Feykir


Feykir - 05.07.2012, Side 8

Feykir - 05.07.2012, Side 8
8 Feykir 26/2012 Ferðasaga Kristrúnar Kristjánsdóttur frá Melstað í Miðfirði Með penna í farteskinu VIII Kristrún Kristjánsdóttir fór í heimsreisu ásamt vinkonu sinni Lóu Dís Másdóttur. Undanfarnar vikur hefur hún deilt upplifun sinni af ævintýrum þeirra á leiðinni austur á bóginn. Ferðalagið hófst þann 15. febrúar með stuttu stoppi í Kaupmannahöfn, þaðan var haldið til Dubai, svo til Balí, Kuala Lumpur, Ha noi höfuðborg Víetnam og nú eru þær komnar til Sapa, í Norðvestur Víetnam. - - - - 20. mars vöknuðum við dálítið gegnsæjar. Morgunmaturinn var þó frábær eins og flest sem Hví eldaði en við fengum pönnsur, banana, síróp og condensed milk og þetta var alveg dýrindis. Okkur þótti ótrúlegt hvað þau voru ótrúlega góð að elda yfir opnum eldi á svona gamaldags eldstæðum. Þá var kominn tími til að kveðja fjölskylduna og yndislega ástralska parið. Við komumst fljótt að því að því að Hví hafði ekki sagt rétt frá deginum áður því gangan var sú erfiðasta sem við höfum upplifað. Við gengum upp endalaust og þegar ég segi upp þá meina ég í 70° halla, sem var heldur betur erfitt, þar sem þetta var nokkurs konar moldarslóði og Hví stoppaði aldrei. Við vildum auðvitað ekki láta líta út fyrir að við værum að deyja úr þreytu, sem og við vorum, þess vegna þóttumst við alltaf öðru hverju verða að taka myndir af umhverfinu. Loksins, okkur til ómældrar gleði stoppuðum við til að fá okkur hádegismat. Við fengum samlokur sem Hví skar og smurði þrátt fyrir að við sögðumst geta það sjálfar og þvílíkan tíma sem það tók, en að lokum komst þetta í okkar hendur og við borðuðum eins og við hefðum ekki séð mat í viku. Áfram hélt svo gangan upp upp upp þangað til við komum að hliði þar sem þurfti að sýna leyfi til að komast inn í þjóðgarðinn en þar er engum Frökkum hleypt í gegn, eða okkur skildist það á Hví. Okkar elskulegur Hví gleymdi leyfinu á síðasta náttstað svo við urðum að bíða þarna í um tvo tíma, ásamt klikkuðum hundum og hvolpum. Loksins kom vingjarnlegur, tannlaus maður á mótorhjóli með leyfið og ferðin hélt áfram. Við komumst því miður ekki á leiðarenda þennan daginn og þess vegna stoppuðum við hjá mjög fátæklegu húsi. Þetta var í rauninni meira eins og kofi heldur en hús, það höfðu verið reknir niður fjórir staurar í ferhyrning og blár plastpoki strengdur á milli þeirra og yfir sem þak. Þessi tjaldkofi var varla nema 3x5 metrar, þarna var moldargólf, rúm fyrir um 5 manneskjur, og matarborð. Það voru göt út um allt á þessum kofa og rusl og dót út um allt gólf. Við trúðum ekki að nokkur manneskja gæti lifað svona og þegar Hví spurði okkur hvort við vildum frekar sofa inni eða úti í tjaldi vorum við ekki lengi að velja tjaldið. Við vorum dauðþreyttar eftir göngu dagsins og langaði ekkert frekar en að baða okkur, svo bóndinn á bænum fór með okkur í klukkustundar göngu í gegnum skóginn þar til við komum loks að á sem var dásamleg og þarna böðuðum við af okkur mesta skítinn og létum þreytuna líða úr fótunum í svölu vatninu. Að loknum kvöldmat fórum við í tjaldið okkar sem var tjaldað á steinagrasi án dýnu og þegar við lögðumst niður gátum við ekki annað en saknað mjúka mosans heima, þetta var heldur óþægilegt sem sagt en við sofnuðum þó að lokum útfrá svæfandi rigningunni. Kristrún Kristjánsdóttir skrifar ~ „Þetta var í rauninni meira eins og kofi heldur en hús, það höfðu verið reknir niður fjórir staurar í ferhyrning og blár plastpoki strengdur á milli þeirra og yfir sem þak.