Feykir


Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 18/2012 Nú er sumartími kominn á dagatalið og vonandi fer náttúrufarið að verða sem fyrst í fullum samhljómi við það. Alltaf er eitthvað að gerast í heiminum og líka þessu litla horni af honum sem Ísland er. Um tíma virtust víst sumir halda að landið okkar litla væri sjálft höfuðból veraldar og stórasta land í heimi, en í ljós kom að hér hafði bara verið komið upp enn einni kauphöll Kölska. Fyrir hennar tilverknað og hans fór um- skiptingarúlletta glóruleysisins af stað með þeim afleiðingum að það ranga var skilgreint rétt. Kerfiseftirlit samtryggingar um svínarí sá svo um að þjóna sjálfu sér og engu öðru og því fór sem fór. Þeir sem engar byrðar báru bjuggu hér við mestan auð. Þjóðarhjartað hjuggu og skáru, hirtu af fólki daglegt brauð. Sátu að nægta breiðum borðum, blésu að hverri eiturglóð. Settu allt úr sæmdarskorðum, sviku bæði land og þjóð ! Þannig hefur líklega staðan verið þegar Enginn Allrason orti eftirfarandi ástandsvísu, trúlega einmitt um það leyti þegar Hrunadansinn hófst og kauphöll fjandans sökk í eigið soradíki : Verri eins og vitað er, votta flestra þankar, eru þjófum öllum hér, yfirvöld og bankar ! Um síðustu áramót mátti segja í ljósi atburða hérlendis: Þrýst var á og þokað málum þar sem Jón var höfuðfórnin. Í þann gjörning gekk á nálum Grákollu og Skalla stjórnin ! En þó að manni eða mönnum sé fórnað í pólitískum hráskinnaleik er það ekkert nýtt, hvorki á Fróni né annarsstaðar í þessum heimi. Það er líka algengt, ekki síst í pólitík, að fylgja þeim leiðarorðum að heiðra beri skálkinn svo hann skaði ekki. Þess vegna ganga trúlega svo margir um orðum prýddir. Það eru því flestir þannig lagað með skálkaorður, en slíku dinglumdangli hlýtur að fylgja nokkuð takmarkaður heiður, svo ekki sé meira sagt : Yfir markið oft er skotið, ýmis viðmið teygð og skekkt. Það hefur margur hundur hlotið heiður út á fylgispekt ! Og svo er það fífldirfskan sem fylgir mörgum og tekur stundum svo afgerandi völdin í hugsanagangi manna að glóra fyrirfinnst engin. Ósyndir með ákefð stóra, ýmsir fjarri hjálpartaug, steypa sér í stuði óra stöðugt út í djúpa laug ! En svo eru líka til, sem betur fer, ýmis dæmi atburðarásar sem sýna dómgreind í lagi. Dæmi þar sem róleg yfirvegun hefur ráðin og metur aðstæður þannig að best sé að halda kyrru fyrir, að bíða færis og sýna þolinmæði, en ana ekki áfram í ófæru. Eitt sinn gerði ofsabyl, engir vegi greindu. Ekki gekk þá allt í vil eins og margir reyndu. Sat í þrauta þvarginu þá sem foli heftur, einn í bíl á bjarginu, Baldi hríðartepptur ! En heim komst kappinn á heilum vagni – vegna þess að dómgreindin réði. Oft eru minningar liðinna ára drjúgt veganesti okkar mannanna. Það er mörgum hughreysting og efling í núinu, að horfa til baka og rifja upp ánægju og sigurstundir fyrri ára og segja eins og fjallakappinn hans Tómasar „Sjáið tindinn. Þarna fór ég !” Ánægjulegt er í því sambandi að sjá fallegar birtingarmyndir gamalla atburða, eiginlega sama hversu oft þær bera fyrir augu. Um slíkt mætti kveða : Í blöðunum oft er opnuð sýn á atburði er forðum glöddu. Og víst er hún alltaf flott og fín fermingarmyndin af Döddu ! Og sí og æ virðist eitthvað vera að gerast sem krefst skjótra viðbragða, krefst þess að til staðar séu á örlagastundum einstaklingar sem geta tekið þannig á málum af snarræði og dug, að það skilji á milli lífs og dauða. En það getur hinsvegar oft tekið á að skilja þar á milli. Aflraun marga ári sára ýmsir knáir heyja sér. Fús til bjargar Kári Kára kaus í á að fleygja sér ! Hetjur hversdagslífsins eru víða á ferð og það ber að þakka. Vonandi verður sumarið 2012 hlýlegra og heillabetra fyrir mannlífið í landinu en sumar síðasta árs. Og sú er óskin efst í huga mínum, að þjóðin