Feykir


Feykir - 24.04.2012, Qupperneq 21

Feykir - 24.04.2012, Qupperneq 21
16/2012 Feykir 21 Skarphéðins hf., en það pláss er í leigu eins og er. hentugt rými fyrir framleiðsluna er um 150 fermetrar. Ásbjörn sagði að menn renndu nokkuð blint í sjóinn hvað þetta kæmi til með að veita mikla atvinnu. Fleiri aðilar eru með samskonar framleiðslu í landinu, ein 3-4 fyrirtæki. Tvö fiskiræktarfyrirtæki hefja göngu sína - 100 þúsund gönguseiðum sleppt í vor Hlutafélag hefur verið stofnað um rekstur hafbeitarstöðvar í Fljótum. Hluthafar eru SÍS (35%) KS (15%), veiðifélagið Flóki (25%), Guðmund- ur Jónsson í Byko (15%) og Teitur Arnlaugsson (10%). Formaður veiðifélagsins Flóka, Örn Þórarinsson á Ökrum í Fljlótumtjáði Feyki að um 100 þúsund gönguseiðum yrði sleppt í vor. þetta er með stærri tilraunum af þessu tagi sem hér á landi hafa verið gerðar. Flestar jarðir í Haganeshreppi eiga land á vatnasvæði Flókadalsár. Binda bændur vonir við tilraunirnar og fyrirtækið, enda gefur ástand landbúnaðar nú tilefni til að reyndar séu nýjar leiðir. Þá er þess að geta að annað fyrirtæki er í uppsiglingu á Reykjarhóli í Haganeshreppi. Þar hafa þeir Guðmundur Jónsson og Teitur Arnlaugsson í hyggju að koma upp klakstöð með strandkvíaeldi og hugsanlega einnig hafbeit. Samspil verður væntanlega milli hinna tveggja fiskiræktarstöðva. Vonir standa til að Teitur fiskifræðingur flytji norður fljótlega. Sagði Örn á Ökrum að ekki væri farandi út í svona nokkuð nema hafa fagmann með í leiknum. Gamall Feykir Alltaf bjartsýni í atvinnuuppbyggingunni Vill stað fyrir orkufrekan iðnað Atvinnumálanefnd Blönduóss skorar á bæjarstjórn að tryggja það að við gerð svæðisskipulags fyrir Austur- Húnavatnssýslu verði gert ráð fyrir staðsetningu fyrirtækis í orkufrekum iðnaði í sýslunni. Á fundi nefndarinnar nýlega var rætt um möguleika Blöndu- óss og Austur-Húnavatns- sýslu til atvinnuuppbyggingar í tengslum við notkun á raforku, það er orkufreks iðnaðar. Að sögn Skúla Þórðarsonar bæjarstjóra á Blönduósi hefur þessari ósk atvinnumálanefndar verið komið til þeirrar nefndar sem vinnur nú að gerð svæðisskipulagsins. Aðspurður sagði Skúli að enginn sérstakur staður hefði verið nefndur til sögunnar, varðandi staðsetningu orkufreks iðnaðar á svæðinu og spurningin hvort það yrði gert af þeirri nefnd sem fjallar um skipulagið. Þá beinir atvinnumálanefndin einnig þeim tilmælum til bæjarstjórnar að leitað verði eftir samstarfi við Iðnvest um gerð „gátlista“ fyrir Blönduósbæ þar sem safnað yrði saman upplýsingum fyrir mögulega fjárfesta og atvinnustarfssemi. Farið að framleiða snjóbræðslurör og vatnslagnaefni á Króknum bráðlega Nokkrir einstaklingar á Sauð- árkróki hafa keypt vélar og framleiðslurétt fyrirtækisins Kópra-Plasts í Kópavogi og hyggjast stofna nýtt fyrirtæki um reksturinn á Sauða´rkróki. Undir vörumerkinu Kópra eru framleidd í dag plaströr til vatnslagna frá 16 upp í 32 milli- metra. Lang- mesta salan, eða um 90% af framleiðslunni, er í 25 mm snjóbræðslurörum. Aðaleigendur að nýja fyrir- tækinu eru þeir Ásbjörn Skarp- héðinsson, Björn Bjarnason og Jón Geirmundsson, en að auki eru nokkrir aðilar með smærri eignarhluti. „Við Björn verðum hér syðra líklega út þennan mánuð að vinna úr fimm og hálfu tonni hráefnis sem til var hérna á hafnarbakkanum. við stefnum síðan að flutningi vélanna norður þegar hentugt húsnæði fæst“, sagði Ásbjörn. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að starfsemin verði í hluta húss Oddvitinn Það var svo dimm hríðin að ekki sást milli augna. Feykir fyrir 10 árum Feykir fyrir 20 árum Feykir fyrir 30 árum ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Laufey og Jóhann kokka Hrefnukjöt við hvert tilefni RÉTTUR 1 Hversdagshrefna hrefnukjöt egg raspur krydd að eigin vali (t.d. salt, pipar, karrý) laukur AÐFERÐ Þessi réttur var býsna vinsæll á uppvaxtarárum Laufeyjar og er enn í góðu gildi. Kjötið er skorið í sneiðar og barið með buffhamri. Sneiðunum velt upp úr eggi og raspi með kryddi að eigin vali og þær steiktar á pönnu með lauk. Best að borða með soðnum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og rabba- berjasultu. Laufey Guðmundsdóttir og Jóhann Bjarnason eru búsett á Hólum í Hjaltadal ásamt þremur börnum sínum. Laufey er kirkjuvörður og meðhjálpari í Hóladómkirkju og Jóhann er aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann austan Vatna og organisti við Hóladómkirkju. Þau skora á biskupshjónin á Hólum, Margréti Sigtryggsdóttur og sr. Jón Aðalstein Baldvinsson að koma með næstu uppskrift. „Við höfum verið svo lánsöm í gegnum tíðina að fá gefins hrefnukjöt, þar sem pabbi minn var hrefnuveiðimaður. Það er mikill misskilningur að það sé lýsisbragð af hrefnu og það þurfi því að liggja í mjólk svo og svo lengi fyrir neyslu. Kjötið vill hinsvegar þrána að utan við mikla geymslu, en þá er nóg að skera aðeins utan af bitanum fyrir matreiðslu og kjötið er ljúffengt. Við eigum jafnan vel í frystikistunni af þessu holla og góða kjöti og höfum prófað að elda það á ýmsan máta. Því finnst okkur upplagt að hafa hér þrjá góða kosti af aðalrétti með hrefnukjöti sem hægt er að velja úr, og látum svo fylgja einn eftirlætis desert. Hrefnan er ekkert ósvipuð nautakjöti svo uppskriftirnar gætu jafnvel hentað með öðru kjöti, jafnvel hrossakjöti en líklegra er að Skagfirðingar og Húnvetningar búi að þannig kjötforða í sínum frystikistum.“ RÉTTUR 2 Sumarhrefna hrefnukjöt olía krydd (t.d. kjöt og grillkrydd, eða annað grillkrydd að eigin vali) AÐFERÐ Mjög gott er að grilla hrefnukjöt. Þá finnst okkur best að skera hana í u.þ.b. 2ja sm þykkar sneiðar og láta þær liggja í olíu og kryddi nokkra klukkutíma. Grillið skal vera mjög heitt þegar sneiðarnar eru lagðar á það og grillaðar u.þ.b. 1 ½ - 2 mín. á hvorri hlið, þá verður kjötið lungamjúkt og safaríkt, með smá rautt í miðjunni. Þessi réttur er bestur borinn fram með bökuðum kartöflum og smjöri, hráu grænmeti og köldum sósum eða bernessósu. RÉTTUR 3 Hátíðarhrefna 800 gr hrefnukjöt, skorið í þunnar sneiðar 4 msk hveiti 2 msk kjötkraftur í duftformi 2 tsk timjan 2 tsk paprika ½ tsk cayennepipar nýmalaður pipar salt 25 g smjör 2 msk olía 250 sveppir, skornir í sneiðar 2-3 gulrætur, skornar í sneiðar 2 ½ dl rjómi 50 g rjómaostur AÐFERÐ Þetta er svona spariréttur sem er ótrúlega góður. Ofninn er hitaður í 200°C. Hveiti, kjötkrafti og kryddi blandað saman og kjötinu velt upp úr blöndunni. Smjör og olía er brætt á pönnu, kjötið brúnað á báðum hliðum (ekki steikja lengi, það er ekki meiningin að nota það í skósóla). Kjötinu er raðað í eldfast mót. Sveppirnir eru þá settir á pönnuna og látnir malla smá stund og síðan er gulrótunum bætt út í. Rjómanum er þá hellt yfir og ef einhver afgangur er af hveitiblöndunni hef ég hrært það saman við. Þetta er svo soðið við vægan hita í nokkrar mín. Rjómaostinum er hrært saman við og svo er þessu hellt yfir hrefnuna og steikt í ofni í 15-20 mín. EFTIRRÉTTUR Kristínarklessa 2 egg 250 gr sykur 100 gr smjör 100 gr hveiti salt á hnífsoddi 1 tsk vanillusykur eða dropar 4 msk kakó AÐFERÐ Klesst súkkulaðiterta en nafnið er tilkomið þaðan sem við fengum uppskriftina, frá Kristínu systur Jóhanns. Þetta er afar vinsæl kaka á okkar heimili og auðvitað er ekkert nafn meira viðeigandi. Sláið eggin í sundur og hrærið sykri saman við, þeytið ekki í hrærivél. Bræðið smjörið og kælið aðeins. Hrærið hveiti, salti, vanillusykri/dropum, kakói og smjöri saman við eggin. Bakið í smurðu kökuformi (u.þ.b. 24 sm. í þvermál) í 175 °C heitum ofni í 30- 35 mínútur. Með kökunni er gott að bera fram ferska ávexti eða ber, vanilluís eða þeyttan rjóma. Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.