“ Í þessari baráttu hefur utan- ríkis- og innanríkisráðuneyti Íslands bæði komið að því að aðstoða þau í málinu en þau geta lítið beitt sér meðan málið er ennþá í dómskerfinu úti. Einnig stendur Íslensk ættleiðing þétt við bakið á þeim sem og margir þeir sem hafa haft samband við þau og boðið fram aðstoð sína. Allar fjárhagsáætlanir þeirra Friðriks og Bjarnhildar eru skiljanlega komnar úr skorðum og óljóst hvernig þær munu líta út á næstu mánuðum. Þau voru undirbúin fjárhagslega til að fara í „venjulega“ ættleiðingarferð sem kostar 2,5 – 3 milljónir og hefði átt að taka um sex vikur en þetta hefur farið langt fram úr því þar sem þau hafa dvalið í landinu í 28 vikur. Að þeirra sögn er mjög dýrt að lifa þar sem þau eru, leiguverð er hátt og allur annar kostnaður. Sem dæmi um slíkan kostnað þá kostaði þau 230 þúsund krónur að endurnýja vegabréfsáritun þeirra í landinu og segjast þau hafa í raun verið heppin að þau voru ekki send heim til að sækja um áritunina þaðan. Það er svipað dýrt að kaupa í matinn þarna úti eins og á Íslandi og svo er auðvitað mjög dýrt að reka tvö heimili í marga mánuði. „Við erum mjög heppin að fjölskylda okkar og vinir eru búin að setja af stað söfnun fyrir okkur heima til að aðstoða okkur með fjárhaginn. Við reynum bara að taka einn dag í einu og vonum að þetta reddist allt einhvern veginn“, segja þau bjartsýn á framtíðina. „Við erum óendanlega þakk- lát öllum heima á Íslandi fyrir fjárhagsstuðningin, já- kvæðu straumana og fallegu kveðjurnar sem við höfum fengið frá ykkur, þau eru svo sannarlega ljós í myrkrinu“ segir Bjarnhildur en margir sem hafa lagt hönd á plóg enda þörfin ærin. „Aldrei hefði okkur grunað að það yrði heill útvarpsþáttur tileinkaður okkur og viljum við koma því á framfæri að „Virkir morgnar“ er klárlega besti útvarpsþáttur landsins og þótt víðar væri leitað“. Loforð sem staðið verður við Þau segja að það hafi verið mjög skrítið að sjá fréttir og myndir af þeim í öllum fjölmiðlum á Íslandi seinustu vikur en þeir sem þekkja þau Friðriki og Bjarnhildi vita að þau eru lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. „En nú er staðan þannig að við getum ekki verið annað en ánægð með þá umfjöllun sem okkar mál er að fá því staða okkar sem fjölskylda er í mikilli hættu, og viljum við leita allra leiða til að geta verið áfram saman. Það eina sem skiptir okkur máli er að geta verið hérna úti hjá litlu englunum okkar“, segja þau og greinilegt að allt er gefið í það að málið fái farsælan endi. „Við erum búin að lofa dætrum okkar á hverjum degi frá 20. desember að við munum alltaf vera fjölskylda. Við segjum við þær á hverju kvöldi áður en þær fara að sofa; Pabbi, Mamma, Helga og Birna eru fjölskylda. Við verðum alltaf alltaf saman og Mamma og Pabbi elska Helgu og Birnu alla leiðina til tunglsins og tilbaka. Þær tala um það á hverjum degi að þær eigi heima á Íslandi, tala um fjölskylduna sína þar og dótið sem bíður þeirra heima á Íslandi. Vonandi þurfum við ekki að brjóta loforðin sem við höfum gefið þeim“. Stofnuð hefur verið styrktarsíða á Fésbókinni (Föst í Kólumbíu - Friðrik, Bjarnhildur, Helga Karólína og Birna Salóme) til að veita fjölskyldunni stuðning og reikningur stofnaður til styrktar þeim: 0160-15–380170, Kt: 161278-4599. Helga og Birna fylgdust vel með hjólreiðatúr þeirra Andra Freys og Gunnu Dísar á Rás2. Sapa buffalóar.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.