Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 1
fff
BLS. 6-7
BLS. 8
Anna Magnea Valdimars-
dóttir frá Skagaströnd er
matgæðingur vikunnar
Með diploma í
kökuskreytingum
BLS. 11
Opnuumfjöllun um Viking
Rafting í Skagafirði
Mekka og
paradís
fljótasiglinga
Feykir heimsækir elstu
timburkirkju landsins
Sumarmessa í
Knappstaðakirkju
27
TBL
11. júlí 2013
33. árgangur : Stofnað 1981
S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6
FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!
Safnadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land sl.
sunnudag og mörg söfn og setur opin almenningi
endurgjaldslaust af því tilefni.
Hjá Byggðasafni Skagfirðinga komu samtals 1046 gestir í
heimsókn, 91 í Minjahúsið og 955 í Glaumbæ.
-Hollvinir safnsins og sjálfboðaliðar til margra ára unnu við
ýmislegt handverk inni í bæ og félagar í danshópnum Fléttunni
stigu létt spor á bæjarhlaðinu á Glaumbæ. Veðrið var dásamlegt,
gat ekki verið betra, sagði Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri eftir
ánægjuríkan dag. /PF
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
Íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur
Margir mættu í Glaumbæ
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200
G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N
DELL Inspiron 5521
Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur ·
15.6“ HD WLED · Windows 8
„Eigum að vera vel tryggð“
Fjósbruninn í Hegranesi
Aðfararnótt mánudags kviknaði í fjósi
á bænum Egg í Hegranesi í Skagafirði.
Það var húsfreyja á þarnæsta bæ,
Hamri, sem varð vör við brunalykt og
eftir að hafa aðgætt næsta nágrenni
ók hún að Egg og vakti ábúendur þar,
þau Emblu Dóru Björnsdóttur og Davíð
Loga Jónsson.
Þegar Feykir kom á staðinn á
mánudagsmorgun var þegar búið að
slökkva eldinn og viðgerðir hafnar.
Davíð sagði að slökkvilið frá Sauðár-
króki hefði þegar verið kallað á staðinn
og gekk nokkuð greiðlega að slökkva
eldinn. Verið er að rannsaka elds-
upptökin.
Að sögn Emblu Dóru er nú unnið að
því að loka þakinu, en fjósþakið er allt
ónýtt ásamt hluta af hlöðuþakinu. Hún
segir iðnaðarmenn hafa drifið að strax
um morguninn og um klukkan tvö um
daginn var hægt að hefja mjaltir.
Mjaltakerfið er því komið í lag og vatn
og rafmagn til bráðabirgða.
Embla segir um 15-30 manns hafa
verið við störf hjá þeim frá því á
mánudagsmorgun. Er hún bjartsýn á að
tryggingar nái yfir tjónið. /KSE
Félagar í danshópnum Fléttunni stíga dansinn á bæjarhlaðinu á Glaumbæ. Mynd: Byggðasafn Skagfirðinga