Feykir


Feykir - 07.11.2013, Síða 4

Feykir - 07.11.2013, Síða 4
4 Feykir 42/2013 Aflahornið 26. október – 2. nóvember 2013 Um 500 tonnum landað í vikunni Í vikunni sem leið var landað um 24 tonnum á Hofsósi, 364 tonnum á Skagaströnd, rúmum 112 tonnum á Sauðárkróki og tæpum 3 tonnum á Hvammstanga. Alls gera þetta rúmlega 500 tonn á Norðurlandi vestra, sem er um 200 tonnum minna en í síðustu viku. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Harpa HU-4 Dragnót 2.879 Alls á Hvammstanga 2.879 Fjölnir SU-57 Lína 70.212 Flugalda OF-15 Handfæri 2.077 Hamar SH-224 Landb.lína 25.468 Kristinn SH-812 Landb.lína 15.780 Páll Jónsson GK-7 Lína 78.286 Rifsnes SH-44 Lína 31.926 Sighvatur GK-57 Lína 53.272 Tjaldur SH-270 Lína 60.831 Valdimar GK-195 Lína 26.250 Alls á Skagaströnd: 364.102 Ásmundur SK-123 Landb.lína 8.511 Oddverji ÓF-76 Landb.lína 12.575 Þorgrímur SK-27 Landb.lína 2.933 Alls á Hofsósi 24.019 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 1.928 Klakkur SK-5 Botnvarpa 109.651 Óskar SK-13 Handfæri 686 Alls á Sauðárkróki 112.265 Comeniusverkefni sem Húnavallaskóli tekur þátt í um þessar mundir og ber yfirskriftina „From past, hand in hand for future,“ er sam- starf á milli skóla í Evrópu. Löndin sem Húnavallaskóli verður í samstarfi við næstu tvö árin eru Pólland, Þýskaland, Noregur, Ítalía, Bretland, Spánn, Grikkland og Tyrkland. Þetta verkefni er styrkt af Evrópusambandinu og voru 68 skólar á Íslandi sem sóttu um styrk en aðeins 33 skólar fengu styrk og var Húnavallaskóli einn þeirra. Áhersla er lögð á samskipti, samvinnu, menntun, vinnu í öðrum löndum, að efla Evrópuvitund og halda tungu- málakennslu á lofti. Frekar er ýtt undir nemendaskipti og kynningu á menningu annarra landa. Í okkar verkefni er mikil áhersla lögð á fortíð og hvernig hún hefur haft áhrif á vinnu- brögð nútímans. Í Húnavalla- skóla erum við alls 29 nem- endur úr 7., 8., 9. og 10. bekk í þessu verkefni. Yfirumsjón með verkefninu hefur Sonja Suska og er Berglind Baldursdóttir henni til aðstoðar. Síðan verður farið í ferðir erlendis. Fyrst fara kennarar til Tyrklands á undirbúningsfund. Svo verður farið til Spánar, Ítalíu og Frá fortíð, hönd í hönd, fyrir framtíðina KRISTÍN UNA RAGNARSDÓTTIR SKRIFARFRÁ LESENDUM Þýskalands eða til Noregs 2014 og lokaferð til Grikklands árið 2015. Einnig verður tekið á móti nemendum frá öðrum löndum í september 2014. Núna erum við að vinna við allskonar verkefni, þ.á.m. erum við að búa til vídeó og myndasögur þar sem við kynnum skólann og sýnum hvað við gerum í tímum og ýmislegt fleira. Einnig vorum við að gera lógó fyrir verkefnið og var kosið um besta lógóið. Svo gerðum við okkar eigin Comeniusar horn, þar sem við teiknuðum löndin í Evrópu, og hengdum upp allt sem tengist Comeniusarverkefninu, jóla- kort síðan í fyrra og margt fleira. Kristín Una Ragnarsdóttir, nemandi í 10. bekk Húnavallaskóla Leikur er barna yndi Fyrr á þessu ári lauk tveggja ára þróunaraverkefni undir yfirskriftinni “Leikur er barna yndi” sem unnið var í leikskólanum Ásgarði í Húnaþingi vestra. Verkefnið var unnið af Elsu Rut Róbertsdóttir, Guðrúnu Láru Magnúsdóttir og Sigurbjörgu