Feykir


Feykir - 24.04.2012, Side 22

Feykir - 24.04.2012, Side 22
22 Feykir 16/2012 Tveir tvöfaldir í Sæluviku Fjörugur og fyndinn farsi Leikfélag Sauðárkróks sýnir í Sæluviku leikritið Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney, í þýðingu Árna Ibsen. Leikstjóri er Ingdrid Jónsdóttir. Leikritið verður frumsýnt á opnunardegi Sæluvikunnar, þann 29. apríl næstkomandi í félagsheimilinu Bifröst. Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir er formaður LS. „Tveir tvöfaldir er fjörugur, hraður, skemmtilegur og fyndinn farsi eins og flest allir farsar sem Ray Cooney hefur skrifað. Um er að ræða farsa sem fjallar um alþingismanninn Orm Karlsson sem dvelur á hóteli með eiginkonu sinni Pálínu meðan þingið er að klárast. Eins og í öllum försum verður talsverður misskilningur sem gerir atburðarrásina töluvert flókna en þrælskemmtilega því óhætt er að segja að það fer ekki allt eins og það á að fara hjá Ormi þann tíma sem hann dvelur á hótelinu. Hreinn, Ástríður, Sjú-Lí, Þrúður, Þórður, María og Fjóla hótelstýra fléttast einnig inn í atburðarásina þar sem sumir eru hjálpsamir en aðrir gera allt til að gera Ormi lífið erfiðara.“ Alls taka níu leikarar þátt í sýning- unni en auk þeirra segir Sigurlaug að hópur fólks vinni hörðum höndum á bak við tjöldin. LS hefur sett upp tvær sýningar á ári um nokkurt skeið og segir hún það hafi gengið ótrúlega vel að fá fólk til að starfa með leikfélaginu. „LS er ríkt af áhugasömu og duglegu fólki sem hefur áhuga á leiklist og skemmtilegum félagskap. Þetta fólk er líka tilbúið að fórna tíma sínum og á þolinmóðar fjölskyldur. Auðvitað kemur það stundum upp að það þarf aðeins að hafa fyrir hlutunum og leita að fólki og oft fer leikritaval líka eftir því hvað margir gefa kost á sér hverju Málverkasýning í Safnahúsinu í Sæluviku Húmorinn aldrei langt undan Sossa, eða Margrét Soffía Björnsdóttir, verður með málverkasýningu í Safnahúsi Skagfirðinga á sunnudeginum kl. 17 í Sæluviku. Um er að ræða samsýningu undir yfirskriftinni „Stefnumót á Krók,“ en þar munu hún og Tolli leiða saman hesta sína í fyrsta sinn á Íslandi, en þau hafa áður sýnt saman í Danmörku. Þegar blaðamaður Feykis náði tali af Sossu var hún í óða önn að ganga frá myndum fyrir sýninguna. „Ég var að opna sýningu í Kaup- mannahöfn um helgina, en stoppaði stutt í þetta skiptið til að geta undirbúið sýninguna á Sæluvikunni,“ segir Sossa. „Þá tók ég með mér heim verk sem ég var búin vinna í Kaupmannahöfn vegna sýningarinnar.“ Sossa kemur á Sauðárkrók daginn fyrir sýningu og segist vera spennt yfir því að snúa aftur á Krókinn, þar sem hún bjó í tíu mjög góð ár, eins og hún lýsir því sjálf. „Það verður gaman að koma og rifja upp gamla tíma. Ég á sterkar rætur á Krókinn og marga góða vini, ég á því von á skemmtilegum endurfundum.