Feykir


Feykir - 24.04.2012, Síða 6

Feykir - 24.04.2012, Síða 6
6 Feykir 16/2012 VIÐTAL Páll Friðriksson Það eru forréttindi að geta búið í Skagafirði Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar Ásta Pálmadóttir er sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ásta er Skagfirðingur í húð og hár, dóttir Pálma heitins Friðrikssonar af Svaðastaðakyni og Svölu Jónsdóttur af Molastaðaætt í Fljótum. Hún var kynnt til leiks sem sveitarstjóri 17. september 2010 og var komin til vinnu um miðjan október eftir að hún fékk sig lausa úr fyrra starfi sem útibússtjóri Landsbankans á Sauðárkróki. Ásta var fyrst spurð að því hvers vegna hún ákvað að söðla um og gerast sveitarstjóri. -Þetta er spennandi og skemmtilegt starf og mjög fjölbreytt, þannig að þegar til mín var leitað ákvað ég að taka það til skoðunar sem leiddi til þess að ég tók þetta að mér, segir Ásta og bætir við brosandi, -er ekki alltaf sagt „að til mín var leitað“? Ég var ekki í hópi umsækjenda um sveitarstjórastöðuna eins og allir vita en það varð ofan á að ég ákvað að söðla um og sé ekkert eftir því. Ásta er með kandídatspróf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands en þaðan útskrifaðist hún árið1989 og byrjaði strax að vinna hjá frænda sínum í BYKO, aðallega í bókhaldi og fjármálum, seinna meir við innkaup þar til hún réði sig til nýs fyrirtækis, Jónar Transport sem var þá alfarið í eigu BYKO. Þar vann hún sem fjármálastjóri þar til hún flutti aftur norður á Sauðárkrók eftir 15 ára fjarveru. Við heimkomuna réði hún sig til vinnu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og var mikið í bókhaldi og fjármálum en tók svo við fjármálastjórn hjá FISK Seafood árið 2000 og vann þar uns hún var ráðin útibússtjóri Landsbanka Íslands hf. haustið 2003. Ásta segir að þessi starfsreynsla hafi hjálpað sér í starfi sveitarstjóra. -Ég er ekki í vafa um að þessi mikla reynsla hafi hjálpað mér. Ég hef mikla og víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja en hafði enga reynslu af rekstri sveitarfélaga og kunni ekki mikið í opinberri stjórnsýslu þegar ég byrjaði, segir Ásta. Mikilvægt að fjárhagslegar undirstöður séu traustar Miklar þrengingar hafa verið í fjármálum þjóðarinnar þann tíma sem Ásta hefur setið í sveitarstjórastóli og hefur Sveitarfélagið Skagafjörður ekki farið varhluta af þeim frekar en önnur sveitarfélög eða fyrirtæki á landsbyggðinni. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hafa dregist mikið saman frá því sem áður var. - Ef maður reiknar framlög Jöfnunarsjóðs frá 2008 upp á verðgildi ársins 2012 þá erum við að fá um 400 milljóna króna minni tekjur. Við fengum alls 668 milljónir króna frá sjóðnum árið 2008 sem ættu að vera 931 milljónir króna á verðgildi ársins 2012. Nú fáum við hins vegar um 525 milljónir þannig að tekjuskerðingin er gríðarleg. Þetta setur okkur talsverðar skorður og auðvitað hefur allt einkennst af sparnaðarumræðu. Við höfum í síðustu fjárhagsáætlunum sett fram ákveðnar hagræð- ingarkröfur en ekki farið út í miklar aðgerðir eða skipu- lagsbreytingar. Hins vegar erum við með ráðgjafa núna sem er að fara yfir málin hjá okkur og aðstoða við tillögu- gerð um hvar við gætum borið niður. Við viljum auðvitað reyna eins og við mögulega getum að sjá til þess að hag- ræðingaraðgerðir komi sem minnst við íbúana en styrki um leið fjárhagslegar undirstöður í rekstri sveitarfélagsins. Varnarbaráttan skilaði árangri Niðurskurður ríkisins kom hart niður á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki eins og mönnum er enn í fersku minni og beitti sveitarfélagið sér hart í málinu. Núna virðist vera logn í þeirri umræðu og sátt komin í málið. -Það er kannski ekki hægt

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.