Feykir


Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 5
46/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Skíði Frábær árangur hjá Sævari í Idre A-landsliðsmenn Íslands í skíðagöngu kepptu um síðustu helgi á FIS móti í Idre í Svíþjóð og náði Skagfirðingurinn Sævar Birgisson frábærum árangri þegar hann lækkaði sig niður í 86 FIS punkta í sprettgöngu með frjálsri aðferð á laugardag. Þar með náði Sævar Ólympíulágmarki í þeirri grein Júdófélagið Pardus Powerade bikarkeppni Verðlaunað fyrir út- breiðslustarf Dottnir úr bikarnum Veistu svarið kunningi? Stutt gaman hjá Stólunum Júdófélagið Pardus á Blönduósi var verðlaunað fyrir útbreiðslustarf á dögunum en það er yngsta júdófélagið á Íslandi. Félagið var stofnað í fyrra og eru yfir 40 iðkendur hjá félaginu. Samkvæmt heimasíðu Júdó- sambands Íslands fór verð- launaafhendingin fram að lokinni Sveitakeppni JSÍ sem fór fram helgina 17. – 18. nóvember sl. en þá var tilkynnt val á júdómönnum ársins 2012, ásamt áðurnefndum verðlaunum fyrir útbreiðslustarf. Þormóður Jóns- son úr ÍR og Ásta Lovísa Arnórsdóttur úr ÍR voru valin júdómenn ársins 2012. /BÞ Líkt og Þórsarar náðu Snæfellingar einnig fram hefndum með öruggum sigri í Poweradebikarnum sl. sunnudagskvöld. Jafnræði var með liðunum lengi vel í þremur fyrstu leikhlutunum en í þeim fjórða skildi á milli þegar Snæfellingar settu í lás og lönduðu sætum sigri. Þar með eru þeir komnir í 16 liða úrslit en Tindastóll dottinn út og draumurinn um að endurtaka leikinn frá fyrra tímabili í Laugardalshöll allur. Næsti leikur hjá Tindastól fer fram í kvöld er þeir heimsækja Njarðvík í Ljónagryfjuna og verður eflaust hart barist fyrir fyrstu stigunum í deildinni en þau hafa látið bíða eftir sér fram að þessu. /PF Tindastólsmenn náði ekki að fylgja eftir glæstri frammistöðu í Lengjubikarkeppninni, þar sem þeir unnu Þór frá Þorlákshöfn í undanúrslitum og Snæfell í úrslitum, er bæði lið þessi heimsóttu Síkið á dögunum. Síðastliðinn fimmtudag náðu leikmenn Þórs að hefna ófara sinna í Lengjubikarnum svo um munaði er þeir mættu á Krókinn og unnu Stólana í Dominos- deildinni 85-101 eftir að heimamenn höfðu verið tveimur stigum yfir í leikhléi. Stólarnir náðu ekki að fylgja eftir mjög góðum fyrsta leikhluta leiksins en að honum loknum leiddu þeir 32-17 en þeir héngu á forystunni fram að hléi en þá var staðan 47- 45. Eftir að þriðji leikhluti var úti voru Þórsarar komnir með 12 stiga forskot sem þeir létu ekki af hendi allt fram að leikslokum og sigruðu því heimamenn með 101 stigi gegn 85. /PF Birgir Þór Guðmundsson körfuboltastrákur Helsta afrekið að ná í Herdísi NAFN OG HEIMILI: Birgir Þór Guðmundsson frá Stóru-Seylu. ÁRGANGUR: 1991. HVAR ÓLSTU UPP? Aðallega í Skagafirði, eyddi samt þremur árum í Reykjavík. HVERRA MANNA ERTU? Af Keflavíkurættinni. Sonur Guðmundar Þórs og Steinunnar. ÍÞRÓTTAGREIN: Körfubolti. ÍÞRÓTTAFÉLAG/FÉLÖG: Tindastóll! Birgir Þór Guðmundsson byrjaði að æfa körfubolta með körfuboltaklúbbnum Uppunum á Sauðárkróki haustið 2011. Þurfti hann að velja á milli þess að halda áfram að syngja í Karlakórnum Heimi eða spila körfubolta og segist Birgir hafa séð það að hann gæti farið aftur í Heimi þegar hann yrði gamall. -Þannig að ég valdi boltann, segir Birgir sem hefur síðan átt einn stórkostlega feril sem um getur í heimssögunni. Fyrir ári síðan segist Birgir hafa verið slakur að skjóta á körfu á leið á Uppaæfingu þegar Bárður þjálfari Tindastóls kom auga á þennan tveggja metra jaxl og sagði honum að mæta á meistaraflokksæfingu daginn eftir. Frá þeim degi hefur Birgir fylgt liði sínu, fengið silfurpening um hálsinn frá Bikarkeppni síðustu leiktíðar og svo gull og bikar bæði í Greifamótinu í haust og svo Lengjubikarnum fyrir skömmu. Þá er tölfræðin á öllum hans körfuboltaferli mjög góð, er með 100% skotnýtingu eða 1/1 í 2 stiga. Helstu íþróttaafrek: Annað sæti í Powerade- bikar, Greifameisari, Lengjubikarmeistari. Skemmtilegasta augna- blikið: Fyrsti leikurinn minn. Neyðarlegasta atvikið: Að snúa mig í upphitun í fyrsta leiknum mínum. Einhver sérviska eða hjátrú? Nei, það held ég ekki. Uppáhalds íþróttamaður? Aðalsteinn Orri Arason. Ef þú mættir velja þér andstæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? Axel Kára í streetball hjá íþróttahúsinu. Hvernig myndir þú lýsa rimmunni? Spennandi til að byrja með en síðan myndi ég snýta honum. Helsta afrek? Helsta afrek mitt fyrir utan íþróttirnar er þegar ég fór suður á Gordjöss Lödunni minni yfir Kjöl og náði í Landeyjadrottninguna Herdísi Rútsdóttur. Lífsmottó: Mikið smjör, mikinn rjóma. Helsta fyrirmynd í lífinu, (og af hverju): Það er pabbi minn hann Guðmundur. Bara fyrir að vera magnaður. Hann er alltaf til staðar og gerir allt fyrir mig. Hvað er verið að gera þessa dagana? Vinna hjá Friðrik Jónsson ehf., æfa körfu, slökkviliðsæfingar og björgunarsveitaræfingar. Hvað er framundan? Sveinspróf og meirapróf í desember. ÍÞRÓTTAGARPURINN UMSJÓN palli@feykir.is Egill Þorri Steingrímsson tók við viðurkenningu fyrir hönd Júdófélagsins Pardus á Blönduósi. Ljósm.: Júdósamband Íslands. Ingvi Rafn átti góðan leik sl. sunnudagskvöld Samkvæmt heimasíðu Skíðasambands Íslands átti Sævar best 145 punkta sem hann náði í Bruksvallarna fyrir hálfum mánuði en með þeim árangri, sem skilaði honum í 13. sæti í keppninni, er hann langt undir Ólympíulágmarki sem er 120 punktar í sprettgöngu. Á sunnudag var svo keppt í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og þar náði Sævar einnig sínum besta árangri til þessa þegar hann hafnaði í 40. sæti sem gaf honum 123 punkta. Brynjar Leó Kristinsson SKA keppti einnig um helgina en náði ekki að toppa sinn besta árangur en þeir félagar munu keppa næst í Noregi helgina 15-16.desember. /PF Dominosdeildin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.