Feykir


Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 10

Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 10
10 Feykir 33/2012 Forritastjóri frá MIT háskóla heimsótti Fab Lab á Sauðárkróki Styður við nýsköpun um allan heim Sherri Lassiter, forritastjóri hjá Center for Bits and Atoms í MIT háskóla í Bandaríkjunum, heimsótti Fab lab smiðjur á Íslandi í sumar, þar á meðal Fab Lab á Sauðárkróki. Feykir náði tali af Sherri og fékk að heyra um spennandi og sívaxandi heim stafrænnar framleiðslu. Fab Lab, Fabrication laboratory, er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er, eins og Sherri orðar það: „Ef þú gætir skapað hvað sem er, hvað myndir þú gera?“ Í dag eru Fab Lab smiðjurnar í heiminum orðnar 140 talsins í 27 löndum og eru fjöldi smiðja í undirbúningi. „Talan kemur til með að tvöfaldast næstu 18 mánuði. Hér á Íslandi eru nú þegar komnar þrjár Fab Lab smiðjur og stendur til að opna tvær til þrjár til viðbótar, þannig að þá má segja að við séum að upplifa lögmál Moore [e. Moore´s law], bæði á heimsvísu og á Íslandi,“ segir hún og brosir. Sherri útskýrir að um þessar mundir er það sem hefur verið kallað þriðja stig tölvubylt- ingarinnar. Fyrsta byltingin var árið 1945 þegar samskipti frá hliðrænni [e. analogue] til stafrænni [e. digital] var fundin upp. Önnur byltingin átti sér stað árið 1955 þegar samskipti frá hliðræns til stafræns tölvuútreiknings [e. computation] gerðist en sú þriðja árið 2005 þegar samskipti frá hliðrænni til stafrænnar framleiðslu kom til sögunnar. „Þriðja byltingin felur í sér að verksmiðjur, þ.e. stór rými full af stórum vélum, munu víkja fyrir smærri stafrænum vélum og koma þær til með að taka við framleiðslu,“ segir Sherri. Hugmyndina að stafrænni framleiðslu rekur hún til hvernig lífverur verða til: „Prótein senda skilaboð til DNA erfðaefnisins, það sendir skilaboð og loks verður til manneskja. Á sama hátt sendum við skilaboð úr tölvum í vélar sem geta mótað það sem við viljum.“ En hvernig kom Fab Lab til sögunnar? „Árið 2001 fengum við hjá MIT Center for Bits and Atoms (CBA) 50 milljón dollara styrk, á fimm ára tímabili, til að rannsaka og þróa stafræna framleiðslu. Hugmyndin af Fab Lab kom til þegar við vorum að sækja um styrkinn, þ.e. hvernig styrkurinn kæmi samfélaginu til góða. Við myndum stefna að því að koma á laggirnar smærri stafrænum smiðjum og gera þessa tækni aðgengilega fyrir almenning,“ segir Sherri. Fyrsta Fab Lab smiðjan í Bandaríkjunum varð til árið 2002 og fljótlega sýndu aðilar utan Bandaríkjanna því áhuga á að koma sér upp Fab Lab smiðju. Sherri segir það hafi vakið athygli þeirra hjá CBA að þeir sem sýndu smiðjunum fyrst áhuga var fólk frá strjálbýlum og fámennum samfélögum. „Á þeim svæðum var mikil eftirspurn eftir hátæknibúnaði til nýsköpunar, t.d. varð fyrsta Fab Lab smiðjan utan Bandaríkjanna til í dreifbýli á Indlandi og önnur smiðjan í Norður Noregi, og svo fleiri mætti nefna,“ segir Sherri. Smiðjurnar eru í raun sjálfstæðar einingar sem sjá um að fjármagna sig sjálfar. Nýsköpun frjóust hjá grasrótinni Fyrsta Fab Lab smiðjan á Íslandi varð til í Vestmannaeyjum árið 2008 en að sögn Sherriar má upphaf hennar rekja til þess þegar Smári nokkur McCarthy, Íslendingur frá Vestmannaeyjum, sá fyrirlestur sem vakti áhuga hans