Feykir - 11.07.2013, Page 10
10 Feykir 27/2013
Hvetja fólk til að vera
úti og leika sér saman
Útilífsdagur barnanna á Reykjum
Útilífsdagur barnanna var haldinn
sunnudaginn 7. júlí sl. Mikill fjöldi var mættur
til að taka þátt og leika sér úti, en um 150 manns
voru mættir á svæðið.
,,Ég fékk innblástur af þessum degi frá Kom deg
ut dagen í Noregi og okkur Sigríði Ingu langaði
að prófa slíkt hið sama hér og Reykjaströndin var
kjörinn staður fyrir svona dag,” sagði Pálína Ósk
Hraundal, einn af skipuleggjendum Útilífs-
dagsins.
Krakkarnir fengu að elda á báli, nota norrænar
útilífsaðferðir, fara í leiki, heyra sögur og margt
fleira.
„Við vorum í skýjunum með bæði þátttöku og
hvað allir voru virkir og áhugasamir að taka þátt
og vera með. Við höfum ekki tekið neina
ákvörðun um hvort dagurinn verði aftur að ári.
En hvetjum auðvitað fólk til þess að vera öflugt að
vera úti og leika sér saman,” bætir Pálína við. /GSG