Feykir


Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 5
23/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Knattspyrna : 1. deild: KA - Tindastóll 2-2 Sanngjarnt jafntefli Tindastóll náði ágætum úrslitum þegar þeir skruppu norður yfir Öxnadalsheiði sl. laugardag og kræktu í jafntefli gegn liði KA á Akureyrarvelli. Fjörið var mest í fyrri hálfleik en þá voru öll fjögur mörk leiksins gerð. Lokatölur 2-2. Fyrri hálfleikur var ljómandi vel spilaður og Stólarnir sterkari aðilinn ef eitthvað var. Ben Everson kom Tindastólsmönn- um yfir eftir 11 mínútur, lyfti boltanum laglega yfir mark- mann KA eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir vörnina. Brian Gilmour var snöggur að jafna metin og síðan komust heimamenn yfir á 28. mínútu með marki Ævars Inga Jóhann- essonar sem kom boltanum í markið eftir að Seb Furness hafði varið vel skot David Distl. En rétt áður en dómarinn flautaði til leikhlés jafnaði Ingvi Hrannar Ómarsson eftir stungusendingu frá Max Toul- oute, en Max gerði mikinn usla í vörn KA í leiknum. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og liðin skiptu því stigunum bróðurlega á milli sín. /ÓAB Góður árangur hjá UMSS Landsmót 50+ Annað Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri fór fram um helgina í Mosfellsbæ og var þátttakan góð eða um 800 skráningar. Keppendur frá Ungmennasambandi Skagafjarðar náðu góðum árangri og þeirra á meðal var Valgeir Kárason en hann vann til fimm gullverðlauna í sundgreinum. Sundkapparnir unnu alls til sjö gullverðlauna, þriggja silfur- verðlauna og þriggja bronsverð- launa. Valgeir Kárason vann fimm gullverðlaun Helga Þórðardóttir fékk eitt gull og tvö silfur Hans Birgir Friðriksson fékk eitt silfur og tvö brons Steinunn Hjartardóttir fékk eitt brons UMSS sveitin vann síðan gullverðlaun í boðsundi. Í frjálsum íþróttum keppti Karl Lúðvíksson og náði í tvö gull og fjögur silfur. Fyrsta sæti í langstökki og hástökki, 2. sæti í 100m, stangarstökki, spjótkasti og kringlukasti. Karl endaði síðan í 5. sæti í kúluvarpi. Tvær sveitir kepptu fyrir UMSS í bridds og stóðu þær sig vel þó þær hafii ekki náð á verðlaunapall. /PF Frábær árangur á Opna KS Golfklúbbur Sauðárkróks Opna KS mótið fór fram laugardaginn 9. júní í blíðskapar veðri. „Alls tóku tæplega 50 kylfingar þátt í mótinu sem tókst hið besta og var árangurinn frábær hjá mörgum kylfingum,“ segir á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks. Í fyrsta sæti í mótinu urðu þau Árný Árnadóttir og Rafn Ingi Rafnsson. Samkvæmt heimasíðu GSS komu þau inn á ótrúlega góðu skori eða 67 höggum brúttó, 5 höggum undir pari, en með forgjöf var skorið 63 högg. Í öðru sæti voru þau Ingvi Þór Óskarsson og Arnar Geir Hjartarson sem léku á 68 höggum eða 65 með forgjöf. Í þriðja sæti urðu þau Dagbjört Rós Hermundardóttir og Ásmundur Baldvinsson á 67 höggum með forgjöf. Þau urðu jöfn Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Birni Sigurðssyni, Þóri Þórissyni og Auði Dúadóttur úr GA og Brynjari Guðmundssyni og Þorbergi Ólafssyni. Þau síðarnefndu voru með heldur lakara skor á seinni 9 holunum og hlutu þau Dagbjört og Ásmundur því þriðja sætið, samkvæmt heimasíðu GSS. Mótið var spilað með fyrir- komulaginu Texas Scramble en þá spila tveir og tveir saman í liði og velja betra högg í hvert sinn sem þeir slá. /BÞ Nikkurnar þandar á Fjölskylduhátíð í Húnaveri Tvöfalt afmælis- hóf hjá harmoniku- unnendum Félag harmonikuunnenda í Skagafirði F.H.S. var stofnað 21. febrúar árið 1992, það er því 20 ára um þessar mundir. Þess verður