Feykir


Feykir - 24.04.2012, Qupperneq 16

Feykir - 24.04.2012, Qupperneq 16
16 Feykir 16/2012 Fylgdu okkur á Twitter Finndu okkur á FacebookVið erum á YouTube við seljum rafmagnwww.orkusalan.is Sími 422 1000 Söngdívan Alexandra Chernyshova hefur verið dugleg við að auka söngmenningu Skagfirðinga um árabil m.a. með uppsetningu ópera í Miðgarði, söngkennslu og ýmsum öðrum uppákomum þar sem hún sjálf hefur sungið ásamt öðrum. Stúlknakórinn Draumaraddir Norðursins hefur verið fyrirferðamikill hjá Alexöndru en hann er nýkominn heim eftir vel heppnaða ferð til Eistlands og nú stendur fyrir dyrum að gefa út geisladisk. Alexandra var tekin tali og spurð frétta. -Allt fínt að frétta af mér, bara mikið að gera eins og venjulega. Ég er í mastersnámi við Lista- háskóla Íslands, nýsköpun í tónlist. Mastersverkefni mitt er að semja óperu í fullri lengd á íslensku Í Skálholti heitir hún og er, um líf og örlög Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur. Óperan verður frumsýnd vorið 2013. Síðan hef ég verið á þönum með stúlkna- Alexandra Chernyshova hefur nóg að gera í sönglistinni Semur óperu í fullri lengd kórinn minn í allan vetur til útlanda og í upptökum fyrir geisladiskinn Súkkulaðiland. Stúlknakórinn Drauma- raddir Norðursins hefur haft mikið að gera í vetur að sögn Alexöndru en hann tekur þátt í tveimur Nordplus verkefnum og er í samstarfi við skóla frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen. -Við heimsækjum þessa skóla og tökum einnig á móti nemendum frá þeim. Við höfum þegar heimsótt Eistland og Litháen og tekið á móti Litháunum. Núna í lok apríl tökum við á móti Eistlendingnum og Lettunum og förum síðan út til Lettlands í lok júlí. Saman höfum við unnið ýmis verkefni sem tengjast söng, okkar nánasta umhverfi, menningu og unglingum. Þessi verkefni og ferðir eiga eftir að lifa lengi í minningu stúlknanna og þarna hafa orðið til vinasambönd milli krakkanna sem taka þátt frá öllum þessum löndum. Alexandra hefur staðið í ströngu við að útsetja og taka upp fimmtán laga geisladisk með Draumaröddunum núna í janúar til mars en hann er tekinn upp í Höfðaborg og í hljóðveri hennar á Hofsósi. Hún segir að Hilmir Jóhannesson á Sauðárkróki eigi þakkir skyldar fyrir aðstoð við þýðingar og textagerð en öll lögin á disknum eru sungin á íslensku. Diskurinn kemur út í lok apríl þegar útgáfutónleikar verða haldnir í Miðgarði. -Við vorum í Landanum um daginn að kynna kórinn og geisladiskinn og það var frábært þó að veðrið hafa ekki beinlínis leikið við okkur á Borgarsandinum, segir Alexandra en hún hefur verið dugleg að koma kórnum á framfæri. -Draumaraddirnar tóku síðan þátt í Barnamenningarhátíð Reykjavíkur um daginn en þar var ég með söngnámskeið í Laugardalssundlauginni og síðan sungu Draumaraddirnar þar og í Ráðhúsinu – það var mjög gaman. Þegar mikið er umleikis eins og hjá Draumaröddunum hlýtur kostnaðurinn alltaf að verða mikill og alltaf er ung- mennafélagsandinn skammt undan. -Nordplus verkefnið er styrkt af sérstökum styrktarsjóði sem greiðir að mestu allan ferðakostnað. Foreldrar og stúlkurnar í kórnum hafa síðan verið mjög duglegar að safna auka pening fyrir ferðunum. Menningarráð Norðurlands vestra hefur síðan styrkt útgáfu geisladisksins og tónleikana. Að öðru leyti er þetta bara sjálfboðavinna, segir Alexandra. Draumaraddirnar verða með útgáfutónleika 29. apríl í Miðgarði og verður þar um barna- og fjölskyldu- skemmtun að ræða en auk Draumaraddanna verða gestir frá Eistlandi og Lettlandi og samnemendur Alexöndru úr mastersnámi hennar frá Rúmeníu og Ítalíu. -Ég vil hvetja alla Skag- firðinga og Norðlendinga til að koma á tónleikana okkar og njóta frábærrar skemmtunar. Það verður einnig hægt að fá geisladiskinn á sérstökum útgáfutónleika afslætti í Mið- garði. /PF Draumaraddir norðursins. Mynd: Jón Hilmarsson

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.