdóttir, og annar úr hljómsveitinni Funk that Shit!, Kristján Reynir Kristjánsson, sem gerði það gott í Músíktilraunum á dögunum. Bassaleikarinn er svo fjármálastjóri sveitar- félagsins, Margeir Friðriksson. Eins og þú heyrir þá er þetta bara nokkuð góður kokteill,“ segir Einar glaðbeittur. Fyrir þá sem vilja tryggja sér miða í tæka tíð fer forsala aðgöngumiða fram í Rafsjá, KS í Varmahlíð og KS á Hofsósi. /BÞ Svala Guðmundsdóttir. Ljósmyndari er Kristín Jónsdóttir en hún er Borgnesingur sem býr í Skorradal og útskrifaðist úr sérnámi í ljósmyndun vorið 2011. Hægt er að skoða ljósmyndir frá henni á www.kristinjons.com

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.