minnst á Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda, sem verður haldin að venju í Húnaveri um Jónsmessuhelgina 22. – 24. júní nk. en þetta verður í 15. skiptið sem þessi hátíð er haldin í Húnaveri. Að sögn Gunnars Ágústssonar formanns F.H.S. hefur á liðnum 14 árum verið samstarf með H.U.H. (Húnvetningum) með hátíðina, en vegna breyttra aðstæðna hjá þeim stendur F.H.S. eitt að þessari hátíð nú. Hátíðin verður með svipuðum hætti og verið hefur. Dansleikur á föstudagskvöld með Geirmundi og Jóa, afmæl- isskemmtidagskrá og kaffi- veitingar á laugardeginum og svo dansleikur á laugar- dagskvöld þar sem hljómsveitir félagsins leika fyrir dansi. Nú er rakið tilefni fyrir unnendur þessarar vinsælu tónlistar að hittast hress og kát að vanda, björtustu helgi sumarsins. Þar sem þetta er 20 ára afmæli F.H.S. og í 15. skiptið sem hátíðin er haldin í Húnaveri þótti við hæfi að halda upp á tvöfalt afmælisár. Mun félagið því bjóða upp á kaffiveitingar í tilefni áfangans í Húnaveri á laugardeginum að lokinni skemmtun og hvetur Gunnar alla til að taka daginn frá og skreppa í kaffi og skemmtilega dagskrá. Aðgangseyrir yfir helgina er kr. 5.000,- frítt fyrir 12 ára og yngri en á dansleik fyrir aðra gesti kostar kr. 2.000,- Harmonikuleikararnir Jón og Stefán Miðhúsabræður, munu stilla saman strengina ásamt Guðmundi Ragnars- syni bassaleikara og Kristjáni Þ. Hansen trommuleikara. Þeir leika svo undir hjá söngvurunum Pétri og Sigfúsi Álftagerðisbræðrum en einnig leika þeir undir hjá söngkonunni Ingunni Kristjánsdóttur. Harmoniku- leikarinn Einar Guðmunds- son frá Akureyri kemur einnig við sögu á þessum afmælis- tónleikum. Skemmtidagskráin hefst klukkan 13:30 og er aðgangs- eyrir kr. 1.500,- og verða kaffiveitingar á eftir í boði félagsins og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. /PF Bræðurnir frá Miðhúsum Jón og Stefán í mikilli sveiflu fyrir örfáum árum en þeir munu þenja nikkurnar af miklum móð á hátíðinni m.a. á laugardagsdansleiknum. Kristján Þór Hansen, Hermann Jónsson, Elín Jóhannesdóttir og Snorri Jónsson í góðum gír í Húnaveri. Þau þrjú fyrstnefndu munu spila fyrir dansi á laugardagskvöldi. Keppendur UMSS í sundi. Frá vinstri: Soffía Káradóttir, Steinunn Hjartardóttir, Helga Þórðardóttir, Valgeir Kárason og Hans Birgir Friðriksson. Mynd: Ásbjörn K. Húnvetningurinn Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir keppti á Evrópumóti ungmenna í kraftlyftingum í Herning í Danmörku í síðustu viku og hreppti þar 5. sæti í -72 kg flokki. Hún lyfti samtals 432,5 kg sem er Íslands- met unglinga í hennar þyngdarflokki. Guðrún Gróa fékk silfurverðlaun í bekkpressu og var það hennar besti árangur á mótinu. Þar lyfti hún mest 112,5 kg sem er nýtt Íslandsmet í bæði opnum flokki og flokki unglinga. Guðrún Gróa lyfti 155 kg í hnébeygju og í rétt- stöðu lyfti hún mest 160 kg. Hún reyndi við 167,5 kg, sem hefði fært henni bronsverðlaun í saman- lögðu, en tókst ekki. /BÞ Evrópumót ungmenna Guðrún Gróa með silfur Knattspyrna 3. deild Tap hjá Drangey Drangey lék við ÍH í Kópavogi en ekki höfðu Drangeyjarjarlar erindi sem erfiði, 3-1 tap staðreynd. Ekkert mark var gert í fyrri hálfleik en á sjö mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik varð allt vitlaust. Heimamenn í ÍH komust yfir á 64. mín. en Hilmar Þór Kárason jafn- aði tveimur mínútum síðar, mínútu eftir það gerði leikmaður Drang- eyjar sjálfsmark. Eiríkur Kúld gerði síðan þriðja mark heimamenna á 71. mínútu og þar við sat. /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.