Feykir


Feykir - 11.07.2013, Side 7

Feykir - 11.07.2013, Side 7
27/2013 Feykir 7 og fremst náttúruupplifun, vera bara í náttúrunni frá öðru sjónarhóli en þegar þú ert gangandi. Austari áin, þar erum við að tala um eina af bestu raftingám í Evrópu. Hún er skráð 3 til 4+ á erfiðleika- skala en getur verið 5 í miklum vexti. Hún er tæknileg og breytileg og þeir Chris og Anup upplifa alltaf eitthvað nýtt í þessari á þó þeir fari hana aftur og aftur, þannig er hún svo skemmtileg. Það sem gerir hana svona góða er það hvað hún er tæknileg og skemmtilegar flúðir í henni. Það eru þessi ótrúlegu gljúfur þegar farið er í gegn, þar sem þú sérð mörg lög af hraunbreiðum og götum og jarðsagan er einstök, segir Björg og aðdáun hennar á þessu svæði leynir sér ekki. Auk dagsferða í árnar er boðið upp á þriggja daga ferðir á vegum Viking Rafting en þá er byrjað uppi á Laugafelli. Björg segir að þar sé áin allt öðruvísi og mjög skemmtileg og til að mynda birtist grein um þá ferð í New York Times þar sem sagt er að um sé að ræða bestu ferð sem greinarhöfundur hefur farið í. Björg segir þó að ekki sé mikið bókað í þriggja daga ferðirnar en erlendis þar sem boðið er upp á slíkar ferðir sé yfirleitt fullbókað. -Þó er okkar ferð einstök að því leyti að þú ert í náttúrunni en annarsstaðar getur þú verið að rafta meðfram þjóðvegum þar sem þú sérð bíla og fólk en það sem gerir þessa ferð einstaka er hvað við erum afskekkt ef svo mætti segja. Björg segir að erlendir ferðamenn séu í meirihluta viðskiptavina nú en áður voru það Íslendingarnir sem voru fjölmennari. Hún segir alltaf mesta fjörið hjá þeim. Vinnustaðahópar eða klúbbar eru þó alltaf að koma öðru hverju og átti hún von á einum daginn eftir að viðtalið var tekið og var mikil tilhlökkun. En hvernig er ef einstaklingur vill rafta? -Þá er bara að panta. Við förum með lágmark tvo einstaklinga en það kemur sjaldan fyrir að við þurfum að setja einhvern á biðlista. Við förum á hverjum degi ef búið er að bóka fyrirfram, segir Björg sem á von á góðu sumri í bókunum. Tal okkar berst að hátíð- inni sem haldin var um sumarsólstöðurnar Midnight Sun River Festival 2013. Björg segir að sá draumur hafi blundað lengi í þeim að halda kajakfestival enda hafi strákarnir mikla reynslu í að halda álíka keppnir erlendis. Hún segir það ekki auðvelt að finna staði þar sem hægt sé að keppa á með góðar aðstæður fyrir áhorfendur. Svo er líka spurning hvaða keppendur mæta. -Ef það koma keppendur sem geta bara verið í vestari ánni þá er keppnin haldin þar en ef kajakræðarar á heimsmælikvarða mæta þá er keppnin haldin í þeirri austari. Við ákváðum í rauninni of seint að gera þetta núna og gátum í rauninni lítið auglýst og vildum kannski líka hafa festivalið lítið og læra af reynslunni. Það komu sextán kajakerar og flestir á því stigi að vera ekki tilbúnir í austari ána, þannig að keppnin var færð í þá vestari og héldum þá hraðakeppni í staðinn sem var mjög skemmtileg. Sigga frá Bústöðum bauð upp á kjötsúpu á árbakkanum og við vorum með ýmsa leiki. Draumurinn er svo að halda þetta að ári og reyna að fá sterka keppendur erlendis frá til að hafa þetta enn skemmtilegri keppni, segir Björg en bætir við að það sé ágætt að byrja rólega. -Það var rosalega gaman að horfa á þetta. Svo blönduðum við þessu við miðnætur-rafting og loks bjuggum við til úr þessu festival þar sem haldnir voru tónleikar og bjuggum til slip and slice rennibraut á Hafgrímsstöðum, fólk kom og tjaldaði og grillaði og hafði gaman saman. Þó rafting sýnist við fyrstu kynni geta verið hættulegt sport segir Björg það ekki vera. -Allir geta farið í rafting svo lengi sem viðkomandi er ekki hræddur við vatn og algjör byrjandi getur farið í þriggja daga ferðina. Það er ekki laust við að blaðamaður sé orðinn spenntur að skella sér í rafting aftur og jafnvel dýfa sér í Austari-Jökulsá en góðar minningar koma upp í hugann frá því að farin var ein ferð niður vestari ána á árdögum fljótasiglinga í Skagafirði. Lesendur eru því hvattir til að láta verða af því að fara niður aðra eða báðar árnar og kynna sér fljótasiglingarnar í Skagafirði ef þeir hafa ekki látið verða af því nú þegar en auk Viking Rafting býður Bakkaflöt einnig upp á slíkar ferðir. Með pólitíkina í blóðinu Lilja Rafney Magnúsdóttir er áttundi þingmaður Norðurlands vestra og situr fyrir Vinstri-græn á Alþingi. Hún var kjörin á þing árið 2009 og svo aftur í síðustu kosningum og sat þá í efsta sæti listans. Áður hafði hún tekið sæti sem varaþingmaður og segir hún þann tíma seint gleymast. Lilja Rafney býr á Suðureyri, gift Hilmari Oddi Gunnarsyni vörubílstjóra frá Skagaströnd