Feykir


Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 06.12.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 46/2012 Húsasótt er hvimleiður vandi Húsasótt er eitthvað sem af og til er talað um í fréttum og einkennin oft þreyta, slappleiki eða höfuðverkur hjá fólki og tengist ákveðnum byggingum eða húsum. Blaðamaður viðurkennir þó að hafa ekki mikið heyrt um þetta en Garðar segir að fólk sé í auknum mæli að stíga fram til að segja frá reynslu sinni af þessari vinnu hans. Hann hvetur fólk sem hann lagar hjá að láta heyra í sér svo boðskapurinn fái að berast sem víðast enda af nógu að taka. Tekur hann sem dæmi hlustanda Bylgjunnar sem hringdi inn fyrir stuttu. -Það var maður í Reykjavík, leigubílstjóri, sem ég lagaði hjá fyrir svona rúmlega hálfu ári síðan. Hann beið eftir því að fara í uppskurð á fótum því hnén á honum voru ónýt og hann staulaðist heima á hækjum. Ég vissi ekki meira nema að hann hringir á Bylgjuna og án þess að ég vissi um það. Þar sagði hann það í fréttum að kallinn hefði komið og lagað þetta hjá sér og hefði getað farið að staulast um eftir smá tíma. Svo bara varð hann orðinn góður og fer til læknis og læknirinn segir að það sé ekkert að hnjánum á honum og hann sé farinn að keyra. Þetta sagði hann á Bylgjunni og þetta er allt rétt sem hann sagði. Og það var heldur betur hringt í mig á eftir. Hvað heldurðu að maður sé búinn að hjálpa mörgum bara með þetta, spyr Garðar undrandi blaðamann sem starir agndofa á manninn og hugsar hve magnað það sé að geta létt fólki þvílíkar þjáningar með tiltölulega einföldum aðgerðum. Það er ekki bara mannfólkið sem fær bót meina sinna vegna lagfæringa Garðars heldur búsmalinn líka. Garðar segir að þeir séu fáir bæirnir sem hann á eftir á Norðurlandi og einhverjir hreppar alveg búnir að fá yfirhalningu. -Já, já. Þetta er voða gaman. Ég er eiginlega búinn með alla bændurna hérna á þessu svæði. Þetta hefur svo mikið að segja með júgurbólgu hjá beljunum. Frumutalan í mjólkinni getur verið kannski 290-300 en þegar ég er búinn að laga þá rokkar hún svona öðru hvoru megin við hundraðið, segir Garðar og greinilegt er að bændur eru mjög meðvitaðir um þetta. -Já, segir Garðar með mikilli áherslu. -Þeir vita alveg um þetta. Á Ströndum er ég t.d. búinn með alveg fullt af fjárhúsum og á Fellsströnd og Skarðsströnd er ég búinn með öll fjárhús en þetta hefur gríðarlega mikið að segja fyrir sauðféð. Það sem skeður hjá sauðfénu er að rollurnar eiga hægara með að bera og það varla þarf að hjálpa ánum á eftir en það hefur gríðarmikið að segja. Ég get nú ekki sannað eitt eða neitt í þessu en þetta er bara eins og annað við fengitímann. Ég vil oft halda því fram að svo og svo mikið af ám sem eru geldar að það sé út af þessu, segir Garðar sem einnig hefur hjálpað hundaræktendum. -Það hafa verið vandamál með tíkur sem gutu látnum hvolpum og líka að þær fengu ekki. En eftir að búið er að laga þá klikkar ekki got og allt saman í lagi. Það er enginn munur með sauðfé eða annað, þetta er allt eins. Var nærri dauður Áður en Garðar fór út í þetta verkefni sitt lenti hann sjálfur í krísu vegna rafmengunar og barðist við krabbamein sem hann náði sér af en konuna missti hann úr sama sjúkdómi. -Ég var rétt dauður úr krabbameini. Það er búið að skera í burtu efri góminn á mér og kinnbeinið og fleira. Ég missti heyrnina og annað