Feykir


Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 11
18/2012 Feykir 11 Feykir spyr... Hvað gerðir þú skemmtilegt í vetur? [ spurt Sólgarðaskóla í Fljótum ] KONRÁÐ JÓNSSON -Vera í snjónum og líka gaman þegar lömbin koma. EGILL RÚNAR HALLDÓRSSON -Fara í bústað og þegar jólafríið var og jólin. SKARPHÉÐINN JÓNSSON -Fór upp á heiði að renna mér á sleða og bretti. ÓFEIGUR NÚMI HALLDÓRSSON -Mjög margt t.d. fara í bústað og renna mér á sleða og skautum.Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilið að heyra einn góðann! Spakmæli vikunnar Hve blásnautt er hjarta sem einskis saknar. - Einar Benediktsson Snæhjörtur Oddólfur varð landsfrægur þegar hann greip gæsina. Gæsin hefði nú frekar kosið að hitta Stegg. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Tom Cruise átti í miklum námserfiðleikum í skóla vegna lesblindu. Stafirnir á blaðsíðunni urðu að merkingarlausu skrýtnu kroti þegar hann reyndi að lesa. Þá fer hinn heimsfrægi þáttastjórnandi Jay Leno aldrei dult með lesblindu sína. Sudoku Hláturinn lengir lífið Leiklist :: Guðrún Brynleifsdóttir skrifar 1. maí 2012 Tveir tvöfaldir Leikfélag Sauðárkróks Leikstjóri: Ingrid Jónsdóttir Í upphafi Sæluviku 29. apríl frumsýndi Leikfélag Sauðár- króks leikverkið Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney, í þýðingu Árna Ibsen. Ingrid Jónsdóttir leikstýrði verkinu og er einnig hönnuður sviðsmyndar. Hönnun lýsingar var í höndum Guðbrandar Ægis Ásbjörnssonar. Tveir tvöfaldir var frumflutt af Þjóðleikhúsinu árið 1998 og naut talsverða vinsælda. Ray Cooney er einn þekktasti farsahöfundur sam- tímans en Leikfélag Sauðárkróks hefur sett upp fjögur leikrit eftir höfundinn. Tveir tvöfaldir, Með vífið í lúkunum, Viltu finna milljón og Eltu mig, félagi. Leikritið Tveir tvöfaldir er fjörugur, skemmtilegur og fynd- inn farsi sem segir frá alþingis- manninum Ormi Karlssyni og aðstoðarmanni hans Hreini Lúðvík Bjarnasyni. Ormur dvelur á hótel Höll með Pálínu eiginkonu sinni og skipuleggur leynilegan ástarfund með viðhaldi sínu á sama hóteli. Hreinn aðstoðar- maður hans fær það hlutverk að panta annað hótelherbergi fyrir voru ekki nægilega skýrmæltir, eins og þeir væru aðeins of mikið að flýta sér. Leikmyndin var eins og í venjulegum farsa margar hurðir til að skella og því ekkert út á það að setja. Liturinn á hurðum var bjartur og góð andstæða við svörtu tjöldin. Það var gaman að sjá hvernig notast var við það sem áður voru svartir veggir en voru síðan fjarlægðir og svart holrími myndaðist sem var síðan lýst upp þegar sýnd voru atvik sem áttu sér stað fyrir utan hótelherbergin. Auk þess er líka alltaf skemmtilegt þegar að leikstjórar velja þá leið að nýta meira en sviðið sem sýningarstað, þegar að maður þarf að sveigja hausinn í aðrar áttir til að sjá leikarana. Leikmunum var haldið í lág- marki en það sem notast var við var allt í stíl eins og er á flestum hótelum. Í heildina voru förðun og búningaval til fyrirmyndar þó að hugsanlega hefði mátt samhæfa klæðnað alþingismanns og eiginkonu, hafa þann klæðnað í stíl. Tveir tvöfaldir er frábært skemmtun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Með hverri sýningu munu leikararnir ná ennþá meiri hraða og sýningin stefnir í að verða enn betri. Leikarar og aðrir starfsmenn Leikfélags Sauðárkróks eiga hrós skilið fyrir glæsilega og skemmtilega sýningu. Til hamingju Leikfélag Sauðárkróks. /GB Orm á öðru nafni. Plön Orms fara verulega úr böndunum og flækjustigið verður mikið. Með helstu hlutverk fara Guðbrandur J. Guðbrandsson, Sonja Hafsteinsdóttir og Árni Jónsson. Öll stóðu þau sig frábærlega en það er ekki annað hægt en að hrósa Árna Jónssyni sérstaklega en hann átti stórleik og var sannarlega í sínu besta hlutverki til þessa. Guðný H. Axelsdóttir, Árni Rúnar Guðmundsson, Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, Agnes Skúladóttir, Bergþór Smári Pálmason og Sigríður Ásta Svans- dóttir fóru með smærri hlutverk í sýningunni og stóðu sig öll með prýði og óhætt er að segja að það hafi verið mikill leikur í þeim. Allir leikararnir héldu takti og voru samtaka, innkomur voru góðar þannig að flæðið í sýningunni var þétt og gott. Leikararnir héldu allir karakter allan tímann og voru mjög trúverðug í sínum hlutverkum. Líkamsbeiting og svipbrigði voru oft á tíðum sprenghlægileg. Ingrid hefur svo sannarlega náð að virkja alla leikarana þannig að leikgleðin skein frá þeim og þau skiluðu verkinu vel frá sér. Þessi leikgleði smitaðist til áhorfandanna, sem skemmtu sér konunglega með tilheyrandi hlátri. En það mátti sjá mörg brosandi andlit þegar áhorfendur gengu út eftir sýninguna. Það er mikill hraði í sýning- unni og það kom fyrir að leikarar Leikurum Leikfélags Sauðárkróks fagnað að lokinni sýningu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.