Feykir


Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 9

Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 9
27/2013 Feykir 9 Eigendaskipti hjá Pardus á Hofsósi Vildum halda þjón- ustunni á staðnum Eigendaskipti hafa orðið á hinu rótgróna bifreiðaverkstæði Pardus sem starfað hefur í um 40 ár á Hofsósi. Páll Magnússon og Herdís Fjeldsted hafa nú selt Rúnari Númasyni og Valdísi Hálfdánardóttur á Hofsósi verkstæðið, en Páll stofnaði það á sínum tíma ásamt Birni Níelssyni. Feykir náði tali af Rúnari þar sem hann var í girðingarvinnu á Þrastastöðum, en þar reka þau sauðfjár- og nautgripabúskap, auk þess að vera með trésmíðafyrirtæki. „Það var skrifað undir rétt um Jónsmessuna,“ staðfesti Rúnar. En hvað kom til að trésmiðurinn ákvað að fara að reka bíla- og búvélaverkstæði? „Það var nú aðallega það að missa þetta ekki af staðnum, Palli var búinn að auglýsa þetta lengi og vildi fara að hætta. Þar sem enginn annar virtist ætla að taka slaginn ákváðum við að reyna þetta og freista þess að fá fleiri í lið með okkur og nú erum við að auglýsa eftir starfsfólki.“ Rúnar nefnir að öll þjónusta í Skagafirði út að austan sé að skerðast og ekki megi við því að kroppa meira af henni. Auk þess sé um nokkuð stóran vinnustað að ræða sem muni um í ekki stærra samfélagi. „Við sem eigum heima hérna verðum að berjast á móti þessari slæmu þróun áður en við missum allt frá okkur.“ Það var því ekki verkefnaskortur í smíðunum sem varð til þess að Rúnar fór út í þennan nýja rekstur, enda segir hann aldrei hafa verið meira að gera þar. „Okkar helstu viðskiptavinir eru bændur og þeir standa alltaf við sitt þrátt fyrir að illa hafi árað hjá þeim undanfarið.“ Rúnar segir að stefnan sé að rúlla rekstri Pardus áfram eins og verið hefur og segist hann svo heppinn að hafa þar ýmsa reynda og góða starfsmenn sem verði áfram. „Við ætlum að efla þjónustuna, ekki síst í rafmagninu, og þjónusta viðskipta- vini til sjávar og sveita. Það er vel hægt að stækka Pardus sem vinnustað ef næg verkefni eru fyrir hendi, verkstæðið sem slíkt bíður alveg upp á það, sagði Rúnar að lokum, bjartsýnn á framhaldið./KSE Guðmundur S. Borgarsson frá Goðdölum skrifar: Tilfinningin að aka fram Lýdó er alltaf góð Sælir lesendur Feykis. Í upphafi vil ég þakka Arnóri Halldórssyni fyrir þann vinargreiða að draga mig fram á ritvöllinn. Honum mun vera það fullljóst að ritsnilli mín er lítil, en mun ég nota tækifærið og fjalla nær eingöngu um uppeldisslóðir mínar í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Auðvitað er maður stoltur Skagfirðingur og Lýtingur, hef eitthvað ferðast um landið, og verð alltaf hissa á hvað vel gengur með vegabætur í Lýdó miðað við víða á landinu. Að hluta til ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Úthafsrækjuveiðibann var sett á 1. júlí Bagalegt fyrir útgerðina Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið stöðvuðu veiðar á úthafsrækju frá 1. júlí sl. þar sem afli þeirra sem þær stunda er orðinn umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar á yfirstandandi fiskveiði- ári sem stendur til 31. ágúst. Þröstur Friðfinnsson fram- kvæmdastjóri Dögunar á Sauðárkróki segir bannið mjög bagalegt fyrir rækju- útgerðina þar sem þetta eru alla jafna tveir hagstæðustu mánuðir ársins til veiða. Þröstur segir það einnig mjög slæmt að búið sé að gefa út að hugsanlega verði form veiðanna endurskoðað, en ekkert sé enn komið fram um það hvort eða hvernig það verði gert. -Í dag veit því enginn hvernig veiði verður háttað frá 1. september, hvort hún verður frjáls eða kvótasett og þá hvernig. Þetta setur rækjuútgerði í upp- nám og var ekki á bætandi fyrir greinina. Því