Feykir


Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 33/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Skógræktarfélag Íslands Aðalfundur haldinn á Blönduósi Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2012 var haldinn í boði Skógræktarfélags A-Húnvetninga dagana 24.-26. ágúst sl. og hófst með ávörpum, skýrslu stjórnar og kynningu reikn- inga Skógræktarfélags Íslands og Landgræðslusjóðs. Einnig var kynnisferð á vegum Skógræktarfélags A-Húnvetn- inga um skógarreiti í nágrenninu. Jón Geir Pétursson, fulltrúi umhverfisráðuneytisins, opn- aði nýja vefgátt á vefsvæði Skógræktarfélags, skog.is, þar sem hægt er að nálgast eldri rit Skógræktarritsins á rafrænu formi og leita í þeim eftir efnisorðum. Þessi nýjung mun án efa verða kærkomin skóg- ræktarfólki sem og öðru áhugafólki um garð- og trjá- rækt enda mikinn og fjöl- breyttan fróðleik að finna í ritunum. Boðið var upp á veitingar í Gunnfríðarstaðaskógi þar sem frumflutt var ljóð eftir Ingi- björgu Eysteinsdóttur á Beina- keldu um skóginn í tilefni af hálfrar aldar afmæli fyrstu trjáplantnanna sem plantað var á staðnum. Heiðursskilti til minningar um Helgu Jóns- dóttur og Steingrím Davíðsson var afhjúpað við Gunnfríðar- staði en þau gáfu skógræktar- félaginu stóran hluta jarð- arinnar fyrir liðlega 50 árum. Einnig var skrifað undir viðbótar landgræðsluskóga- samning fyrir Vatnahverfi og var samningurinn undirritaður af Ágústi Þór Bragasyni fyrir hönd Blönduósbæjar, Páli Ingþóri Kristinssyni fyrir hönd Skógræktarfélags A-Hún. og Magnúsi Gunnarssyni fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands. Stjórn Skógræktarfélagsins er nú skipuð eftirfarandi aðil- um: Magnús Gunnarsson for- maður, Aðalsteinn Sigurgeirs- son, Gísli Eiríksson, Guðbrandur Brynjúlfsson, Páll Ingþór Kristinsson, Sigrún Stefánsdóttir og Þuríður Yngvadóttir. Varastjórn: Sigríð- ur Heiðmundsdóttir, Kristinn H. Þorsteinsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir. /PF LEIÐARI Sá yðar sem syndlaus er... Fátt fer hærra þessa dagana í fjölmiðlum landsins en brot Ögmundar Jónassonar á jafnréttislögum er hann skipaði karl í stöðu sýslumanns á Húsavík í stað konu sem sótti einnig um. Jafnréttislögin hafa verið brotin sex sinnum áður af öðrum ráðherrum og þeir fengið bágt fyrir eins og Ögmundur nú og hafa jafnan verið hvattir til að segja af sér. Það er þá sem maður kímir við; segja af sér! Það hefur ekki tíðkast hér á landi að ráðherrar eða alþingismenn segi af sér brjóti þeir landsins lög þó það hafi kannski gerst í einhverjum fáum tilfellum. Það ætti kannski að setja það í lög að brjóti þeir landslög skulu þeir segja af sér, þá þarf ekki að ræða þetta frekar. Enda segir í 34. gr. Stjórnarskrárinnar að menn skulu hafa óflekkað mannorð til að verða kjörgengir til Alþingis og er þá nokkuð til of mikils mælst að þeir reyni að gegna skyldum sínum með mannorðið í lagi. Líklega segir Ögmundur ekki af sér vegna þessa máls en hann mun verða stimplaður lögbrjótur í einhvern tíma af andstæðingum sínum, og jafnvel samherjum líka, meðan það þjónar pólitískum hagsmunum þeirra eins og það virðist gera um þessar mundir. Páll Friðriksson ritstjóri Blönduós Ekki meinað að auglýsa Þann 9. maí sl. barst Samkeppniseftirlitinu ábending þess efnis að Ferðamálastofa og Blönduósbær setji hömlur á samkeppni í ferða- mannaiðnaði í og við Blönduósbæ. Í ábendingunni segir að það sé framkvæmt með þeim hætti að ákveðnum aðila sé meinað að auglýsa þjónustu sína hjá upplýs- ingamiðstöð ferðamála á staðnum. Á fundi bæjarráðs Blönduósbæjar í síðustu viku var málið lagt fram til kynningar en þar segir að eftir mat á því hvort erindið gæfi tilefni til rannsóknar telur Samkeppniseftirlitið svo ekki vera og er málinu lokið hjá eftirlitinu. /PF Eflum byggð í Húnaþingi vestra Lokaönnin að