Feykir


Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 23/2012 Klikkuð vinna en ofboðslega gaman Umf. Kormákur á Hvammstanga Krakkarnir í körfuboltadeild UMF Kormáks eru að safna sér fyrir svonefndri uppskeruferð til Danmerkur á næsta ári og má með sanni segja að elja og útsjónasemi hafi einkennt þeirra söfnun. „Við erum hér með ár- legan hvítasunnukökubasar Kormáks, sem er einn liður af mörgum í söfnuninni,“ segir Oddur Sigurðarson þjálfari körfuboltakrakkana þegar Feykir hitti hópinn í anddyri KVH á Hvammstanga á dögunum. Hann útskýrir að krakkarnir þurfi að safna fyrir uppskeruferðinni alveg frá A til Ö, eins og hann orðar það, en þá á aurinn að duga fyrir fargjaldi, gistingu og afþreyingu – „þannig standa allir jafnir.“ Söfnunin hófst í febrúar sl. og þá hafa krakkarnir 16 mánuði til að safna 260 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Farnar hafa verið þrjár samskonar uppskeruferðir; sú fyrsta árið 2007, svo 2009 og 2011 en sumir krakkana eru jafnvel að fara í annað sinn. Öllum krökkum sem æfa körfu stendur til boða að vera með í för. „Þá þurfa krakkarnir að gera samning við Körfuknattleiksdeildina,“ segir Oddur og útskýrir að samningurinn kveður á um mætingarskildu á æfingar og mót, og svo auðvitað að taka þátt í söfnuninni. „Við notum körfuboltareglurnar, ef þú brýtur fimmtu regluna þá færðu ekki að fara með í ferðina,“ segir hann. Einnig gilda strangar reglur varðandi áfengi og vímuefni en ef einhver er uppvís um neyslu á slíku verður sá sami sjálfkrafa úr leik. Stuðningur foreldranna segir Oddur vera lykilatriði í velgengni krakkana og skapast oft mikill metnaður í kringum söfnunina. Auk Hvítasunnukökubas- Heilir og sælir lesendur góðir. Ennþá er ég að hugleiða þá ágætu vísnaþætti sem fluttir voru í útvarpinu og einnig á ýmsum samkomustöðum víða um land undir stjórn Sveins Ásgeirssonar og voru kallaðir „Já og nei“. Þeir félagar munu hafa verið staddir í Borgarnesi þegar foringinn lagði drög að næstu vísu sem mig minnir endilega að Helgi hafi botnað svo vel. Sigga er eins og fólk er flest en fjörug yfir máta. Ef hún nær sér ekki í prest ætti hún að fá sér dáta. Eitthvað munu þeir félagar hafa verið óánægðir með frammistöðu sína í Borgarfirðinum og töldu rétt að kveðja samkomugesti með þessari ágætu vísu. Drýgðum vér ei dáðir slyngar drógu flestir ýsurnar. Betur hefðu Borgnesingar botnað sjálfir vísurnar. Margir vísnavinir hrifust af gríni þeirra félaga. Ein af þeim var Ólína Jónasdóttir sem mun hafa sent þeim félögum svo fallega kveðju. Þó að togi og tryllist á tónar villugjarnir. Lýðsins hylli löngum ná ljóðasnillingarnir. Við þá góðu vísnastöð vermir glóðin undir. Hlustar þjóð og þakkar glöð þeirra ljóðastundir. Flýja einatt sónarseið svipir meina, blakkir. Honum Sveini svo um leið sendi ég hreinar þakkir. Langar mikið til að rifja upp aðeins meira af gríni þessara góðu félaga. Það mun hafa verið Helgi sem kláraði byrjun foringjans með þessum botni. Þó mig svíki þessi hrund þá er bættur skaðinn. Alltaf kemur á minn fund önnur kona í staðinn. Karl mun hafa séð um að klára næstu vísu. Litla