Friðriksdóttir. Markmiðin með verkefninu voru að auka gæði frjálsa leiksins sem í daglegu tali innan skólans er nefndur „flæði“, nýta betur húsnæði og leikefnivið skólans og dýpka þekkingu og færni starfsfólks til að vinna í anda hugmyndafræði Mihaly Csikszentmihalyi. Samkvæmt kenningum hans er flæði þær stundir sem við gerum hlutina án áreynslu, hæfileikar eru fullnýttir og við upplifum bestu stundirnar í lífi okkar. Með því að nýta betur húsnæði, leikefnivið og gefa flæði aukið vægi í dagskipu- laginu kom í ljós að nemendur upplifðu meiri leikgleði, sýndu aukið frumkvæði, virkni, ein- beitingu og öðluðust frekari færni í samskiptum, samvinnu og hjálpsemi. Með því að auka þekkingu starfsfólksins á fræð- unum upplifði starfsfólkið meiri starfsánægju, og fannst það betur í stakk búið að gefa af sér í leik og starfi. Þegar nemandi kemur til skóla að morgni er lögð áhersla á að foreldrar fylgi honum inn á leiksvæði og aðstoði hann við að finna sér viðfangsefni. Þegar foreldri sýnir umhverfi barns- ins áhuga verður barnið öruggara í aðstæðum og því gott upphaf á skóladegi. Morgunmatur er borinn fram milli kl. 08:15 til 09:00 og getur nemandi fengið sér nær-ingu þegar honum hentar og haldið svo áfram með fyrri viðfangsefni eða fundið sér ný. Leikurinn er ríkjandi bæði úti og inni til kl.11:00 en þá hefjast mál- örvunarstundir og er unnið í litlum hópum. Eftir hádegis- mat er hvíldarstund og að henni lokinni er áframhaldandi leikur. Kaffitími er með sama hætti og morgunmatur en eftir hann er útivera og er þá leikurinn alfarið utandyra. Dagurinn gengur vel fyrir sig börnin eru glöð þeim líður vel eru örugg í aðstæðum og lítið er um árekstra. Þau ákveða sjálf hvað þau taka sér fyrir hendur og fá næði til að þróa leikinn sinn áfram þau eru upptekin af því sem þau fást við og gleyma bæði stað og stund. Starfsfólk skólans tekur kaffitíma í upphafi eða lok dags og mætir ýmist seinna eða fer fyrr. Starfsfólk er alltaf til staðar á leiksvæðum og tekur þátt í leik nemenda á þeirra forsendum. Þessi breyting var nauðsynleg til að ná fram samfellu í dag- skipulagið. Til að viðhalda þeim góða starfsanda sem ríkir í skólanum er sameginlegur kaffitími á föstudögum og skiptir starfsfólkið sér í tvo hópa, meðan annar er í kaffi er hinn í útiveru með nemendum. Þær stöllur Elsa Rut, Guðrún Lára og Sigurbjörg vilja taka það fram að starfsfólkið í Ásgarði á heiðurinn af því hvernig til tókst í breytingar- ferlinu. Foreldrar hafa verið áhugasamir og hafa stutt við verkefnið fá upphafi. Margir utanaðkomandi hafa sýnt verkefninu áhuga og fengið að koma og fylgjast með starfinu og tala þeir um hvað börnin séu einbeitt og yfirvegurð og andrúmsloftið afslappað. Þó svo að þróunarverkefninu sé formlega lokið höldum við áfram að þróa starfið í anda Mihaly. Lokaskýrslan er aðgengileg á heimasíðu skólans fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hana frekar www.leikskolinn.is/ asgardur “Flæði er æði” /KSE Leikskólinn Ásgarður á Hvammstanga Hópurinn sem tekur þátt í Comeniusarverkefninu í Húnavallaskóla. Á myndina vantar þrjá nemendur.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.