megi styrkjast að einingu og halda fullu sjálfstæði sínu um ókomna tíð. Enginn beri ok um háls, alla sundrung gröfum. Ísland verði áfram frjáls eyja í norðurhöfum. Rúnar Kristjánsson Hugarspuni í Hörpubyrjun FRÁ LESENDUM RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFAR Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smá AUGLÝSINGAR Óska eftir íbúð Óska eftir þriggja herbergja íbúð sem fyrst eða fyrir 1. júní. Skilvísum greiðslum heitið. Beata 857-0067 / Óli 845-7053 Karlakór Sauðárkróks árið 1981. Efsta röð frá vinstri: Gísli Pétursson, Ingimar Pálsson, Vigfús Hauksson, Kári Sveinsson, Jón Gunnlaugsson, Bragi Hrólfsson og Gísli Kristjánsson. Mið röð frá vinstri: Björn Jóhannsson, Sverrir Svavarsson, Magnús Sigfússon, Björgvin Magnússon, Pétur Pétursson, Þórhallur Þorvaldsson, Valgeir Þorvaldsson og Guðmundur Ó. Guðmundsson. Neðsta röð frá vinstri: Ingimar Jóhannsson, Sigurður Hansen, Jóhann Már Jóhannsson, Hilmar Sverrisson söngstjóri, Stefán Gíslason undirleikari, Hjörleifur Sturlaugsson, Jósep Sigfússon og Árni Gunnarsson. Leiðrétting Eitt nafn vantaði Í umfjöllun um Karlakór Sauðárkróks, sem birt var í síðasta tölublaði, urðu þau leiðu mistök að nafn eins kórfélaga, Hjörleifs Sturlaugssonar, vantaði í myndatexta og því var ákveðið að birta myndina á ný. Auglýsing um grenndarkynningar vegna hitaveitupípu á Blönduósi Bæjarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum 8.maí 2012 að grenndarkynna vegna framkvæmda við hitaveitupípu innan þéttbýlisins á Blönduósi í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hitaveitupípan er niðurgrafinn og liggur samhliða núverandi lögn frá Reykjum að Blönduósbrú og þaðan meðfram götum og um raskað land. Hluti lagnarinnar er innan deiliskipulags íbúðabyggðar við Skúlabraut, Smárabraut og Sunnubraut og verður samhliða grenndarkynnt breyting á því deiliskipulagi. Grenndarkynningargögn, uppdrættir með greinargerð, verða til sýnis hjá byggingarfulltrúanum á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33 - 540 Blönduósi og á heimasíðunni www.blonduos.is frá 12. maí 2012 til 11. júní 2012. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við grenndarkynningarnar á skrifstofu Blönduósbæjar fyrir 11.júní 2012 og skulu þær vera skriflegar. Bæjarstjóri Blönduósbæjar Blönduósbær Framkvæmdastjóri Þekkingarseturs á Blönduósi Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Heimilis- iðnaðarsafnið ses.,Textílsetur Íslands ses., Laxasetur Íslands ehf., Háskólinn á Hólum, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Landsvirkjun og Farskólinn – Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hafa stofn- að Þekkingarsetur sem hefur það að mark- miði að stuðla að aukinni þekkingu og fjöl- breytni atvinnulífs í Austur-Húnavatnssýslu með fræðslustarfi, eflingu háskólamennt- unar, vísindarannsóknum og nýsköpun á sviðiTextíls, Hafís/ Strandmenningar og Lax- fiska. Óskað er eftir starfsmanni í 50% starf fram- kvæmdastjóra setursins. Starfið er staðsett á Blönduósi. Helstu verkefni: daglegur rekstur setursins og samræming sta fseminnar hafa frumkvæði að stefnumótun í samráði við stjórn samskipti við stjórn og samstarfsaðila skipulagning og stjórnun viðburða á vegum þekkingarsetursins afla fjármagns til reksturs og verkefna se- tursins tengiliður/fulltrúi setursins vegna þróunar rannsóknarverkefna tengd áhersluþáttum setursins samskipti við fyrirtæki og stofnanir á starfssvæði setursins Hæfnikröfur: reynsla af stjórnun og rekstri framhaldsmenntun á háskólastigi æskileg ríkir samstarfshæfileikar og hæfni til að leiða saman ólíka hópa fólks góð tungumálakunnátta Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2012. Umsóknir skulu sendar á netfangið arnar@blonduos.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.