“ Sossa flutti á Sauðárkrók frá Dan- mörku árið 1984 ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Jóni Arnbjörnssyni og tveimur börnum þeirra. Ólafur gegndi hlutverki aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskólann og Sossa starfaði sjálf sem kennari á nánast öllum skóla- stigum, nema kannski í leikskólanum, bætir hún við „Ég kenndi dönsku og myndmennt í grunnskólanum, svo kenndi ég líka í Fjölbraut og var oft með námskeið. Annars var það bara að vinna að listinni í gömlu Gránu“. Það er því ekki ólíklegt að nokkrir gamlir nemendur Sossu verði á meðal sýningargesta á Sæluvikunni. Sossa var firðinum ekki ókunnug áður en hún settist þar að því pabbi hennar sr. Björn Jónsson var Skagfirðingur og eyddi Sossa gjarnan sumrum í sveit á Grænumýri í Blönduhlíð þegar hún var stelpa. Bakgrunnurinn að forgrunni Sossa segir listhneigðina alltaf hafa blundað í henni en fyrsta sem hún á eftir sig er frá því hún var 5 ára gömul og hún hefur verið að mála allar götur síðan. Sossa segist sækja innblástur úr öllum áttum. „Ég er mjög upptekin af fólki, við hinar ýmsu athafnir. Smátt og smátt hef ég þó verið að færa mig út í landslag,“ útskýrir Sossa. „Ég málaði oft fígúrur í landslagi og það má segja að bakgrunnurinn hafi meira og meira orðið að forgrunni þegar fram liðu stundir,“ segir hún og hlær. „Ég er samt mikið að mála konurnar og vini mína – sennilega eru þessar konur allar sjálfsmyndir. Ég vil gjarnan hafa húmor í myndunum mínum og það má alveg hlægja að þeim. Það er alveg nóg af alvarleika í heiminum.“ Eftir nám við Myndlistaskólann gamla lærði Sossa grafík í Kaupmannahöfn á árunum 1979-1984, en eftir að hafa lokið meistaranámi í málun, í Ameríku árið 1990, hefur hún helgað sig olíunni og einkennast myndir hennar af mikilli litagleði. Sossa er með vinnustofu bæði á æskuslóðum sínum í Keflavík og í Kaupmannahöfn og vinnur jöfnum höndum hér og í Danmörku. „Ég sýni orðið svo mikið þar úti að það var orðið skynsamlegt að koma mér upp vinnustofu þar. Svo er þetta svo mikið batterí að flytja myndir á milli landa. Ég hef verið að sýna hjá sama galleríinu í Kaupmannahöfn frá 1993 og sýni þar árlega. Þar fyrir utan er ég með 3-4 sýningar í Danmörku.“ Sossa segist hafa sýnt lítið hér á landi síðustu árin. „Þetta er í raun fyrsta sýning mín á Íslandi í mörg ár. Ég var reyndar með eina litla sýningu hjá Jónasi Viðar á Akureyri árið 2009 og svo opna ég vinnustofu mína í Keflavík einu sinni á ári, en það er ekki eiginleg sýning.“ Sossa segist hlakka mikið til sýningarinnar með góðvini sínum Tolla. „Við eigum mjög vel saman en erum svo ólík í því sem við erum að gera. Þetta verður mjög spennandi samsetning,“ segir hún í lokin. /BÞ sinni,“ segir Sigurlaug og bætir við að leikhópurinn bíði spenntur eftir að ennþá meira líf myndist í Bifröst. „Við bíðum spennt eftir að salurinn fyllist af fólki og að við getum deilt afrakstri sex vikna vinnutímabili með ykkur áhorfandi góður. Bestu þakkir færi ég til leikstjóra og leikhópsins fyrir skemmtilegt leiktímabil. Fjöl- skyldur leikhópsins fá þakkir fyrir þolinmæði á meðan á leiktímabilinu stendur, styrktaraðilar fyrir stuðning- inn og þú áhorfandi góður fyrir að vera þátttakandi í að hægt sé að halda uppi góðu leiklistarlífi í firðinum. Sjáumst á Tveir tvöfaldir í Bifröst.“ /PF Sossa. Mynd: Oddgeir Karlsson Leikhópur Leikfélags Sauðárkróks vorið 2012. Mynd: Siva

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.