Feykir


Feykir - 24.04.2012, Qupperneq 9

Feykir - 24.04.2012, Qupperneq 9
16/2012 Feykir 9 Erla Björk Örnólfsdóttir var ráðin rektor Hólaskóla – Háskólans á Hólum, í febrúar sl. og mun taka til starfa þann 1. júní. Erla Björk er líffræðingur að mennt og hefur lokið doktorsprófi í sjárvarlíffræði frá Texas A&M University árið 2002. Hún hefur starfað sem forstöðumaður Varar – Sjávarrannsóknaseturs við Breiðafjörð frá stofnun þess 2006. „Erla Björk hefur unnið frábært brautryðjendastarf og staðið fyrir mörgum áhugaverðum verkefnum. Þá hefur hún miðlað vísindastarfi Varar inn í skóla og aukið þannig áhuga ungs fólks fyrir lífríkinu umhverfis landið. Loks hefur hún hlotið mikla athygli fyrir starf sitt á Snæfellsnesi sem og víðar,“ segir um Erlu Björk í frétt á vefmiðli Skessuhornsins frá því þegar hún var kjörin Vestlendingur ársins 2008. Feykir sló á þráðinn til væntanlegs rektors og fékk að kynnast henni nánar. „Ég er fædd og uppalin á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð en hef verið búsett víða um landið, eftir því hvert nám og vinna hefur borið mig,“ segir Erla Björk. Þar á meðal segist hún hafa búið í Borgarfirði, Djúpavogi, Reykjavík, Mývatnssveit, Banda- ríkjunum og Snæfellsbæ, þar sem hún býr nú en næst sest hún að á Hólum, þegar hún tekur við rekstorstöðunni. Erla Björk á langa skólagöngu að baki, en eftir grunnskóla fór hún í Samvinnuskólann á Bifröst. Síðar lauk hún stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og þaðan lá leiðin í líffræðinám við Háskóla Íslands, þar sem hún lauk B.S. prófi í líffræði og síðar M.S. prófi í sama fagi. „Rannsóknarverkefni mitt vann ég í Mývatnssveit á árunum 1990-1992 og fjallaði það um botnlægar vatnaflær í Mývatni. Ég fór í doktorsnám í sjávarlíffræði til Texas árið 1996 og frá þeim tíma hef ég að mestu leiti verið í vinnu tengdri rannsóknum í sjávarlíffræði.“ Hvernig kom það til að þú sóttir um rektorsstöðuna? „Líklega er rót þess sú löngun að vilja styðja við og bæta Háskólamenntun í landinu en ég tel að framundan séu mjög góðir og gróskumiklir tímar. Háskólinn á Hólum er ungur háskóli og ég vænti þess að hann vaxi úr grasi sem sterk menntastofnun,“ svarar Erla Björk. Hún segir Háskólann á Hólum vera einstakan sökum þess að þar fer fram kennsla á fræðasviðum sem tengjast nánasta umhverfi skólans. „Það finnst mér vera mjög heillandi. Þessa sérstöðu má auglýsa betur til þess að laða að námsmenn sem vilja njóta þeirra forréttinda að stunda nám í umhverfi þar sem þeir nýta umgjörðina fyrir innblástur verka sinna,“ segir Erla Björk. /BÞ Nýr rektor Háskólans á Hólum Nemendur nýti umgjörðina fyrir innblástur verka sinna

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.