raddbandið, segir Garðar og útskýrir hvernig hann svaf á hættulegri sprungu sem eru alls staðar í jörðinni en eftir þeim streyma þessar skaðlegu rafbylgjur sem hann ver húsin fyrir með tækjum sínum. -Ég svaf ofan á einni svona í rúminu. Við konan mín sváfum á sitt hvorri sprungunni en hún var búin að ganga með meinið miklu lengur en ég og án þess að vita það. Læknar töldu að hún hafi gengið með það jafnvel í 20 ár, segir Garðar. Upp úr þessum veikindum fékk hann mann til að laga hjá sér húsið hvað skaðlegar rafbylgjur varðar og fékk áhuga á að beita þessum aðferðum líka. Hann lærði þessi fræði af öðrum og hefur þróað þetta frekar með tímanum og segist ekki sjá eftir því. -Ég hef aldrei unnið eins þakklátt og skemmtilegt verk um ævina. Aldrei nokkurn tíma. VIÐTAL Páll Friðriksson Garðar Bergendal þekkja margir sem hafa notið þjónustu hans, hjá öðrum hringja engar bjöllur fyrr en talað er um rafbylgjumælingar og varnir. Garðar hefur í fimmtán ár hjálpað fólki að losna við rafmengun bæði úr híbýlum sínum sem og útihúsum með góðum árangri en með því segir hann að fólk og skepnur losni við ýmsa kvilla sem hugsanlega eru að valda óþægindum og tjóni. Segist hann koma tvisvar til þrisvar eftir fyrstu heimsókn til að fullkomna verkið því ekki gengur upp að koma bara einu sinni. Garðar var á Norðurlandi í síðustu viku og lék blaðamanni Feykis forvitni á að vita út á hvað þessar mælingar og varnir ganga. Hjálpar til við að laga ýmsa kvilla Garðar segir að það sem hann er að gera sé tvíþætt. Í fyrsta lagi er ekki sama hvernig rafmagnsklóin í tækjum heimilisins snúi því það er brúnn vír öðru megin og blár hinu megin og þeir þurfi að passa saman. –Þegar þú kemur með eitthvert apparat og stingur í samband þá veist þú ekkert hvoru megin blái eða brúni vírinn er í apparatinu þegar þú stingur í samband. Þegar þú stingur bláa vírnum í strauminn í veggnum þá hendist rafmagn út með klónni. Það sem ég geri er að ég mæli og merki þeim megin sem straumurinn er í innstungunni og svo komum við með klóna og stingum henni í samband. Mæli hvernig hún á að snúa, ef hún snýr rétt þá set ég lítinn punkt á klóna. Nú getur þú labbað með þessa kló um allt hús og stungið rétt í samband því ég er búinn að merkja hverja einustu innstungu og hvert einasta tæki sem þú átt. Svo læt ég þig hafa prjóna þannig að þú getur fundið þetta út sjálfur, hvort húsið þitt er í lagi og þegar þú kaupir þér einhver ný tæki. Ég kenni þér á það, segir Garðar og heldur áfram: -Síðan er komið að aðalmálinu. Það eru jarðárurnar. Þær koma úr suðvestri í norðaustur. Þetta er bara rafmagn sem kemur upp í jörðinni og það er að valda alveg þvílíkum óþægindum hjá fólki. Það sem að skeður hjá fólki er að fótaverkir hverfa í flestum kringumstæðum, svefntruflanir, fólk sem er með kæfisvefnsvélar geta hent þeim og þetta hefur áhrif á skapferli í fólki, segir Garðar en einnig hefur fólk vitnað um að þetta hafi áhrif á sjón og jafnvel að mígreni hafi læknast sem og blæðandi exem og munar um minna. Einnig hafa þessar varnir áhrif á andrúmsloft og hreinlæti húsa því Garðar fullyrðir að þetta hafi áhrif á myglusveppi og jafnvel að þegar búið er að laga húsin þá hverfi má heita öll ló og ryk úr húsunum. Garðar Bergendal stundar rafbylgjumælingar og varnir Garðar Bergendal með prjónana að vopni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.