Feykir


Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 18/2012 Ferðasaga Kristrúnar Kristjánsdóttur frá Melstað í Miðfirði Með penna í farteskinu V Kristrún Kristjánsdóttir er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni Lóu Dís Másdóttur. Undanfarnar vikur hefur hún deilt upplifun sinni af ævintýrum þeirra á leiðinni austur á bóginn. Ferðalagið hófst þann 15. febrúar með stuttu stoppi í Kaupmannahöfn , þaðan var haldið til Dubai og nú eru stöllurnar í Balí. - - - - Þann 14. mars ákváðum við að fara út að skoða Ubud almennilega. Við lásum um staðinn og vorum með bókina „Borða, biðja, elska“ en í henni er talað mikið um þennan stað. Við byrjuðum á því að fara í apaskóginn sem er þarna í útjaðri bæjarins, áður en við gengum inn keyptum við nokkra banana til að gefa þeim. Við bjuggumst við að sjá kannski nokkra apa en um leið og við gengum inn sáum við að það voru apar alls staðar. Þegar þeir sáu bananana þyrptust þeir að okkur, toguðu í kjólana okkar og þegar það virkaði ekki hoppuðu þeir bara upp á okkur, rifu af okkur bananana og hlupu í burtu sigri hrósandi. Það var mjög gaman að labba um og fylgjast með þeim í svona mikilli nálægð, þarna sáum við pínkulítil apabörn sem léku sér og hoppuðu og skoppuðu útum allt, feita gamla apa sem hreyfðu sig varla og svo voru auðvitað margir að tína lýs úr rassinum á hvorum öðrum. Við vorum nú samt smá hræddar við þessa litlu klikkhausa. Eftir apaskóginn fundum við besta kaffihúsið í bænum þar sem við fengum okkur ís og ginger-te. Við röltum um og sáum allskyns búðir, allskonar furðuhluti skorna úr tré, fullt af fallegum blómum og heilan helling af litlum blómakörfum á jörðunni sem gefin voru til Búdda. Þegar við komum á hótelið aftur fórum við í móttökuna og spurðum hvort það væri einhver töfralæknir sem við gætum fengið að hitta, því mig langaði svo að vita hvort þeir gætu gefið einhver ráð við brunanum, því hann var ennþá mjög slæmur. Okkur var sagt að Ketut Liyer, sem var í kvikmyndinni „Borða, biðja, elska“ (e. Eat, Pray, Love – gerð eftir samnefndri bók) væri enn á lífi og orðin 99 ára gamall. Við hittum þennan yndislega gamla mann og spjölluðum aðeins við hann. En það var þó stutt því við komum fremur seint og hann var orðinn mjög þreyttur eftir að taka á móti heilan helling túristum. Það er svolítið merkilegt nafnakerfi í Balí, eins og nafnið Ketut þýðir „sá fjórði“, þetta virkar þannig að börn eru nefnd eftir þeirri röð sem þau fæðast. Sá fyrsti fær nafnið Wayan, annar fær Made, þriðji fær Nyoman og sá fjórði Ketut og ef fimmta barnið fæðist byrjar það aftur á einum (Wayan) og svo áfram. Um kvöldið fórum við út að borða á rosalega góðum stað og drifum okkur svo aftur á hótelið til að pakka fyrir næsta áfangastað. Kristrún Kristjánsdóttir skrifar ~ „Þegar þeir sáu bananana þyrptust þeir að okkur, toguðu í kjólana okkar og þegar það virkaði ekki hoppuðu þeir bara upp á okkur, rifu af okkur bananana og hlupu í burtu sigri hrósandi.“ Með töfralækninum Ketur Lyier. Ótæmandi möguleikar Origami pappírslistamaður á Sauðárkróki Origami, eða pappírslist, er vinsæl víða um heim og þykir ætíð skemmtileg enda möguleikarnir ótæmandi fyrir hugmyndaríkt fólk. Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki byrjaði nýlega að brjóta saman bréfmiða sem enda sem bitar í listaverkum hennar og taka á sig ýmsar myndir. Feykir for- vitnaðist um origami áhugann hjá Huldu og spurði fyrst hvernig þetta hafi byrjað. -Ég datt niður á þetta á YouTube, segir Hulda sem dundar sér við að brjóta saman blöðin og skapa listaverkin á kvöldin fyrir framan sjón- varpið. -Þetta er alltaf sami þríhyrningurinn og svo fær sköpunargáfan að ráða. Það er mjög gaman að raða þessu upp og sjá hvað úr þessu verður. Sem dæmi um handbragðið þá segir Hulda að í svaninum sem hún bjó til eru uppundir 2500 bitar en það tekur um tvær kvöldstundir að búa þá til. Hulda segir að þetta sé svipað dund og hjá þeim konum sem sitja og prjóna fyrir framan sjónvarpið. Hvort hún ætli sér að selja listaverkin segir Hulda það vel koma til greina. Nú þegar hafi hún fengið fyrirspurn um stóran svan á fermingartertuborð. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.