Feykir - 24.04.2012, Side 7
16/2012 Feykir 7
að segja að það sé logn en
það komu nokkrir viðbótar
fjármunir frá ríkinu í loka-
umræðum fjárlaganna. Nú
er ákveðin vinna í gangi í vel-
ferðarráðuneytinu sem eykur
okkur bjartsýni. Við teljum að sú
vinna sem sveitarfélagið ásamt
forsvarsmönnum atvinnulífs,
hollvinasamtaka, allra skóla
í héraðinu, að ógleymdum
íbúum héraðsins, fórum í
með Capacent - sýni að ekki
var reiknað rétt þegar niður-
skurður var ákveðinn fyrir HS.
Við heyrum einnig að menn
ætli að skoða þessi mál betur
og vonumst til að sú vinna leiði
í ljós að við fáum ekki frekari
skerðingar heldur þvert á móti
jafnvel aukningu í framtíðinni.
Ásta segir að heimamenn telji
að ekki hafi verið jafnt gefið í
þessum útreikningum og HS
hafi verið beitt óréttlæti.
-Ég tel að þessi mikla
skerðing á fjárframlögum til
Heilbrigðisstofnunarinnar
Sauðárkróki sé sennilega mesta
aðför sem hefur verið gerð á
þetta samfélag okkar af hálfu
ríkisvaldsins. Þetta segi ég vegna
þess að heilbrigðisþjónustan
skiptir svo miklu máli fyrir
samfélagið eins og samstaða
allra íbúa um stofnunina hefur
sýnt. Þessi stofnun er jafnframt
mjög hagkvæm eining og það
er viðurkennt. Við gerðum
okkur alltaf grein fyrir því að
stofnunin yrði að hagræða hjá
sér eins og aðrar heilbrigðis-
stofnanir í landinu en að
stofnunin á Sauðárkróki þyrfti
að hagræða nærri tvöfalt meira
en aðrar var ekki hægt að una
við.
Vegið að
landsbyggðinni
Mikið hefur verið rætt og ritað
um sjávarútvegsfrumvörp
ríkisstjórnarinnar og er ljóst
að þau munu hafa mikil áhrif
á Skagafjörð ef þau verða
óbreytt að lögum. Byggðarráð
sveitarfélagsins samþykkti á
fundi sínum fyrir helgi álykt-
un þar sem Alþingi er varað
sterklega við því að samþykkja
fyrirliggjandi frumvörp ríkis-
stjórnarinnar til laga um
stjórn fiskveiða og veiðigjöld,
enda ólíkleg til að ná þeim
markmiðum sem stefnt er að
og skorti mikið til að tryggja
þann langtímastöðugleika
sem getur skapað grundvöll
fyrir uppbyggingu atvinnulífs í
sjávarbyggðum.
-Við erum alveg klár á
því að þetta mun hafa mjög
slæm áhrif á Sveitarfélagið
Skagafjörð. Það hefur komið
fram að veiðigjaldið fyrir
Fisk Seafood fari úr 160
milljónum króna í yfir 900
milljónir miðað við óbreytt
fyrirtæki og þá spyr maður:
Nær fyrirtækið að standa af
sér svo mikla skattlagningu?
Höfuðborgarsvæðið mun
fara best út úr þessu þar
sem gert er ráð fyrir því að
gríðarlegir fjármunir flytjist
þangað af landsbyggðinni
og þykir mörgum þó nóg
um nú þegar. Sem dæmi
má nefna að fyrirhuguð
hækkun veiðileyfagjalds á
ári hjá Fisk Seafood er sama
upphæð og fer í allan rekstur
Heilbrigðisstofnunarinnar
Sauðárkróki. Samkvæmt
skýrslu KPMG sem gerð var
um áhrif af framkomnum
tillögum um lagaumhverfi í
sjávarútvegi á Sveitarfélagið
Skagafjörð, svarar fyrirhuguð
aukning veiðigjalda um 152
þúsund krónum á hvern íbúa
í Sveitarfélaginu Skagafirði,
varlega reiknað. Ásta telur
bæði frumvörpin vond. -Yfir
375 þorskígildistonn myndu
skerðast strax í haust hér
í Skagafirði. Fiskveiðar og
vinnsla eru gríðarlega stór
þáttur í tekjum sveitarfélagsins
og segist Ásta vera áhyggjufull
vegna minnkandi tekna með
tilkomu þessara frumvarpa.
