Feykir


Feykir - 16.08.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 16.08.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 4 BLS. 6-7 Kántrýdagar verða á Skagaströnd um helgina Hátíðin hefur marga hápunkta BLS. 3 Brynjar Elefsen stýrir áskorendapennanum Talar vel um Skagafjörð Tónlistarhátíðin Gæran fer fram á Sauðárkróki dagana 23.-24. ágúst Spenna í herbúðum Gæruliða Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 30 TBL 16. ágúst 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Biskupsvígsla á Hólahátíð Solveig Lára vígð á Hólum Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð af biskupi Íslands til embættis vígslubiskups í Hóladómkirkju sl. sunnudag og lögðu margir leið sína heim að Hólum til að vera viðstaddir þessi merku tímamót. Hér er frú Sólveig Lára en hún er fyrsta konan á Íslandi sem hefur verið vígð til vígslubiskups, ásamt frú Agnesi Sigurðardóttur biskupi Íslands, sú fyrsta til að fá vígslu til að gegna æðsta embætti kirkjunnar á Íslandi og Unni Hall- dórsdóttur djákna en hún var fyrsta konan til að fá vígslu til starfa í íslensku kirkjunni árið 1965. Framhald á bls. 9. /BÞ Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska - Gæði - Gott verð Steinsmiðja Akureyrar Glerárgötu 36 Akureyri Sími 466 2800 sala@minnismerki.is www.minnismerki.is BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air Jíha! GoPro er leiðandi merki í heiminum á sviði myndavéla sem nota má við alls konar íþróttir eða jaðarsport og í raun allt sem mönnum dettur í hug að gera. Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga Sími: 451 2230 / 894 0969 Fax: 451 2890 Netfang: bilbu@simnet.is BÍLA- & BÚVÉLASALAN Bændur fundi með samninganefnd Aðildarviðræður ESB Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir hversu lítið samráð samninganefnd Íslands í aðildar- viðræðum við ESB, hefur haft við íslenska bændur í viðræðum sínum. Samkvæmt Mbl.is var samnings- afstaða vegna aðildarviðræðna við ESB til umræðu á fundi utanríkismála- nefndar sl. mánudag og samningahópar komu á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. Tólfti kafli samninganna var m.a. til umræðu þar sem mál eins og matvælaöryggi ásamt heilbrigði dýra og plantna eru í forgrunni. Í samtali við Mbl sjónvarp segir Gunnar Bragi samninganefndina hafa hist tvisvar vegna málsins áður en hún kom á fund utanríkismálanefndar og segir það óásættanlegan undirbúning. „Við fengum bréf frá Bændasam- tökunum þar sem þetta er gagnrýnt mjög harkalega og það vekur að sjálfsögðu spurningar hvers vegna þetta er með þessum hætti,“ segir Gunnar Bragi í viðtalinu. Framsóknarmenn vilja að fulltrúar Bændasamtaka Íslands komi til fund- ar við utanríkismálanefnd ásamt nefndinni. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.