á netinu þar sem Neil Gershenfeld forstjóri CBA segir frá Fab Lab. Smári og Frosti Gíslason tóku sig saman, settu sig í samband við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og í kjölfarið var fyrsta Fab Lab smiðjan opnuð á landinu. Árið 2010 var Fab Lab opnað á Sauðárkróki, svo var smiðja nýverið opnuð á Akranesi og til stendur að opna aðra á Ísafirði nú í haust. „Það er frábært að vera sá aðili sem hefur umsjón með samhæfingu Fab Lab netsins á alheimsvísu og fá tækifæri til þess að heimsækja hina ýmsu yndislegu staði líkt og Ísland. Það er mikilvægt fyrir okkur hjá CBA að fylgjast með öllum þeim spennandi nýjungum sem er að gerast í Fab Lab smiðjunum um allan heim og jafnframt að aðstoða þær við að þróa stefnumörkun, en í þeim tilgangi er ég einmitt stödd hér í dag,“ útskýrir hún. Sá þáttur sem Sherri leggur ríka áherslu á er menntun ungmenna og að miðla áfram þeirri þekkingu hvernig hægt sé að búa til hluti í gegnum tölvur. Hún segir sífellt fleiri horfa til Fab Lab sem tæki til að auka tæknilæsi. „Hingað til hafa ungmenni ýmist valið bóklegt eða verkleg nám en við viljum hvetja þau til að tvinna þetta tvennt saman, því þar gerist nýsköpunin. Útlit er fyrir mikla samkeppni um störf í framtíðinni og auknar kröfur gerðar um fjölbreytta kunnáttu. Það mikilvægasta sem við komum til með að kenna börnum okkar er að tileinka sér sífellt nýja kunnáttu, þ.e. að læra að læra,“ útskýrir Sherri og segir miklu skipta að ná til grasrótarinnar. „Nú þegar er byrjað að kenna Fab Lab í Fjölbrautaskólum en við teljum þörf á því að ná til barnanna fyrr, á meðan þau eru í grunnskóla. Á þeim aldri eru þau frjóust í hugsun og full af eldmóði, en í Fab Lab skiptir sköpun einmitt mestu máli.“ Fab Akademían [e. Fab Aca-demy] er einskonar alheims háskóli stofnaður árið 2008 og hóf formlega göngu sína haustið 2009. „Fab Akademíunni er ætlað að veita góða menntun þar sem öllum er gert kleift að stunda nám heima. Hugsunin er sú að í stað þess að hæfileikaríkt fólk þurfti að yfirgefa heimaslóðir til að sækja menntun, í von og óvon um að snúa aftur að skólagöngu lokinni, þá nýtur samfélagið áfram góðs af þessu fólki,“ segir Sherri. Fyrirkomulagið er á þann veg að fyrirlestrar fara fram í gegnum netið, þar sem kennarar frá MIT sjá um kennslu og svo eru staðbundnir vinnuhópar sem vinna saman að verkefnum og eiga samskipti sín á milli. Nú eru um 70 nemendur um allan heim að stunda nám hjá Fab Akademíunni. Að lokum varpaði blaða- maður Feykis hinni dæmigerðu spurningu að Sherri: „How do you like Iceland?“ - „Þetta er búið að vera æðislegt! Ég er búin að vera á miklum þeytingi; skoða Reykjavík, Vestmannaeyjar, Gullna hringinn og svo sá ég heilmikið á leiðinni hingað á Sauðárkróki. Ég vildi bara að ég gæti verið lengur. Svo er Frosti búinn að kenna mér setningu sem hann segir mjög mikilvæga til að komast af hér á landi: „Frosti er snillingur,“ segir hún og hlær. Sherri Lassiter ásamt verkefnisstjórum Fab Lab í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki, Frosta Gíslasyni t.v. og Vali Valssyni. Myndir frá Fab Lab á Sauðárkróki. Fab Lab er vinsælt hjá fólki á öllum aldri en í smiðjunni eru fjórar tölvustýrðar vélar sem hægt er að nota til ýmis konar sköpunar. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.