Feykir - 11.07.2013, Qupperneq 5
27/2013 Feykir 5
Fjórðungsmótið á Kaldármelum
Líney hlaut reiðmennsku-
og ásetuverðlaun
Líney María Hjálmars-
dóttir á Tunguhálsi í
Skagafirði hlaut
reiðmennsku- og
ásetuverðlaun Félags
tamningamanna sem
veitt voru á Fjórðungs-
mótinu á Kaldármelum,
en mótinu lauk sl.
sunnudag.
Hestur mótsins var Freyðir frá
Leysingjastöðum II, en það
var Ísólfur Líndal Þórisson úr
hestamannafélaginu Þyt sem
keppti á honum.
Hestamannafélögin í
Skagafirði og Húnavatns-
sýslum áttu marga keppendur
á mótinu. Hér fyrir neðan eru
taldir upp þeir sem lentu í
verðlaunasætum á mótinu:
A-flokkur, A-úrslit:
2) Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá/
Ólafur Ásgeirsson (Þytur) 8,58
Tölt 17 ára og yngri, A-úrslit
1) Ásdís Ósk Elvarsdóttir/ Lárus frá
Syðra-Skörðugili (Stígandi) 7,00
B-flokkur, A-úrslit
1) Freyðir frá Leysingjastöðum II/
Ísólfur Líndal Þóris. (Þytur) 9,01
Tölt, A-úrslit
2) Bjarni Jónasson/ Randalín frá
Efri-Rauðalæk (Léttfeti) 8,11
A-flokkur, B-úrslit
1) Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá/
Ólafur Ásgeirsson (Þytur) 8,54
2) Álfrún frá Víðidalstungu II/
Ísólfur Líndal Þóris. (Þytur) 8,53
3) Frabín frá Fornusöndum/
Jóhann Magnússon (Þytur) 8,49
Ungmennaflokkur, A-úrslit
2) Sigurður Rúnar Pálsson/ Reynir
frá Flugumýri (Stígandi) 8,57
3) Jón Helgi Sigurgeirsson/ Smári
frá Svignaskarði (Stígandi) 8,35
Unglingaflokkur, A-úrslit
1) Ásdís Ósk Elvarsdóttir/ Lárus frá
Syðra-Skörðugili (Stígandi) 8,59
3) Þórdís Inga Pálsdóttir/ Kjarval
frá Blönduósi (Stígandi) 8,54
Barnaflokkur, A-úrslit
3) Ingunn Ingólfsdóttir/ Magni frá
Dallandi (Stígandi) 8,49
B-flokkur, B-úrslit
2) Grettir frá Grafarkoti/ Herdís
Einarsdóttir (Þytur) 8,6
Unglingaflokkur, B-úrslit
1) Ásdís Ósk Elvarsdóttir/ Lárus frá
Syðra-Skörðugili (Stígandi) 8,55
3) Helga Rún Jóhannsdóttir/ Embla
frá Þóreyjarnúpi (Þytur) 8,29
A-flokkur stóðhesta, A-úrslit
2) Seiður frá Flugumýri II/ Viðar
Ingólfsson (Stígandi) 8,59
Tölt 17 ára og yngri B-úrslit
3) Eva Dögg Pálsdóttir/ Hroki frá
Grafarkoti (Þytur) 5,67
Ungmennaflokkur, B-úrslit
1) Sigurður Rúnar Pálsson/ Reynir
frá Flugumýri (Stígandi) 8,42
2) Laufey Rún Sveinsdóttir/ Ótti frá
Ólafsfirði (Léttfeti) 8,35
Barnaflokkur B-úrslit
1) Björg Ingólfsdóttir/ Morri frá
Hjarðahaga (Stígandi) 8,38
Nánari upplýsingar um úrslit
mótsins má finna á fés-
bókarsíðu þess og á vefnum
fm.lhhestar.is. /KSE
Líney María á Kaldármelum. Mynd: Magnea K. Guðmundsdóttir
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport
Körfuknattleiksdeild Tindastóls
Helgi Freyr með Stólunum
Á þriðjudag skrifaði Helgi
Freyr Margeirsson undir
samning við Tindastól um að
hann leiki með liðinu næsta
vetur í 1. deildinni í körfu-
boltanum. Helgi hefur leikið
með félaginu undanfarin ár
og verið lykilmaður en óvíst
var hvað hann myndi gera
eftir að liðið féll úr úrvals-
deild síðasta tímabil. Helgi
segir að komandi leiktíð verði
væntanlega áhugaverð.
