Feykir


Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 3
33/2012 Feykir 3 Gauksmýri í Línakradal í Húnaþingi vestra hefur verið valinn bær septembermán- aðar hjá Ferðaþjónustu bænda en í byrjun hvers mánaðar er valinn einn ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda sem hefur staðið sig sérstaklega vel á sviði gæða – og umhverfismála, vöruþróunar og í þjónustu við viðskiptavini. Þá er einkum horft til sér- stöðu staðarins og nýbreytni á sviði þjónustu og afþreyingar. Val á bæ mánaðarins byggist á umsögnum gesta og mati starfsfólks skrifstofu Ferða- þjónustu bænda. „Gauksmýri er glæsilegt sveitasetur í fallegu umhverfi, einnig hestamiðstöð og fugla- paradís með fjölbreyttar veit- ingar og vinalega þjónustu,“ segir í fréttatilkynningu frá Ferðaþjónustu bænda. Í fréttatilkynningunni segir að samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu Húnaþing vestra Gauksmýri bær mánaðarins Í ár fagnar Kirkjukór Sauðárkróks 70 ára afmæli sínu. Í tilefni af því buðu kórfélagar í afmælis- kaffi síðastliðinn sunnudag í félagsheimilinu Ljósheimum að lokinni messu í Sauðárkróks- kirkju. Fyrrverandi söngfélagar og aðrir velunnarar kórsins skunduðu í Ljósheima og samglöddust kórfélögum. Einn af stofnendum kórsins, Anna Pála Guðmundsdóttir, mætti á afmælishátíðina og voru henni færð blóm og þökkuð störf í þágu kórsins. Þá söng kórinn nokkur lauflétt lög. Í bókinni Sauðárkrókskirkja og formæður hennar segir: „Kirkjukór Sauðárkróks var stofn- aður 20. ágúst, mest að tilstuðlan Sigurðar Birkis söngmálastjóra og Eyþórs Stefánssonar. Stofn- endur voru tuttugu, en þrjátíu talsins, ef allir eru taldir, sem urðu virkir félagar á árinu 1942.“ Samkvæmt félagslögum skildi tilgangur kórsins vera að starfa að „…kirkjulegri söngmennt og tónlist, með samsöngum og á annan hátt, er heppilegastur telst á hverjum tíma.“ Núverandi formaður Kirkjukórs Sauðárkróks er Sólveig Þorvaldsdóttir en organisti og stjórn- andi kórsins er Rögnvaldur Valbergsson en hann hefur gegnt starfinu í rúman aldarfjórðung. /ÓAB Kirkjukór Sauðárkróks 70 ára Boðið í afmæliskaffi Auglýst eftir IPA-verkefnistillögum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst eftir hugmyndum að IPA-verkefnum á Íslandi en markmið þeirra er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu. Auglýst er eftir verkefnum á sviði: Atvinnuþróunar og byggðamála Velferðar- og vinnumarkaðsmála Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra. Stefnt er að því að verja þeim til allt að 20 verkefna um allt land á árinu 2013. Verkefni skulu taka mið af „Ísland 2020“ stefnumörkuninni og vera unnin í samstarfi a.m.k. þriggja aðila. Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur og að hámarki ein milljón evra. Umsóknafrestur er til 30. nóvember 2012 Frekari upplýsingar um IPA og umsóknargögn eru aðgengileg á slóðinni: www.byggdastofnun.is/ipa ➤ ➤ ➤ Kynningarfundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum á næstunni: Grand hóteli Reykjavík 10. september kl. 13-17.30 Háskólanum á Akureyri 11. september kl. 13-17.30 Hótel Héraði á Egilsstöðum 12. september kl. 13-17.30 Hægt verður að fylgjast með fundinum þann 11. september á vefsíðu Byggðastofnunar. Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Tilkynna þarf um þátttöku á netfangið ipa@byggdastofnun.is með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. bænda eru gæðin og fjöl- breytnin hjá Gauksmýri til fyrirmyndar. Gestgjafarnir Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir og annað starfsfólk staðarins leggur sig fram við að veita góða þjónustu og miðla sérþekkingu sinni á íslenska hestinum til gesta. Vel er hugað að aðgengismálum staðarins sem og umhverfismálum. /BÞ Nokkrir fyrrum kórfélagar. Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir. Skagafjörður Uppskera víðast hvar mjög góð Þresking í Skagafirði hófst í lok ágúst, tveim vikum fyrr en síðasta ár og samkvæmt Guðrúnu Lárusdóttur formanni Búnaðarsam- bands Skagfirðinga er uppskera víðast hvar mjög góð. Guðrún segir þegar búið að þreskja á flestum bæjum í Hegranesi og að vélarnar séu nú komnar upp í Hjaltadal og Viðvíkursveit. Þreskivélarnar eru í eigu Þreskis ehf. sem er félag kornræktarbænda í Skaga- firði. Félagið býr yfir þremur þreskivélum og eru þær notaðar til að þreskja þá 500ha sem ræktuð eru af korni í Skagafirði. /BÞ Þreskivélar Þreskis ehf. að störfum í Hegranesi. Mynd: Guðrún Lárusdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.