dísin dásamleg doblar fjögur hjörtu. Oft er hún í ástum treg og einkanlega í björtu. Að lokum þessi sem Guðmundur mun hafa klárað. Gaman er í góðum bíl að gefa koss og drekka af stút. Sumar hafa sex appeal þó seint þær virðist ganga út. Vísnaþáttur 572 Það mun hafa verið haustið 2001 á gleðskaparkvöldi sem okkar ágæti Grímur Gíslason orti þessa. Það er alveg augljóst mál eftir þessa vöku. Að lifa má af lífi og sál í ljóma einnar stöku. Önnur ágæt vísa kemur hér eftir Grím. Þeir sem vilja bregða brag og beita orðsins sverði. Hafi til þess húnvetnskt lag til heilla svo það verði. Það er Ingólfur Ómar sem hlustar á kvæða- lög vorfuglanna og yrkir. Hlýnar tíðin hressa lýð hljómþýð kvæðalögin. Völlinn skrýða blómin blíð brosa hlíðardrögin. Lifna yfir foldu fer fuglar hækka róminn. Blærinn þrunginn ilmi er anga vallarblómin. Þá langar mig næst til að leita til ykkar lesendur góðir með upplýsingar. Góður vinur þáttarins sem býr á Sauðárkróki hafði samband við mig og langaði hann til að fá birta eftirfarandi vísu sem trúlega er ort á haustdögum. Kannast ég ekki við hana og væri gott að fá frá ykkur línu ef einhver veit betur. Nú sé ég sólina heima sé hve hún fagurt skín. En nú eru fuglarnir farnir og fokið í sporin mín. Einn af snillingunum sem ég hef verið að fjalla um nú að undanförnu, Guðmundur Sigurðsson, lá um skeið á sjúkrahúsi. Varla hefur það verið herbergisfélaga hans til huggunar er hann orti svo til hans. Nálgast grand og neyðarstand nálykt andar blærinn. Beislar fjandinn bleikan gand bak við landamærin. Nóttin herjar nær og fjær nestið ber ég glaður. Innan skerja ákaft rær uppheims ferjumaður. Einhvern tímann heyrði ég af því að vísnaglettur hefðu gengið á milli starfsfólks þeirra ágætu fyrirtækja á Akureyri, Iðunnar og Gefjunar. Minnir að Karl Ágústsson frá Grund hafi verið í öðru liðinu og gusað svo hressilega á andstæðingana. Hér á landi lyginnar lýðir standa hissa. Þegar andans aumingjar annarra hlandi pissa. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) arsins leysir uppskeruhópurinn margvísleg verk af hendi og segir Oddur verkefnavalið ráðast út frá því að taka verkefni sem gefa pening en eru ekki of mikil vinna. Krakkarnir tóku t.d. að sér hátíðarhöld yfir sumardaginn fyrsta, fyrir hönd bæjaryfirvalda, en þá komu um 300-350 manns í kaffi. Einnig höfðu krakkarnir umsjón með undirbúningi fyrir söngvarakeppni Samfés sem haldið var á Hvammstanga. „Það var heilmikil vinna, þau sáu um að búa til sviðið fyrir keppendurna, en í það fóru rúmlega 400 bretti, sáu um ljósin fyrir sviðið og svo um sjoppu sem þarna var opnuð,“ segir Oddur. Jafnframt hafa þau tekið að sér að lesa af hitaveitumælum einu sinni ári, selja klósettpappír, fisk, SÁÁ álfinn, Kiwanis-lykilinn og fleira. „Þetta er klikkuð vinna en ofboðslega gaman!“ segir Oddur en uppskeran verður svo sjö daga ferð til Danmerkur, þar sem verður spilað körfubolta við hin ýmsu dönsku lið og farið í skoðunar- og skemmtiferðir. /BÞ Við Hvítasunnukökubasar uppskeruhóps Umf. Kormáks þann 25. maí 2012.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.