-Leikmannahópurinn er
breyttur og við erum að spila í
öðru umhverfi, 1. deildin er
ekki alveg sú sama og
úrvalsdeildin, en áskorunin er
samt sú að við ætlum að fara
Helgi Freyr er bjartsýnn á gengi Tindastóls í vetur en hér skrifar hann undir samning við liðið. Með
Helga á myndinni eru þeir Ásmundur Baldvinsson og Jón Ingi Sigurðsson.
Knattspyrna 1. deild karla: Víkingur R. – Tindastóll 1–1
Stólarnir nældu í eitt stig í Víkinni
Lið Tindastóls og Víkings áttust við í níundu
umferð 1. deildar karla fimmtudagskvöldið 4.
júlí sl. og var leikið í Víkinni.
Víkingum hefur gengið ágætlega í sumar og
voru fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar. Liðin
skiptust á jafnan hlut og reyndust lokatölur 1-1.
Lið Víkings var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og
hefði forysta þeirra getað verið meiri en 1-0 í
hálfleik en það var Aron Elís Þrándarson sem
gerði mark heimamanna á 34. mínútu. Tinda-
stólsmenn komu grimmir inn í síðari hálfleik og á
60. mínútu skoraði Elvar Páll Sigurðsson laglegt
mark eftir fyrirgjöf frá Steven Beattie.
Næsti leikur strákanna er hér heima gegn
Haukum föstudaginn 12. júlí nk. /ÓAB
Góður árangur okkar fólks
27. Landsmót UMFÍ var haldið á Selfossi um
helgina. Veðurguðirnir skeyttu skapi sínu á
gestum en ungt og hresst íþróttafólk lét það
ekki buga sig og vann mörg góð afrek.
SKEET Guðmann Jónasson frá skotfélaginu
Markviss á Blönduósi keppti í SKEET og var
efstur að stigum að fimm hringjum loknum en
laut í lægra haldi fyrir Stefáni Örlygssyni eftir
bráðabana um bronsið og hafnaði því í 4. sæti.
/KSE
FRJÁLSAR Í frjálsíþróttakeppninni stóðu Skag-
firðingar fyrir sínu að vanda. Fríða Ísabel Friðriks-
dóttir varð í 3. sæti í þrístökki. Karlasveit UMSS í
4x100m boðhlaupi, skipuð þeim Sveinbirni Óla
Svavarssyni, Ísak Óla Traustasyni, Guðjóni
Ingimundarsyni og Daníel Þórarinssyni, lauk
hlaupinu í 3. sæti. /GSG
Landsmót UMFÍ á Selfossi
Knattspyrna 1. deild kvenna: ÍR – Tindastóll 0-6
Tindastóll valtaði yfir ÍR
Stelpurnar í Tindastóli nýttu
sér gestrisni ÍR stúlkna
fimmtudagskvöldið 4. júlí sl.
og gjörsigruðu gestgjafa sína
á Hertz vellinum með sex
mörkum gegn engu.
Það er eflaust kærkomið hjá
liðinu að skora svo mikið í
einum leik því ekki er hægt að
segja að mörkin hafi raðast inn
til þessa. Þær stöllur Carolyn
Polcari og Leslie Briggs skiptu
markasúpunni á milli sín,
Carolyn með tvö mörk en Leslie
fjögur.
Kvennalið Tindastóls hefur
nú leikið átta leiki í deildinni og
er með 9 stig að þeim loknum.
Laugardaginn 14. júlí nk.
mæta stelpurnar ÍA á heimavelli,
leikurinn hefst kl. 14:00.
/PF
upp, segir Helgi en bendir á að
það séu nokkur félög í deildinni
sem þarf virkilega að berjast við
til þess að það markmið náist.
-Ég hef trú á því að við höfum
mannskapinn og getuna til að
komast upp, segir Helgi Freyr.
/PF
Leslie Briggs.
Atvinna
N1 óskar eftir að ráða áreiðanlegt og þjónustulundað
starfsfólk til starfa á þjónustustöð félagsins í Staðarskála.
Öll aðstaða í Staðarskála er fyrsta flokks og boðið er upp á
gistingu fyrir starfsfólk á vakt í nýlega endurbættu húsnæði.
Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Hlöðversdóttir,
stöðvarstjóri í síma 440 1336.
Áhugasamir geta einnig sótt um á www.n1.is