Feykir


Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 18/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Unga fólkið og Sæluvikan Nú eru framkvæmdir komnar á fullt skrið við verslun KS á Hofsósi sem skemmdist mikið í eldsvoða á síðasta ári. Hefur verslunin síðan þá verið starfrækt í bráðabirgða- húsnæði hjá Björgunar- sveitinni á staðnum. Samkvæmt heimildum Feykis er stefnt á að opna KS verslunina á ný í endurbættu húsnæði í júní. /PF Verslun KS á Hofsósi Opnar í júní Þá er Sæluvika Skagfirðinga öll þetta árið og stóð hún vel undir nafni sem lista- og menningarhátíð. Margt var í boði fyrir menningarþyrsta sem gátu sótt hvern viðburðinn af öðrum og öll skilningarvit fengu að njóta. Vel flestir atburðir Sæluvikunnar eru styrktir af Menningarráði SSNV á einhvern hátt og er það vel, því vel má ímynda sér að eitthvað minna væri gert ef svo væri ekki. Fjölbreytileiki atburða var mikill fyrir flesta aldurshópa en ég saknaði þess þó, eins og stundum áður, að eitthvað yrði gert fyrir unglingana. Nú var ekkert bíó í Bifröst og enginn dansleikur fyrir þá sem ekki hafa náð 18 ára aldri og engin var sýningin sem átti að höfða sérstaklega til unga fólksins. Þetta þarf að laga fyrir næstu Sæluviku svo hún fái fullt hús stiga. Páll Friðriksson ritstjóri Frestur til þess að bjóða í Gljúfurá í Húnavatnssýslu árin 2013 til og með 2016 rann út 30. apríl sl. Samkvæmt heimildum veiðivefsins Vötn og veiði var Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár með hæsta tilboðið. Það var Húni.is sem greindi frá. Gljúfurá er tveggja stanga fluguveiðiá með veiðitíma frá 1. júlí til 20. september. Áin hefur gefið að jafnaði frá um 70 löxum upp í nokkuð á annað hundrað á sumri og oftast er drjúg sjóbleikjuveiði í bland, neðst í ánni. /Húni.is Veiði í Gljúfurá Pétur með hæsta tilboð Frambjóðendur til vígslubiskupsembættis- ins að Hólum eru orðnir þrír en sl. föstudag tók kjörstjórn á móti fram- boðstilkynningu sr. Gunnlaugs Garðarssonar sóknarprests í Glerár- prestakalli á Akureyri. Frambjóðendum mun ekki fjölga frekar, samkvæmt tilkynningu frá Þjóðkirkj- unni, þar sem gert er ráð fyrir að allur póstur stimplaður á lokadegi umsóknarfrests, 30. apríl, hafi borist kjörstjórn. Frambjóðendurnir eru þá þrír: Sr. Gunnlaugur Garðars- son, sr. Kristján Björnsson og sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. /BÞ Frambjóðendur til vígslubiskups á Hólum Orðnir þrír Gott skrið á undirbúningi Nýr veitinga- og bensínsöluskáli í Miðfirði Gott skrið er á undirbúningi fyrir skála með veitinga- og bensínsölu í landi Melstaðar í Miðfirði. Skálinn verður í flokki hjá þeim sem kallaður er Stöðin en samkvæmt Leó Erni Þorleifssyni, oddvita sveitarstjórnar Húnaþings vestra, er verið að byggja samskonar skála í Borgarnesi. Húnaþing vestra verður síðan næst á dagskrá. Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 2. maí sl. var samþykkt tillaga um breytta notkun landspildunnar. „Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að sú 12.000 m2 lóð sem fyrirhugað er að stofna út úr landi Melstaðar, landnr. 144137, undir veitinga- sölu, verslun, þjónustu og eldsneytisafgreiðslu, skv. upp- dráttum með fyrirhuguðum skipulagsbreytingum, verði leyst úr landbúnaðarnotum.