Viðræður enn
í gangi
Í þeirri varnarbaráttu sem
sveitarfélagið hefur þurft að há
undanfarið hefur mikil vinna
farið í að koma áætlunarflugi
aftur á til Sauðárkróks, en
það lagðist af um áramót.
Fulltrúar sveitarfélagsins hafa
farið á ótal fundi hjá sam-
göngunefnd Alþingis og
innanríkisráðherra og lýst þar
áhyggjum sínum varðandi
aflagningu áætlunarflugsins
og reynt að tryggja að það
geti komist á að nýju. Fyrir
liggur að ríkið er tilbúið til að
leggja fram ákveðna fjárhæð til
verkefnisins.
-Verið er að ræða við aðra
flugrekstraraðila um flugið en
vissulega hefur það tekið lengri
tíma en til stóð. Maður vonar
að þessi vinna skili sér og flugið
komist aftur á til Sauðárkróks,
bæði til hagræðis fyrir fólkið í
samfélaginu og atvinnulífið.
Mikilvægt að halda
hjólum atvinnulífsins
gangandi
Það hefur ekki blásið byrlega
hjá verktökum landsins
þar sem lítið hefur verið til
skiptanna í verkefnum. Ásta er
ekki of bjartsýn á ástandið.
-Ég held að það sé ekki of
gott ástand. Við vitum svo
sem ekki fullkomlega um
stöðuna hjá þeim verktökum
sem eru að berjast hér
heima, þ.e. bygginga- og
jarðvinnuverktaka og aðra.
Það er bara mjög lítið um að
vera í þjóðfélaginu almennt.
Við höfum þó borið þá
gæfu að hér í Skagafirði hafa
byggingaverktakar haft það,
að segja má, þokkalegt en
ég veit ekki til þess að það sé
mikið framundan í sumar.
Það hjálpar okkur vissulega
að hafa þetta stóra fyrirtæki
sem Kaupfélag Skagfirðinga
er, það hefur verið duglegt að
vera í framkvæmdum sjálft og
viðhaldið þannig vinnu fyrir
iðnaðarmenn á svæðinu.
Öll ný
atvinnutækifæri
mikilvæg
Sveitarstjórnin hefur ákveð-
ið að fara í nýbyggingu á
skólahúsnæði á Sauðárkróki í
sumar og ef farið verður í sama
verklag og var með leikskólann
Ársali þá ganga verktakar á
staðnum fyrir í þeirri vinnu. Þá
er fyrirhugað að fara í byggingu
á smábátahöfn á Sauðárkróki í
sumar og verður sveitarfélagið
með kynningu á því verki á
atvinnulífssýningunni um
helgina. Sem hluta af því verki
hefur verið ákveðið að festa
kaup á betri flotbryggju fyrir
höfnina á Hofsósi og verður
flotbryggjan sem þar er flutt á
Krókinn.
Þrátt fyrir lengingu á sand-
fangaranum sem er nýlokið
í Sauðárkrókshöfn berst eitt-
hvað inn af sandi í höfnina
og segir Ásta að viðræður séu
við Siglingamálastofnun um
að framkvæma rannsóknar-
mælingar annað hvert ár. Stefnt
er að því að stærri skip geti
komið inn í höfnina hvort sem
það er flóð eða fjara.
Sveitarfélög landsins eru
sífellt að leita atvinnutækifæra
eða hjálpa til í þeim efnum og
er Sveitarfélagið Skagafjörður
þar engin undantekning á.
