Feykir


Feykir - 06.12.2012, Page 4

Feykir - 06.12.2012, Page 4
4 Feykir 46/2012 DRÁTTARVÉL ÓSKAST! DRÁTTARVÉL ÓSKAST Óska eftir að kaupa dráttarvél MF 135. Upplýsingar í síma 892 1362. Rannsóknasetur verslunarinnar gefur út metsölulista Mynd vikunnar Veistu svarið kunningi? Það var hart tekist á í spurningakeppni sem haldin var í Tjarnabæ félagsheimili hestamannafélagsins Léttfeta á dögunum. Hér berjast þeir um bjölluna Heiðar Svanur Óskarsson og Árni Þór Friðriksson og þó ekki sé útséð hér hver fór með sigur af hólmi í þeirri baráttu varð lið Heiðars hlutskarpari í fjölda réttra svara. /PF Meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar hefur lagt drög að því að hækka leikskólagjöld í sveitarfélaginu annað árið í röð, og það langt umfram verðlag. Hækkunin nú mun verða til þess að það verður um 19% dýrara að hafa börn á leikskóla á næsta ári en það var í desember 2011. Hækkunin mun örugglega koma harkalega niður á heimilisbókhaldi ungs fólks, en gjaldskrárhækkunin er í prósentum talið fjórfalt hærri en launaþróun í landinu á sama tímabili. Umrædd stefna er í algjörri andstöðu við þá stefnu að leita allra leiða til þess að hvetja ungt og kraftmikið fólk til þess að festa rætur í Skagafirði, en leitað hefur verið ásjár ESB til þess að finna upp leiðir til að bæta búsetuskilyrði ungs fólks í héraðinu. Sú áhersla VG, að hækka leikskólagjöld langt umfram verðlag, kemur á óvart þar sem flokkurinn boðaði loforð um gjaldfrjálsan leikskóla í stjórnarandstöðutíð sinni. Samkvæmt metsölulista bókaverslana frá 25. nóvember – 1. desember sem Rannsóknasetur verslunarinnar gefur út eru tveir Skagfirðingar með bækur sínar á topp 10. Annar þeirra er Lýtingurinn Arnaldur Indriðason með bókina Reykjavíkurnætur og hinn er Króksarinn og laumu-Hofsósingurinn Björn Jóhann Björnsson með Skagfirskar skemmtisögur í flokknum Fræði og almennt efni. Þess má geta að sölutölur frá verslunum í Skagafirði eru ekki inni í þessari samantekt bókaútgefenda og Rannsókna- setursins sem gefur þessari niðurstöðu meira vægi. Björn Jóhann segir ágætan gang vera á hlutunum en hann hefur verið að kynna bókina víða og fengið til liðs við sig Jóhönnu Sigríði, sem fór á kostum í þættinum Bergsson & Blöndal á Rás2 um daginn en einnig áttu þau að vera á Útvarp Sögu í morgun. Jóhanna er meðal sögupersóna í bókinni en hún var prestsmaddama á Miklabæ fyrir margt löngu en þar ól hún upp Pétur Jóhann Sigfússon sjónvarpsmann og skemmti- kraft fyrstu æviár hans. /PF Mótsagnakennt Tveir Skagfirðingar á topp 10 Sömuleiðis boðaði samstarfs- flokkur VG í meirihlutanum, í aðdraganda síðustu kosninga, að tryggja ódýr leikskólapláss. Frjálslyndir og óháðir í sveitarstjórn Skagafjarðar telja réttara að fara varlegar í gjaldskrárhækkanir og leita frekari leiða til sparnaðar til að endar náist saman í rekstri. Það er víst að hvorki gríðarleg skuldaukning meirihluta Vg og Framsóknarflokks né gjald- skrárhækkanir sem beinast einkum að barnafólki, munu bæta búsetuskilyrði ungs fólks. AÐSENT SIGURJÓN ÞÓRÐARSON SKRIFAR Þá fer að líða að því að árið 2012 hverfi á