Feykir


Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 18/2012 Aðgengi fyrir alla Málstofa á vegum Sjálfsbjargar í Skagafirði Harpa Cilia Ingólfsdóttir byggingafræðingur og ferlihönnuður frá Aðgengi ehf. var fengin til að ræða um bætt aðgengi fatlaðs fólks á málstofu sem Félag Sjálfsbjargar í Skagafirði stóð fyrir á dögunum. Fjölmargir lögðu leið sína í Hús frítímans á Sauðárkróki til að fræðast um málefnið og hina nýju byggingarreglugerð sem sögð er vera bylting hvað varðar grundvallarmannréttindi fatlaðra. „Nýja byggingarreglugerðin markar tímamót í mannrétt- indum,“ segir Harpa en bætir við að það sé reyndar ekkert nýtt að byggingar ætlaðar almenningi eigi að vera aðgengilegar öllum, heldur var það bara ekki nægjanlega skýrt í eldri reglugerðinni. „Það virðist þurfa að taka hvert atriði, greina það og búa til útskýringar og leiðbeiningar til þess að tekið sé tillit til allra þátta. En við höfum verið að byggja þetta upp hægt og hægt.“ Hún bendir á að bein tengsl séu milli Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem var undirritaður fyrir hönd Íslands árið 2007, og Mannvirkja- laganna frá 2010, sem skilaði sér síðan beint í nýju byggingar- reglugerðina nr. 112/2012. „Með þessum nýju lögum og reglugerð erum við að nálgast hin Norðurlöndin í lágmarks- kröfum um aðgengi fyrir alla,“ segir Harpa en ein stærsta breytingin í reglugerðinni segir hún vera að algild hönnun gildir einnig fyrir öll íbúðarhús, önnur en einbýli, rað- og parhús og efri hæð í tveggja hæða blokkum. „Við megum vera stolt af því að taka þátt í þessu ferli og ég er sannfærð um að eftir nokkur ár lítum við til baka og hugsum: Hvernig datt okkur í hug að byggja svona óaðgengileg hús þarna í denn.“ „Ég hef fulla trú á því að í framtíðinni muni allir geta gengið að því sem vísu að það geti komist inn og um bygg- ingar sem bjóða upp á þjónustu fyrir almenning. Það á við um alla þjónustu hvort sem það er tengt ríki, sveitarfélögum eða einkageiranum.“ Dreymir um að sjá fólk flykkjast til kirkju Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir í framboði til vígslubiskups á Hólum Kjör til vígslubiskups- embættisins að Hólum fer fram um miðjan mánuðinn. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprestur á Möðru- völlum í Hörgárdal er ein af þeim sem gefur kost á sér til embættisins en hún hefur verið á ferðalagi um landið undanfarnar vikur. Blaða- maður Feykis hitti Solveigu Láru þegar hún átti leið um Skagafjörð á dögunum og spurði hana út í ævistarfið og draumsýn hennar fyrir Þjóðkirkjuna. „Ég er búin að starfa sem prestur í kirkjunni í 29 ár og nú langar mig að víkka út þjónustu mína fyrir kirkjuna,“ segir Solveig aðspurð um framboð hennar. Hún starfaði sem prestur í Reykjavík og Sel- tjarnarnesi í 17 ár áður en hún tók við Möðruvallaprestakalli fyrir 12 árum síðan og segir að þessi starfsreynsla hennar í borg og í sveit myndi nýtast henni vel í að þjóna vígslu- biskupsembættinu á Hólum. „Nú er að koma upp skemmtilegt tækifæri til að breyta verkaskiptingunni innan kirkjunnar og þá koma fram ýmis ný sóknartækifæri,“ segir Solveig Lára og vísar til þeirrar miklu endurnýjunar sem á sér nú stað innan Þjóð- kirkjunnar þegar þrír nýir biskupar taka við embætti, þ.e. vígslubiskup á Hólum og á Skálholti, og biskup Íslands. „Ég myndi gjarnan vilja flytja ákveðin verkefni sem unnin eru á Biskupsstofu í Reykjavík aftur á gömlu bisk-upsstólana, þannig að starfið í stiftunum eflist og styrkist,“ segir hún og tekur sem dæmi að hún telur að fræðslumálin væru vel geymd í höndum biskupsins á Hólum. „Ég sé einnig fyrir mér að Hólar gætu hentað vel sem nokkurskonar miðstöð fyrir