“ Skeljungur hefur þegar gert leigusamning við Kirkjuna um leigu á spildunni og umboð frá Kirkjumálasjóði var lagt fram við umsókn Skeljungs hf. um stofnun þjónustulóðarinnar í síðasta fundi skipulags- og umhverfisráðs Húnaþings vestra þann 3. maí sl. Um- sóknin samþykkt og hlaut hún nýtt landnúmer. /BÞ Manstu gamla daga 3 Skemmtun í tali og tónum Félag harmónikuunnenda í Skagafirði, FHS, leggur nú af stað í þriðja sinn með dagskrána Manstu gamla daga. Upphaflega var hugmyndin sú að setja upp þessa dagskrá eitt ár og var þá fjallað um árið 1960 en tónlist þess árs höfðaði sterkt til hljómsveitar- meðlima. Móttökur og áhugi sýningargesta var þó slíkur að rétt þótti að endurtaka leikinn ári síðar. Nú voru móttökurnar enn betri og var því afráðið að setja upp dagskrána þriðja árið í röð. Að þessu sinni er fjallað um árin 1965 og 1966 og rifjaðar upp fréttir og sögur úr héraði sem lýsa tíðarandanum ásamt því að flytja vinsæl dægurlög, íslensk og erlend, sem hljómuðu á gömlu Gufunni á þessum árum. Björn Björnsson hefur verið sögumaður á þessum sýningum og verður það einnig nú. Hljómsveit félagsins er skipuð eftirtöldum hljóðfæra- leikurum: Aðalsteinn Ísfjörð, Guðmundur Ragnarsson, Jón Gíslason, Kristján Þór Hansen, Sigfús Benediktsson og Rögn- valdur Valbergsson. Söngvarar að þessu sinni eru: Dagbjört Jóhannesdóttir og Róbert Óttarsson. Aðgangseyrir kr. 2.000.- Miða-pantanir í símum: 453 5304, 891 6120, 868 1875. Ath. kort ekki tekin. /PF Fjöldi á strandveiðum Norðurland vestra Mikill fjöldi umsókna hefur borist Fiskistofu um strand- veiðileyfi en að morgni 2. maí, fyrsta degi strandveiða, höfðu alls verið gefin út 464 strandveiðileyfi yfir landið. Segir á vef Fiskistofu að al- gengt sé að grásleppuveiði- menn komi til strandveiða eftir að grásleppuveiðum þeirra lýkur. Á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst er heimilt að veiða á handfæri allt að 8.600 lestir af óslægðum botnfiski á strand- veiðum og reiknast sá afli ekki til aflamarks eða krókaafla- marks þeirra fiskiskipa sem stunda veiðarnar. Strandveiðileyfi skiptast þannig að á svæði A: Eyja- og Miklaholtshreppur til Súða- víkurhrepps eru 215 leyfi en í hlut þess koma 715 tonn í maí, 858 tonn í júní, 858 tonn í júlí og 429 tonn í ágúst. Svæði B: Strandabyggð til Grýtubakka- hrepps eru 64 leyfi með 509 tonn í maí, 611 tonn í júní, 611 tonn í júlí og 305 tonn í ágúst. Svæði C: Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps eru 70 leyfi og 551 tonn í maí, 661 tonn í júní, 661 tonn í júlí og 331 tonn í ágúst og svæði D: Sveitarfélagið Hornafjörður til Borgarbyggðar eru 115 leyfi og í hlut þess koma 600 tonn í maí, 525 tonn í júní, 225 tonn í júlí og 150 tonn í ágúst. Fái fiskiskip leyfi til strand- veiða, falla úr gildi önnur veiðileyfi sem skipið kann að hafa innan íslenskrar lögsögu. Þó getur fiskiskip ekki stundað strandveiðar ef flutt hefur verið meira aflamark, í þorskígildum talið, frá skipi en flutt hefur verið til þess. /PF Bátur sjósettur sl. þriðjudagskvöl á Sauðárkróki. Ósverk fær verkið Kvennaskólinn á Blönduósi Tilboð vegna jarðvegsskipta við lóð Kvennaskólans á Blönduósi voru opnuð á skrifstofu Blönduósbæjar í upphafi vikunnar. Alls buðu fimm aðilar í verkið og var það Ósverk ehf. sem var með lægsta tilboðið, samkvæmt heimildum Húna.is. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 2.649.000 en tilboð Ósverks hljóðaði upp á kr. 1.510.550 og því 57% af kostnaðaráætluninni. Samið verður við Ósverk um verkið og munu framkvæmdir hefjast á næstu dögum. Tilboðin voru eftirfarandi: Ósverk ehf. kr. 1.510.550. Júlíus Líndal ehf. kr. 2.223.250. Sorphreinsun VH ehf. kr. 2.355.978. Norðurtak ehf. kr. 2.677.500. Vinnuvélar Símonar ehf. kr. 3.998.750. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.