hefjast Eflum Byggð í Húnaþingi vestra hefst að nýju þriðjudaginn 11. septem- ber og er þetta lokaönnin, er kemur fram í 34. tbl. Sjónaukans. Eflum Byggð er námsmönnum að kostnaðarlausu og eru nýir námsmenn velkomnir. Fyrsta kennslan er í tölvufræði og mun Oddur Sigurðarson kenna tvisvar sinnum í viku á Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Frum- kvöðlafræði verður svo kennd síðar og auglýst þegar nær dregur. /BÞ Bjórsetur Íslands slær upp veislu Bjórhátíð um helgina Um helgina verður haldin Bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal og er nú haldin annað árið í röð. Allir framleiðendur bjórs á Íslandi munu mæta til leiks og kynna sína bestu bjóra og nýjustu. Í tilkynningu frá Bjórsetri Íslands segir að hátíðin sé haldin til að stuðla að bættri bjórmenningu landsmanna. Einungis er hægt að kaupa miða á Bjórhátíðina á Miði.is og á Facebooksíðu Bjór- setursins er fólk hvatt til að tryggja sér miða sem fyrst og hafa samband við Ferða- þjónustuna á Hólum vilji það panta gistingu yfir helgina. Bjórsetur Íslands verður svo opið frá kl. 21 bæði föstudags- og laugardagskvöld og er 20 ára aldurstakmark. /PF Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smá AUGLÝSING Til sölu Rúm til sölu, stær› 153x203 me› flr‡stijöfnunard‡nu, keypt í Rekkjunni, flriggja ára gamalt og vel me› fari›. Ver› 55.000 kr. Uppl‡singar í síma 863 6831. Minna var sáð af korni í Húnavatnssýslum í vor en árið áður þegar korni var sáð í rúmlega 230 ha. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðar- sambandi Húnaþings og Stranda má áætla að þresktir verði rúmlega 200 ha á svæðinu í haust. Kornsskurð- ur hófst á Holtastöðum í Langadal í síðustu viku en þar var korn orðið fullþroskað og uppskera um 50% meiri en í fyrra. -Ég held að það megi segja að það sé útlit fyrir góða og mikla kornuppskeru. Það er bara óskandi að það fari ekki að leggjast í miklar rigningar og hvassviðri sem að vissulega getur sett strik í uppskeru- reikninginn, segir Anna Margrét Jónsdóttir ráðunautur. -Sumarið er búið að vera mjög hlýtt og ágústmánuður var sérstaklega hlýr og sólríkur þannig að korn hefur haft gott tækifæri til að fylla sig vel. Frostnætur sem komu í lok ágúst munu því trúlega hafa lítil áhrif á kornuppskeruna en kunna að hafa flýtt eitthvað fyrir þroska þess. Að sögn Önnu Margrétar er heyfengur mjög misjafn hjá bændum. Þurrkarnir hafi komið mjög illa við harðbala túnin en mýrartúnin hafi yfirleitt gefið góða uppskeru. Eins væri mikill munur í uppskeru eftir því hvort túnin eru nýleg eða gömul. Þá segir hún að nýræktirnar hafi gefið góða uppskeru á meðan gömlu túnin hafa sum hver svikið. -Bændur eru sem betur fer mjög duglegir að bjarga sér og hafa því reynt að heyja tún sem hafa verið aflögð eða tryggt sér hey hjá öðrum. Það er þó ljóst að einhverjir bændur munu fækka búpeningi nú í haust vegna heyleysis, segir Anna Margrét. /PF Húnavatnssýslur Útlit fyrir góða uppskeru Skagafjörður Fjárflutningabíll valt með 200 fjár Fjárflutningabifreið með 200 fjár fór út af veginum skammt frá bænum Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi sl. mánudagskvöld. Samkvæmt Mbl.is var allt féð frá einum og sama bænum og var á leið í slátrun þegar óhappið átti sér stað. Níu kindur drápust á staðnum. Kallað var eftir aðstoð frá björgunarsveitum en hún var fljótlega afturkölluð þar sem bændur í nágrenninu náðu að smala fénu saman eftir óhappið. Lögreglan á Sauðárkróki sagði í samtalið við Mbl.is að vegkantur hafi gefið sig þegar ökumaður flutningabílsins fór út í vinstri kantinn til að taka beygju. Bíllinn, sem var full- lestaður, lenti á toppnum og er hann nokkuð skemmdur eftir óhappið. Ekki er þó talið að bílstjóranum hafi orðið meint af. /BÞ Kíktu snöggvast á...

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.