starfsfólk kirkjunnar. Þar gætu þau sótt fræðslu og þjálfun til að undirbúa þau undir hið mikla sjálfboðastarf sem þau hafa fyrir höndum,“ útskýrir Solveig Lára en hún segist leggja megináherslu á að hlúa vel að starfsfólki kirkjunnar og fjölskyldum þeirra, sem og sóknarnefndunum. Sem fyrr segir hefur Solveig Lára verið á ferðalagi en hún hefur verið að heimsækja sóknarnefndarformenn vítt og breitt um landið. Þá hefur hún farið um alla Austfirðina, Norðausturland, Eyjafjörðinn og var stödd í Skagafirði í síðustu viku. Í þessari viku heimsækir hún sóknarnefnd- arformenn í Húnavatnssýsl- unum. „Það hefur verið meiriháttar tækifæri fyrir mig að hitta allt þetta fólk og fá að skoða aðstæður á hverjum stað fyrir sig,“ segir Solveig Lára. Ferðalagið segir hún vera frábært veganesti fyrir hana yrði hún kjörin í embættið, bæði vegna þess að þá þekkir hún til fólks og aðbúnaðar í kirkjum af eigin raun. „Líka vegna þess að þá veit fólk sem hefur hitt mig að ég er af holdi og blóði og að þau geti leitað til mín,“ bætir hún við. Solveig Lára segist lengi hafa fundið þessa köllun hjá sér og að hún sé reiðubúin að takast á við starfið. „Ég á mér draum að sjá fólk flykkjast brosandi til kirkju, syngja og klappa, og fara heim til sín aftur fyllt af gleði yfir því að Guð elskar það og er með því í öllu sem það tekur sér fyrir hendur.“ Solveig Lára hvetur fólk til að skoða heimasíðu sína sem er á slóðinni: www.solveiglara.net /BÞ Bætt aðgengi á einfaldan hátt Það er í mörg horn að líta þegar kemur að bættu aðgengi, eins og kom fram í málstofunni, en samkvæmt Hörpu geta hags- munir fatlaðs fólks jafnframt skarast á. „Það þarf einnig að hafa í huga að aðgengi fyrir alla er ekki bara hjólastólaaðgengi heldur þarf að taka tillit til göngu- og handaskertra, blindra og sjónskertra, heyrn- arskertra, astma- og ofnæmis, þroskahömlunar og lestrarörð- ugleika,“ segir hún og tekur úrtektir á gangstéttum sem dæmi. „Hjólastólanotendur vilja ekki hafa neinar brúnir á meðan þeir sem nota blindra- stafi verða að hafa einhvers- konar afmörkun til að vita hvar gangstétt endar og gatan byrjar.“ Harpa segir umfang aðgengismála oft koma fólki á óvart og þörfin á að taka tillit til miklu stærri hóps en bara hjólastólanotenda. Harpa bendir á nokkur atriði sem brýnt er að hafa í huga. Hvað varðar aðgengi að byggingum er til dæmis nauðsynlegt að hægt sé að komast frá bílastæðunum upp á gangstéttir á hjólastól og þaðan að aðalinngöngum. Einnig þarf að huga að um- ferðarleiðum innanhúss; hvort hægt sé að komast um alla hæðina og á milli hæða. Auk þess verður að vera aðgengileg snyrting. Oft er hægt að bæta aðgengi á einfaldan og kostnaðarlítinn hátt og þá segir Harpa m.a. hægt að afmarka bílastæði, gera fláa upp á gangstéttir og fjarlægja þröskulda. „Þá er oft hægt að bæta neðan á útidyrahurðir í stað þess að skipta um hurðarfleka. Einnig er oft nóg að setja felliþröskuld í staðin en mikilvægt er að setja fægilista eða fláa, ef ekki er hægt að fjarlægja þröskulda,“ útskýrir hún. Hvað varðar aðgengi að snyrtingum segir hún oft vera nægjanlegt að snúa hurðum inn á snyrtingar, til að ná rýmisþörf hjóla- stólanotenda. Jafnframt finnst mörgum nauðsynlegt að hafa armstoðir við salerni. Loks bendir hún á nauðsynlegt sé að hafa augun opin fyrir ýmsum hlutum sem geta verið á gangvegi fólks, t.d. dæmis staurar, skilti, húsgögn, blómaker og þess háttar, en slíkir hlutir geta verið hættuleg blindum og sjónskertum. Hægt er að fræðast nánar um málið á heimasíðu Aðgengis á slóðinni: www. gottadgengi.is /BÞ Góð aðsókn var að málstofu um bætt aðgengi fyrir fatlað fólk.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.