og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Lilja er Þingmaðurinn á Feyki þessa vikuna og svarar hér laufléttum spurningum. Starf áður en þingmennskan kallaði: -Hef starfað við fisk- vinnslu, verslunar og skrif- stofustörf og sundlaugina og íþróttahúsið á Suðureyri. Einnig hef ég verið starfandi í verkalýðsmálum og var for- maður í verkalýðs- og sjó- mannafélagi í fjölda ára ásamt því að vera þátttakandi í sveitarstjórnarmálum og oddviti í minni heimabyggð á Suðureyri og var varaþing- maður í þrjú kjörtímabil áður en ég settist á þing. Hvenær og hvernig vaknaði áhugi þinn á pólitík? -Póli- tískur áhugi hefur alltaf blundað í mér þar sem ég kem úr pólitískri fjölskyldu og þannig umhverfi að tekist var á um pólitík. En ég fór fyrir alvöru að láta til mín taka um þrítugt þegar ég varð formaður Verkalýðs- og sjómannafél- agsins Súganda á Suðureyri og þá fór boltinn að rúlla. Ég hef verið á kafi í pólitík síðan og það er engin leið að hætta. Hvenær settist þú fyrst á þing? -Ég settist fyrst á þing 1992 sem varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið og það voru tvær vikur sem gleymast seint. Ég var með yngstu dóttur mína eins árs og þá elstu þá 14 ára með mér fyrir sunnan til að passa þá litlu en eiginmaðurinn var bundinn fyrir vestan með syni okkar tvo og var þar að sinna sinni vinnu. Hvaða máli værir þú líkleg til að beita þér fyrir á Alþingi framar öðrum? -Ég vil beita mér fyrir jöfnun búsetu- Þingmaðurinn : Lilja Rafney Magnúsdóttir UMSJÓN palli@feykir.is skilyrða á landsbyggðinni í sem víðustum skilningi og undir þann hatt tek ég mennt- un, samgöngur, heilbrigðis- mál, jöfnun orkukostnaðar og fjölbreytni í atvinnumálum. Ég hef barist fyrir breyt- ingum á fiskveiðistjórnunar- kerfinu og mun halda því áfram og vil að kjör elli- og örorkuþega verði bætt með endurskoðuðu almannatrygg- ingakerfi sem var tilbúið fyrir síðustu kosningar og brýnt er að byggt verði á til að einfalda kerfið og hífa upp kjörin. Telur þú að stjórnmála- umhverfið hafi breyst eða sé að breytast frá því sem áður var? –Já, mér finnst margt hafa breyst eftir Hrun. Traust til stjórnmálamanna var í lágmarki og það tekur tíma að endurvinna gagnkvæmt traust og virðingu sem þarf að vera á báða bóga svo við getum í sameiningu byggt upp gott velferðarsamfélag. Einnig tel ég brýnt að standa vörð um málefni hinna dreifðu byggða og tel að ekki megi fækka þingmönnum landsbyggðarinnar frekar en orðið er því þá stefnum við í borgríki með einsleitari sjónarmið. Hvaða málefni telur þú að brenni helst á íbúum Norðurlands vestra? -Ég tel að það séu atvinnumálin og að undirbyggja þar fjölbreytni og styðja það sem fyrir er hjá íbúum hvort sem það snýr að landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu og að geti nýtt sem best þau tækifæri og auðlindir sem svæðið býr yfir til nýsköpunar. Þar er mann- auðurinn og hugmyndaflugið það dýrmætasta sem hvert landsvæði byggir á. Hvaða áhugamál áttu fyrir utan pólitíkina? -Tónlist, ferðalög, rækta garðinn minn og samverustundir með stór- fjölskyldunni. Mig hefur alltaf langað að stunda hesta- mennsku þar sem ég var oft á hestbaki sem barn hjá afa og ömmu en ekkert hefur orðið úr því enn en hver veit, það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast. Hver er uppáhalds tónlistar- maðurinn? -Þeir eru svo margir því ég er nær alæta á tónlist en Bubbi hefur nú alltaf verið ofarlega á blaði hjá mér af íslenskum tónlistamönnum og karlakórarnir klikka aldrei. Hver er uppáhalds kvik- myndin? -Börn náttúrunnar. Hvert er uppáhalds íþrótta- félagið? -Íþróttafélagið Stefnir Suðureyri sem nýlega varð 100 ára gamalt og er enn í fullu fjöri. Ein góð saga í lokin: Það gengur oft mikið á fyrir kosningar og oft mikið fjör á kosningaskrifstofunum. Það gerðist fyrir nokkrum árum fyrir kosningar að mikil traffik hafði verið á kosninga- skrifstofunni hjá VG á Ísafirði fyrir alþingiskosningar og ég lagði mig alla fram við að spjalla við sem flesta og vera almennileg. Vinkona mín á Þingeyri hafði verið í heimsókn og ég var handviss um að hún hefði gleymt innkaupapokanum sínum á skrifstofunni. Ég tók mig til og hljóp með matvörupokann í áætlunarbíl sem var að fara til Þingeyrar og bað bílstjórann að koma pokanum til kon- unnar sem hann gerði. Seinna kom í ljós að vinkona mín sem var að vinna á kosninga- skrifstofunni átti innkaupa- pokann og að kvöldmaturinn hennar hafði farið með rútu til Þingeyrar. Já, hjálpsemin getur stundum farið fram úr sjálfum sér. Lilja Rafney væri til í að stunda hestamennsku enda oft á baki sem barn.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.