-Við erum alltaf að reyna.
Við erum með verkefnisstjóra
í atvinnumálum, Sigfús Inga
Sigfússon, einnig höfum
við aðgang að Katrínu
Maríu Andrésdóttur sem er
atvinnuráðgjafi hjá SSNV. Það
var tekin sú ákvörðun að ráða
atvinnuráðgjafa á sínum tíma,
sérstaklega til þess að fylgjast
með og vera á tánum hvað
varðar ný atvinnutækifæri.
Það hafa komið upp allskonar
mál sem hafa verið skoðuð þó
stærri verkefni hafi enn ekki
borið árangur. Við erum aðilar
að félaginu UB koltrefjum
og höfum verið að fylgjast
með þeim geira og er alveg
ljóst að núna þetta mörgum
árum eftir efnahagshrunið eru
markaðir að nokkru leyti að
lifna við, þannig að tækifærin
eru enn til staðar. Í því skyni
m.a. erum við einnig að vinna
að framgangi náms í plast- og
trefjasmíði við Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra. Við höfum
einnig verið í samstarfi við
fjárfestingarsvið Íslandsstofu
með nokkur mál og má þar
nefna minkaverkefni sem
þegar hefur skilað fjárfestingu
á svæðinu.
Sveitarfélagið ákvað að
lengja frestinn á því verkefni
að gatnagerðargjöld á lóðum,
við þegar tilbúnar götur, verði
felld niður, eða til 1. júlí 2013.
En því miður hefur það ekki
enn orðið til þess ný íbúðarhús
hafi risið.
-Byggingakostnaður er bara
orðinn of hár. En við viljum
meina að húsnæðisskortur
standi okkur fyrir þrifum
þar sem við höfum misst
fólk héðan af svæðinu út af
húsnæðisskorti. Þó verð ég
ekki eins mikið vör við þetta
núna eins og fyrir ári síðan. En
það kemur kannski til af því
að mikil fólksfækkun varð hér
á Sauðárkróki og í Skagafirði
á síðasta ári. Við erum ekki
með neina sjáanlega lausn á
því en auðvitað erum við að
fjalla um þetta mál og höfum
af þessu ákveðnar áhyggjur.
Það voru að vísu teknar í
notkun átta íbúðir í Laugatúni
á Sauðárkróki fyrir skömmu
og það auðvitað léttir á.
Lífsins gæði
og gleði
Sýningin Skagafjörður, lífsins
gæði og gleði, verður haldin
um næstu helgi eins og
glögglega má sjá í blaðinu í
dag og verður íþróttahúsið
á Sauðárkróki fullt af
áhugaverðum sýnendum.
Ásta er mjög ánægð með hve
vel fólk hefur brugðist við
sýningunni og vill koma á
framfæri þökkum til allra sem
lagt hafa hönd á plóginn við
undirbúning hennar.
-Ég held að hún verði
glæsileg eins og síðast. Ég
verð að viðurkenna að þegar
ég fór á þá sýningu kom hún
mér verulega á óvart og fyllti
mig gleði og bjartsýni. Ég held
að það sé einmitt það sem
við Skagfirðingar þurfum á
að halda nú, að horfa upp og
vera bjartsýn því við höfum
svo margt að bjóða og fram
að færa sagði Ásta en hún
segist alltaf geta montað sig
þegar gestir koma frá öðrum
héruðum og löndum. Gestir
hafa jafnan orð á því að það
komi þeim verulega á óvart
hversu fjölbreytt atvinnu-
og mannlíf sé hér að finna.
Einnig hafa gestir okkar
talað um að það komi á óvart
hversu mikil uppbygging sé í
gangi miðað við aðra staði á
landsbyggðinni. -Við höfum
það í rauninni býsna gott og
ég lít á það sem forréttindi að
geta búið í Skagafirði, ekki síst
fyrir börnin mín. Hér er gott
að búa í þessu góða mannlífi
og einstöku umhverfi. Það er
hvergi betra að vera.