vit fortíðar með sína atburðasögu. Og þá vill blandast saman í hugum okkar mannanna söknuður vegna þess góða sem við fengum að njóta á árinu og líklega nokkur kvíði fyrir því ókomna. Á nýju ári á að kjósa og ýmsum býður slæmt í grun. Svo fer kannski Katla að gjósa og kannski verður annað hrun? Í ríkiskerfinu virðist oft sem margir sitji yfir litlum verkefnum á háum launum og tæknin þar virðist jafnframt vera með ýmsu sniði: Tölvukerfið virkar varla, víst í flestu ofborgað. Og síst á færi kerfiskarla að koma saman skýrslu um það! Heilastarfsemi sumra ráðamanna virðist orðin meira en lítið sandorpin og afleiðingarnar leyna sér ekki: Að byggja á sandi við síkvika dröfn er síst eftir forsjálum ráðum. Það lækkar því risið á Landeyjahöfn og líklega hverfur hún bráðum! Gamla póstkerfið verður alltaf betra í minningunni eftir því sem fleiri pósthús eru aflögð og þjónustan dregst saman: Senn er liðið enn eitt ár Týnist stundum taska og bréf, traustar heimtur bila. Samt er kyrjað kunnugt stef: Við komum því til skila! Ýmsir þingmenn sem hafa hrokkið út úr framarútu flokkanna og telja sér betur borgið með öðrum hætti, gylla nú fyrir almenningi nýja valkosti, enda kosningar framundan. Um eitt nýlegt dæmi af slíku tagi varð þessi vísa til: Með Bjarta framtíð góð og gæf, greitt svo stóru nemur, mögnuð bæði og mikilhæf Marshall-hjálpin kemur! Ég orti á árinu nokkrar vísur um meinta heilastarfsemi karla og kvenna, eftir að hafa hlustað á mjög hressilegar umræður um slíkt milli fólks af báðum kynjum. Þó ekki kæmi til handalögmála hvessti verulega um skeið, en að lokum tókst að koma málum í léttari farveg. Eftirfarandi vísa varð til er gustaði sem mest: Ekki þarf um það að deila, því sé enginn rotaður, að konur almennt hafa heila, en hann er lítið notaður ! Þó að almenningur sitji við lífskjara-skerðingar á öllum sviðum, virðast alltaf finnast einstaklingar sem fljóta ofan á öllu og myndu seint una áföllum. Um einn slíkan fæddist þessi vísa: Þyldi einn sitt skolla skeið skaða ei neinn í kjörum. Aldrei seinn á auraleið eða hreinn í svörum. Þó að vökvunin sé mörg á lífsleiðinni er enginn vafi á því hvað best hefur reynst af slíku og mest gefandi. Sumt fólk sem heiðra ætti vill þó gleymast, en aðrir sem engin ástæða er til að heiðra eru heiðraðir í bak og fyrir: Flestum hefur móðurmjólk mest til gæfu runnið. Í heiminum á að heiðra fólk sem hefur til þess unnið! Á síðustu árum hefur borið mjög á því að konur á framaleið hafi tileinkað sér í æ meiri mæli tilburði og takta karla á sömu leið. Mikil spurning er því hvort aukin áhrif slíkra framagæsa komi til með að bæta eitthvað almenn réttindi kvenna í samfélaginu : Kringum valdastríð í stöðum, staðlaðar í öllum kvöðum, taka víða krampakippi konur þær sem hafa typpi ! Og að lokum má geta þess að margt gerist í prófkjörum: Sigmundur steig yfir þrenginga þröskuld og þar með lokað á aumingja Höskuld. Menn kusu þar formanninn – fölir og leiðir, af flokkslegri skyldu - og sumir reiðir! /Rúnar Kristjánsson AÐSENT RÚNAR KRISTJÁNSSON

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.