Feykir


Feykir - 13.09.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 13.09.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 34/2012 Nú er sláturtíðin komin á fullt skrið hjá sláturhúsunum þremur á Norðurlandi vestra en í heildina má búast við því að nokkuð yfir þrjúhundruð þúsund fjár verði lógað í haust. Alls munu yfir 370 manns koma að þeim störfum sem fyrir liggja og telja erlendir starfsmenn húsanna 230 manns. Margt af því fólki hefur starfað áður hjá sláturhúsunum því 70 – 90% þeirra skilar sér nú aftur í sláturvertíð. Hjá Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki er áætlað að um 120.000 fjár verði lógað í haust en yfir 3000 lömbum er slátrað á dag þegar fullum afköstum er náð. Ekki var boðið upp á sumarslátrun hjá KS þar sem nóg kjöt var til á lager og sagði Ágúst Andrésson að vísað hafi verið á sumarslátrun á Hvammstanga, en þar vantaði kjöt í útflutning á Ameríku- markað. Hann segir að slátur- tíðin leggist vel í stjórnendur sláturhússins enda með frá- bæran mannskap en samt vantar ennþá nokkra, bæði verkamenn og ekki síður úrbeinara til starfa. Magnús Freyr Jónsson hjá SKVH á Hvammstanga segir að um 88.000 fjár verði slátrað hjá þeim og 2400-2700 lömbum lógað á dag þegar fullum afköstum er náð. Magnús segir að helsta nýjungin þetta haustið sé sú að nú koma þeir til með að geta fryst sjálfir þær aukaafurðir sem falla til, vegna kaupa á húsnæði Meleyrar en hingað til hefur þurft að keyra þeim til frystingar í Búðardal og á Krókinn. Slátrað var 13., 20. og 27. ágúst um 2300 dilkum og gekk vel. Hjá SAH Afurðum á Blönduósi er gert ráð fyrir að slátrað verði vel yfir 100.000 fjár og segir Sigurður Jóh- annsson framkvæmdastjóri að um 2700 dilkum verði lógað á dag að jafnaði. Hjá SAH vinna um 115 manns þegar allt er talið, um 70% er fólk af erlendu bergi brotið og 90% þeirra hafa verið hjá fyrirtækinu áður. Ekki var boðið upp á slátrun þetta sumarið og þegar Sigurður er spurður nánar út í það segir hann: -Sumarslátrun er fyrirhöfn, og held að það sé aðalmálið. /PF Sauðfjárslátrun hafin Yfir 300.000. fjár verður lógað í haust Ferðasaga Kristrúnar Kristjánsdóttur frá Melstað í Miðfirði Með penna í farteskinu XI Kristrún Kristjánsdóttir fór í heimsreisu ásamt vinkonu sinni Lóu Dís Másdóttur. Undanfarna mánuði hefur hún deilt upplifun sinni af ævintýrum þeirra á leiðinni austur á bóginn. Ferðalagið hófst þann 15. febrúar en nú eru þær komnar til Sapa, í Norðvestur Víetnam. - - - - Síðasta daginn, þann 25. mars, borðuðum við pönnsurnar okkar og svo var eiginlega bara komið að brottför. Við fórum í sturtu og áður en við vissum vorum við komnar upp í bíl og á leiðinni í siðmenninguna. Svolítil töf varð reyndar á leiðinni því tveir flutningabílar voru fastir á sveitaveginum, þannig að við urðum að reyna að keyra framhjá en þá festist bíllinn okkar í drullu - þá var bara að fara út að ýta. Mjög fyndið og gaman. Við enduðum svo í Sapa town og fórum á sama resturant sem við byrjuðum ferðina á. Borðuðum ágætis mat þar, svo kom Hví með matsblaðið sem við áttum að fylla út og guð minn góður ég hef aldrei vitað aðra eins framkomu! Hann kom með blaðið og sat við hliðina á mér á meðan ég reyndi að fylla út, alltaf að kíkja yfir öxlina á mér. Sem betur fer kom maturinn á meðan þannig að ég sagði honum bara að skilja blaðið eftir og ég myndi fylla það út eftir matinn. Við fylltum þetta nú samt bara út yfir matnum og hann var alltaf að koma og kíkja. Neðst á blaðinu stóð að þetta ætti að fara í umslag en þegar ég bað Hví um það sagði hann að þeir væru ekki með neitt, svo fór hann að barborðinu þar sem fimm manns sem unnu þarna stóðu og fór að lesa og þýða það fyrir þau beint fyrir framan okkur. Ég labbaði til hans og sagði að mér þætti þetta frekar óþægilegt, að þau væru að lesa þetta fyrir framan okkur, ég held hann hafi ekki skilið neitt því hann sagði bara „yes“ og hélt svo áfram. Við fórum í hraðbanka og þegar við komum inn þögðu þau öll og störðu á okkur, mjög óþægilegt! Svo kom Hví með blaðið og spurði hvort ég vildi bæta einhverju við, þá hélt hann að ég hafi verið að biðja um það. En þá sögðum við honum mjög skýrt að þetta væri frekar óviðeigandi og óþægileg framkoma. Hann sagði að hann hafi bara verið að sýna yfirmanni sínum þetta. Við sögðum honum þá að þeir hefðu alveg getað farið aðeins afsíðis. Æj, ég veit ekki hvort við vorum að gera úlfalda úr mýflugu en þetta var eitthvað svo óþægilegt. Við enduðum svo á því að fara í þorpið þar sem lestarstöðin var. Hví vildi endilega sýna okkur barnið sitt svo við fórum fyrst þangað, svo á veitingahús og að lokum í lestina aftur til Hanoi. Lestin var algjör draumur, okkur fannst dýnurnar svo þykkar og mjúkar og sváfum eins og ungabörn eftir alveg æðislega ferð. Um kvöldið fórum við út að borða á rosalega góðum stað og drifum okkur svo aftur á hótelið til að pakka fyrir næsta áfangastað. Kristrún Kristjánsdóttir skrifar ~ „Svolítil töf varð reyndar á leiðinni því tveir flutningabílar voru fastir á sveitaveginum, þannig að við urðum að reyna að keyra framhjá en þá festist bíllinn okkar í drullu - þá var bara að fara út að ýta.“ Frá Sapa Town.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.