Feykir


Feykir - 24.04.2012, Page 19

Feykir - 24.04.2012, Page 19
16/2012 Feykir 19 Mikligarður – Rússland Vilja sjá Norðurljósin Gistiheimilið Mikligarður stendur við Kirkjutorgið á Sauðárkróki, byggt árið 1931 af Sigurgeiri Daníelssyni. Húsið hefur alltaf verið kallað Rússland og segir í Króksbók Rótarýklúbbs Sauðárkróks að einn af smiðum hússins hafi verið Pétur Laxdal, faðir Sigurjóns heitins, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík (faðir Skjaldar í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar:). Pétur sat í hreppsnefnd Sauðár- krókshrepps, fyrsti sósíalistinn á Íslandi til að ná kjöri í hreppsnefnd. Nafn hússins vísar trúlega til stærðar þess, sem þótti mikil þegar það var reist, og til stjórnmálaskoðana Péturs. Selma Hjörvarsdóttir er í forsvari fyrir Gistiheimilið og Hótel Miklagarð. -Rekstur gistiheimilisins þessi fimm ár sem við höfum rekið það hefur gengið mjög vel og höfum við skapað okkur gott orðspor. Á veturna eigum við okkar fastakúnna og stöðugur reytingur allan veturinn þó minnst í desember og janúar. Það svo sem hentar ágætlega að hafa stundum smá andrými þá því ekki tekur maður frí á sumrin, segir Selma. -Við höfum orðið vör við gífurlega mikla aukningu á ferðamönnum í vetur sem eru að sækjast í að sjá norðurljósin. Til að sú ferðamennska geti aukist eitthvað að ráði þarf að hafa mjög góðar áætlanir um mokstur og allt sem viðvíkur færð. Það er kannski ekki mjög gæfuríkt að ætla sér að hlaða inn útlendingum á veturna sem ekkert kunna að aka í snjó, bílarnir misjafnlega vel útbúnir og allra veðra von. Ég held að við verðum að fara mjög varlega í að auglýsa okkur upp sem vetrarferðaland ef við getum ekki örugglega staðið við að fært sé á milli staða. Ég vil samt ekki vera með neina neikvæðni gagnvart þessu heldur stíga létt til jarðar. Mikligarður er ásamt fleirum í Skagafirði í Air 66 klasanum sem vinnur að beinu millilandaflugi til Akureyrar allt árið með sérstaka áherslu á ferðamenn utan háannatíma. -Við höfum leigt heimavist Fjölbrautaskólans nú í þrjú ár og erum að byrja okkar fjórða sumar. Við tókum við Hótel Tindastóll hyggur á mikla stækkun Ný herbergi vígð í Sæluviku Hótel Tindastóll á merkilega sögu, ekki bara á Sauðárkróki heldur víðar í Skagafirði. Það er upphaflega norskt einingarhús, talið reist um 1820 á Hofsósi. Seinna var það tekið niður og flutt í Grafarós árið 1833. Árið 1884 var húsið enn tekið niður og þá fleytt yfir fjörðinn og byggt þar sem það stendur nú á Sauðárkróki. Það eru hjónin Guðbjörg Ragnarsdóttir og Ágúst Andrésson sem standa að rekstri Hótels Tindastóls. Húsið hefur alltaf verið kallað Rússland og segir í Króksbók Rótarýklúbbs Sauðárkróks að einn af smiðum hússins hafi verið Pétur Laxdal, faðir Sigurjóns heitins, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík (faðir Skjaldar í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar:). Pétur sat í hreppsnefnd Sauðár- krókshrepps, fyrsti sósíalistinn á Íslandi til að ná kjöri í hreppsnefnd. Nafn hússins vísar trúlega til stærðar þess, sem þótti mikil þegar það var reist, og til stjórnmálaskoðana Péturs. Selma Hjörvarsdóttir er í forsvari fyrir Gistiheimilið og Hótel Miklagarð. -Rekstur gistiheimilisins þessi fimm ár sem við höfum rekið það hefur gengið mjög vel og höfum við skapað okkur gott orðspor. Á veturna eigum við okkar fastakúnna og stöðugur reytingur allan veturinn þó minnst í desember og janúar. Það svo sem hentar ágætlega að hafa stundum smá andrými þá því ekki tekur maður frí á sumrin, segir Selma. -Við höfum orðið vör við gífurlega mikla aukningu á ferðamönnum í vetur sem eru að sækjast í að sjá norðurljósin. Til að sú ferðamennska geti aukist eitthvað að ráði þarf að hafa mjög góðar áætlanir um mokstur og allt sem viðvíkur færð. Það er kannski ekki mjög gæfuríkt að ætla sér að hlaða inn útlendingum á veturna sem ekkert kunna að aka í snjó, bílarnir misjafnlega vel útbúnir og allra veðra von. Ég held að við verðum að fara mjög varlega í að auglýsa okkur upp sem vetrarferðaland ef við getum ekki örugglega staðið við að fært sé á milli staða. Ég vil samt ekki vera með neina neikvæðni gagnvart þessu heldur stíga létt til jarðar. Mikligarður er ásamt fleirum í Skagafirði í Air 66 klasanum sem vinnur að beinu millilandaflugi til Akureyrar allt árið með sérstaka áherslu á ferðamenn utan háannatíma. -Við höfum leigt heimavist Fjölbrautaskólans nú í þrjú ár og erum að byrja okkar fjórða sumar. Við tókum við kyndlinum þegar Fosshótel Áning hætti og eru starfsmenn okkar hátt í 20 á sumrin. Það skipti gífurlega miklu máli að halda gistingu áfram hér í heimavistinni því þetta skilar bæjarfélaginu gífurlega miklum tekjum og styrkir það. Við höfum gert áframhaldandi samning við skólann og munum halda áfram að byggja þetta upp í góðri samvinnu við hann. Samstarfið við skólann hefur alltaf gengið mjög vel og höfum við fundið mikinn velvilja frá öllum í okkar garð. Í skólanum höfum við gistirými fyrir 150 manns og eru fáir staðir í nágrenninu sem geta tekið jafn marga í gistingu. Við höfum verið að auka nýtinguna á hverju ári en höfum samt borð fyrir báru ennþá vegna okkar mikla framboðs. /PF Hótel Tindastóll í Lindargötu á Sauðárkróki, til vinstri er húsið Sólarborg. kyndlinum þegar Fosshótel Áning hætti og eru starfsmenn okkar hátt í 20 á sumrin. Það skipti gífurlega miklu máli að halda gistingu áfram hér í heimavistinni því þetta skilar bæjarfélaginu gífurlega miklum tekjum og styrkir það. Við höfum gert áframhaldandi samning við skólann og munum halda áfram að byggja þetta upp í góðri samvinnu við hann. Samstarfið við skólann hefur alltaf gengið mjög vel og höfum við fundið mikinn velvilja frá öllum í okkar garð. Í skólanum höfum við gistirými fyrir 150 manns og eru fáir staðir í nágrenninu sem geta tekið jafn marga í gistingu. Við höfum verið að auka nýtinguna á hverju ári en höfum samt borð fyrir báru ennþá vegna okkar mikla framboðs. /PF Gistiheimilið Mikligarður við Kirkjutorg á Sauðárkróki.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.