Feykir


Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 5
33/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Steven Beattie var Stólunum dýrmætur á laugardaginn þegar kappinn setti bæði mörkin. Knattspyrnuæfingar hjá Hvöt eru að hefjast að nýju á þessu hausti en það verður mánudaginn 10. september. Á heimasíðu Hvatar segir að til að byrja með er stefnt að því að allir flokkar nema 8. flokkur æfi úti á sparkvelli en það fer samt eftir veðri. Þá hefst Íþróttaskóli Hvatar þann 10. september og verður hann starfræktur á mánu- dögum, þriðjudögum, mið- vikudögum og fimmtudögum frá kl. 14:00-15:00. Umsjónar- maður íþróttaskólans verður Ólafur Benediktsson, íþrótta- kennari. Þeir krakkar sem eru í íþróttaskólanum fá einnig að mæta á knattspyrnuæfingar en greiða einungis gjald íþrótta- skólans. /PF Knattspyrna hjá Hvöt Æfingar hefjast að nýju Lið Siglingaklúbbsins Drang- eyjar, sem tók þátt í B-riðli 3. deildar í sumar, spilaði aukaleik um sæti í endur- bættri 3. deild sl. laugardag. Strákarnir léku við lið Augnabliks á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og máttu þola tap eftir framlengingu og leika því í 4. deild að ári, ef Drangeyjar- skútan, sem var að mestu mönnuð B-liðs mönnum frá Tindastóli, verður aftur sett á flot. Fyrsta mark leiksins gerði Bjarki Már Árnason fyrir Drangey á 71. mínútu. Augna- bliksmenn jöfnuðu metin metin á 86. mínútu og á 87. mínútu var einum leikmanni þeirra vikið af velli. Í framleng- ingunni skoraði Augnablik tvö mörk; fyrst Jóhann Hreiðars- son og síðan gerði Höskuldur Gunnlaugsson annað mark sitt í leiknum. Lokatölur 3-1. Rétt er að geta þess að lið Augnabliks er nokkurs konar B-lið Breiðabliks og því ekki við neina aukvisa að etja. /ÓAB Knattspyrna : Aukaleikur um sæti í nýrri 3. deild Drangey sat eftir með sárt ennið Knattspyrna 1. deild : Tindastóll - Leiknir R. 2-1 Tindastóll fékk Leikni Reykjavík í heimsókn sl. laugardag á Sauðárkróksvöll og leikurinn báðum liðum afar mikilvægur þar sem bæði lið keppa að því að tryggja sæti sitt í 1. deild. Tindastólsmenn höfðu sigur en Steven Beattie gerð bæði mörk liðsins í 2-1 sigri og þar með skutust Stólarnir upp í áttunda sæti deildarinnar. Talsverður sunnanstrekk- ingur var á meðan á leik stóð og gerði báðum liðum nokkuð erfitt fyrir í spilamennskunni. Gestirnir, sem voru 5 stigum á eftir Stólunum og með bakið upp við vegg, voru frískari fyrstu mínúturnar en þrátt fyrir að fá nokkur sæmileg færi þá fengu þeir engin dauðafæri. Tindastóll komst betur inn í leikinn þegar leið á hálfleikinn og tókst ágætlega að halda boltanum niðri og spila honum upp í hornin á móti vindinum. Þannig komust Beattie og Max í ágæt færi og það var einmitt Steven Beattie sem kom Tindastóls- mönnum yfir á 30. mínútu eftir að Max komst upp að enda- mörkum og sendi fastan bolta fyrir markið þar sem Beattie kom á ferðinni og hamraði boltann í markið. Vel gert. Willum Þór virðist hafa náð að pumpa krafti og baráttu í sína menn í hléi því eftir fjögurra mínútna leik fengu þeir horn- spyrnu sem virtist misheppnuð en boltinn skoppaði inn í markteig án þess að varnarmenn Tindastóls kæmu boltanum í burtu og féll síðan fyrir einn leikmanna Leiknis sem skóflaði Sætið í 1. deild nánast öruggt Norðurlandsmótaröð barna- og unglinga í golfi Arnar Geir Norð- urlandsmeistari Fjórða og jafnframt síðasta mótið í Norður- landsmótaröð barna-og unglinga í golfi var haldið á Jaðarsvelli á Akureyri sunnudaginn 2. september sl. Jafnframt mótinu voru krýndir stiga- meistarar Norðurlands í hverjum aldursflokki. Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist einn Norðurlandsmeistara en það var Arnar Geir Hjartarson sem sigraði í flokki 17-18 ára. Kylfingar frá Golfklúbbi Sauðárkróks stóðu sig einnig með ágætum á lokamótinu sjálfu. Hákon Ingi Rafnsson varð í þriðja sæti í flokki 12 ára og yngri. Í flokki 14 ára og yngri varð Matthildur Kemp Guðnadóttir í 2. sæti og Elvar Ingi Hjartarson í 3. sæti. Arnar Geir Hjartarson varð síðan í 2. sæti í flokki 17-18 ára. Þá hlaut Matthildur aukaverðlaun í púttkeppni og Arnar Geir hlaut verðlaun fyrir að vera næstur holu á 18. braut. Heildarúrslit í mótinu er hægt að sjá á www.golf.is og niðurstöðu í heildarstiga- keppni sumarsins er að finna á nordurgolf. blog.is. /HG Norðurlandsmeistarar 2012 Norðvesturþrennan er sameiginleg golfmótaröð golfklúbbanna þriggja á Norðurlandi vestra. Mótin eru þrjú; á Skagaströnd, Sauðár- króki og Blönduósi. Samtals tóku um 80 keppendur þátt í þessum þremur mótum. Auk verðlauna fyrir hvert mót fyrir sig þá eru veitt sameiginleg verðlaun í þremur flokkum fyrir mótin í heild. Úrslit urðu sem hér segir: Opinn flokkur með forgjöf: Árný Lilja Árnadóttir GSS 92 punktar Rafn Ingi Rafnsson GSS 91 punktar Magnús Gunnar Gunnarsson GSS 89 punktar Kvennaflokkur án forgjafar: Árný Lilja Árnadóttir GSS 71 punktur Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 48 punktar Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 33 punktar Karlaflokkur án forgjafar: Rafn Ingi Rafnsson GSS 67 punktar Haraldur Friðriksson GSS 66 punktur Magnús Gunnar Gunnarsson GSS 62 punktur /IG Norðvesturþrennan 2012 Árný og Rafn sigursæl Hjónin Árný Lilja Árnadóttir og Rafn Ingi Rafnsson urðu sigursæl í Norðvesturþrennunni í sumar. boltanum í markið. Ansi klaufa- legt. Tindastólsmenn náðu eftir þetta ágætum tökum á leiknum og fengu nokkur hálffæri en vindurinn gerði mönnum nokkuð erfitt fyrir. Um miðjan síðari hálfleik fengu Stólarnir aukaspyrnu rétt inni á vallar- helmingi gestanna Nafamegin. Árni Einar sendi frábæra send- ingu inn á teig þar sem Steven Beattie kom á siglingunni og þrumaði boltanum viðstöðulaust í þverslá og inn. Glæsilegt mark. Stólarnir reyndu eftir þetta að þétta raðirnar og Leiknismenn færðu sig framar á völlinn en sem fyrr gekk þeim illa að skapa sér færi. Seb var öruggur í markinu og skyndisóknir Stól- anna voru hættulegri en sóknir gestanna. Lokatölur 2-1. Það var augljóst að það var mikið undir hjá báðum liðum og Stólarnir hafa oft spilað betur en í dag. Eftir sigurinn eru Stólarnir í 7.-8. sæti, með jafnmörg stig og Víkingur R. (hver hefði trúað því fyrir tímabilið) og skutust upp fyrir BÍ/Bolungarvík. Stólarnir heimsóttu Hött á Egilsstöðum í gær en úrslit lágu ekki fyrir áður en blaðið fór í prentun. Tveir síðustu leikirnir verða á Sauðárkróksvelli gegn Þór Akureyri laugardaginn 15. sept. og útileikur 22. sept. gegn Þrótti Reykjavík. /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.