er alger nauðsyn að fara að fá fram hvað ráðamenn ætla sér með rækjuna, segir Þröstur sem telur það einnig alvarlegt að flestir í greininni séu sammála um að ráðgjöf Hafró sé ekki góð. Rannsóknir eru að hans mati of litlar og ómarkvis- sar og ráðgjöf alveg úr takt við það sem áður tíðkaðist. -Okkur finnst því veiðiráðgjöf nú upp á 5 þús. tonn alveg fráleit og ætti frekar að vera nær 15 - 20 þúsund tonnum hið minnsta, þegar horft er til rannsókna og ráðgjafar s.l. 20 - 30 ár. Þröstur segir það sérstakt áhyggjuefni ef rækjan verður kvótasett á ný og farið eftir þessari ráðgjöf um heildarafla. -Ef kvóta verður úthlutað til fyrri handhafa, þá er nokkuð sjálfgefið að ekki næst að veiða nema hluta kvótans og veiði myndi þá minnka um helming eða jafnvel meira frá því sem verið hefur, þar sem töluverður hluti kvótans myndi læsast inni í kerfinu og ekki vera nýttur til veiða. Þetta er vegna þess að greinin ber ekki kvótaleigu sem neinu nemur og þá geta menn nýtt sér rækjukvóta í kerfinu með öðrum hætti en til veiða. Þá segir Þröstur athyglisvert að sjá að sumir þeir sem mest höfðu á móti frjálsum rækju- veiðum á sínum tíma eru nú hæst ánægðir með þær: ...enda hefur frelsið aukið umtalsvert það hráefni sem kemur til vinnslu, segir hann. -Að öllu samanlögðu er þetta því afar öfugsnúið ástand og brýn þörf á að bregðast við. Ýmsar leiðir eru til að tempra rækjuveiði, ef menn telja þörf á er skýringin sennilega sú að ferðaþjónusta er töluverð, virkjunarkostir í umræðunni, tenging við hálendið, en landbúnaður vissulega frekar á undanhaldi. Tilfinningin að aka fram Lýdó er alltaf góð, hugur í fólki og ekkert væl. Kvenfélagið öflugt og á heiður skilið fyrir sín störf. Ánægður var ég við síðustu messu í Goðdalakirkju yfir þeim kjarnakonum sem þar sáu um söng. Lýtingar standa fyrir sínu, stóðu keikir að sameiningu sveitarfélaga á sínum tíma og lögðu sitt til við sameiningu skóla. Taka nýju fólki vel. En látum gott heita, meira til gamans gert að sýna þá þröngsýni að fjalla eingöngu um Lýdó. Varmahlíð er mér hugleikin og vona ég að Skagfirðingar styrki þann stað og geri honum eins hátt undir höfði og kostur er. Hofsós orðin fast að því nafli alheimsins, hver hefði trúað því fyrir 25 árum. Marga ágæta kunningja á ég úr Fljótum frá Varmahlíðarskólaárunum, og minnir mig að þá hafi líka verið snjór í Fljótum. Sauðárkrókur að sjálfsögðu þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu og heldur stoltur vörð um gullmolann KS. Að lokum læt ég fljóta með kveðskap eftir Svein Jóhannsson, Varmalæk, sem hann orti við vígslu félagsheimilsins Árgarðs. Vona að rétt sé með farið. Nú er allt í háalofti og hamförum hreint öll sveitin, þrútin er af framförum. Hreppsnefndin er sæl með sig og sýnist þetta flott svona nokkuð þykja myndi í Seyluhreppi gott. Nýtt er afl úr læðing leyst, loks er Framför endurreist. Kvenfélagsins kjarna lið körlum engan gefur grið og séra Ágúst fús mun blessa framhaldið. - - - - - Ég sendi boltann á frænku mína Sólborgu Öldu Pétursdóttir. því, t.d. væri hægt að stöðva veiðar yfir harðasta vetrartímann þegar þær eru óhagkvæmastar í stað þess að taka bestu mánuðina út. Einnig er hægt að stýra fjölda skipa á rækjuveiðum, breyta reglugerðum um veiðisvæði á ýmsum árstímum, breyta reglugerð um meðafla og notkun fiskipoka svo eitthvað sé nefnt, segir Þröstur en stóra málið sé samt að endurskoða veiðiráðgjöf Hafró. -Þar liggur í raun vandinn í dag því stjórnmálamenn þora ekki að fara gegn ráðgjöf vís- indamannanna, sama hve hún byggir á veikum grunni. /PF Páll og Rúnar handsala eigendaskiptin. Ljósmynd: Silla Páls

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.