Feykir


Feykir - 07.11.2013, Page 10

Feykir - 07.11.2013, Page 10
10 Feykir 42/2013 Eitt af prinsessuteppunum. Brynhildur Gísladóttir í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra Ætlaði bara að prjóna þegar hún yrði amma HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN kristin@feykir.is Brynhildur Gísladóttir í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra tók áskorun frá Hallfríði dóttur sinni. Í spjallinu við Hallfríði kom fram að hún væri alin upp við síprjónandi og saumandi mömmu sér við hlið og sama máli gegnir um Brynhildi, eða Hildu eins og hún er oftast kölluð. Hilda er Borgfirðingur að uppruna en hefur búið í Víðidalstungu hátt í 40 ár, ásamt Ólafi Óskarssyni og dætrunum Hallfríði og Sigríði. Ragnheiður dóttir hennar býr nú í Reykjavík og á fjögur börn sem njóta góðs af hannyrðum ömmunnar í sveitinni. „Ég byrjaði að prjóna sem krakki, hef líklega verið svona 5 til 6 ára en fannst það ekkert gaman og það er haft eftir mér að ég hafi bara sagst ætla að prjóna þegar ég yrði amma,“ segir Hilda, sem stóð þó ekki við það því hún var ekki nema 8 eða 9 ára þegar prjónaskapurinn hélt áfram af fullum krafti. „Það var svo mikið prjónað í kringum mig, mamma og móðursystur mínar voru alltaf að prjóna. Ég hef líka mjög gaman af útsaumi, og finnst mjög skemmtilegt að telja út, sérstaklega eru jóla- myndir í uppáhaldi“ En hvað ertu með á prjón- unum um þessar mundir? „Ég var að skila ömmustelpunum úr pössun og er nú búin að taka prjónana fram aftur. Núna er ég að prjóna pils á tvær þeirra, er byrjuð á stærra pilsinu og þau eiga helst að vera tilbúin fyrir jólin. Þetta tekur sinn tíma því þau eru úr fínlegu garni og prjónuð á prjóna númer tvö og hálft og ég er með 432 lykkjur á stærra pilsinu. Uppskriftina átti ég og hafði prjónað eitt svona áður. Hún er úr gömlu Ýr blaði sem móðirin sá hjá mér og langaði að fá svona á dæturnar. Ég er líka með jólasokka sem verkefni núna, þessa með palíettunum og perlunum (Bucilla). Ég er búin að sauma handa tveimur barnabörnum, er með einn í vinnslu og á eftir handa því yngsta. Svo er ég búin að gera útsaumuð jóladagatöl handa tveimur barnabörnum Útprjónuðu fingravettlingarnir eru vinsælir. og á eftir að sauma tvö. Annað slagið geri ég líka sokka og fingravettlinga, sem ég hef selt hjá Handprjónasam-bandinu. Það er alltaf nóg af verkefnum í handavinnunni en vantar oft meiri tíma. En hvaða handverk skyldi Brynhildur vera ánægðust með? „Ég mjög ánægð með peysuna sem ég prjónaði á sjálfa mig, fjólublá munstruð peysa sem er mikið notuð. Svo hef ég gert þrjú prinsessuteppi, það er mjög gaman að vinna þau og það er líklega mest krefjandi prjónaskapurinn sem ég hef gert.“ - - - - - Ég skora á vinkonu mína Svövu Árnadóttur í Breiðuvík í Vesturhópi í næsta prjónaþátt. Ungbarnasett sem Brynhildur prjónaði. Jól í skókassa Það var handagangur í öskjunni í orðsins fyllstu merkingu þegar blaðamaður Feykis leit við í Safnaðar- heimili Sauðárkrókskirkju í síðustu viku. Þar voru krakkarnir í TTT starfinu að pakka inn jólagjöfum í skókassa sem átti að senda um langan veg. Blaðamaður fylgdist með hópnum og ræddi við einn af krökkunum sem taka þátt í verkefninu. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem KFUM&KFUK tók upp hér á landi árið 2004. Undirtektir hafa verið frábærar, en fyrsta árið söfnuðust um 500 kassar og á um tíu árum hefur talan tífaldast, því nú berast árlega um 5000 kassar. Að sögn sr. Sigríðar Gunn- arsdóttur sóknarprests eru börnin afar áhugasöm um verkefnið. „Mér finnst þetta frábært tækifæri fyrir krakkana að láta gott af sér leiða og ekki síður átta sig á að hversdagslegir hlutir eins og tannbursti og sápa er munaðarvara hjá TTT starfið í Sauðárkrókskirkju sumum jafnöldrum þeirra. Þetta er virkilega lærdóms- ríkt. Skókassaverkefnið kenn- ir bæði að gefa með gleði og kennir þakklæti fyrir að fá að alast upp án þess að líða skort.“ segir hún. /KSE Hópur 10-12 ára krakka í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju sl. fimmtudag. Hvað eruð þið helst að gera í kirkjustarfinu? -Við erum oftast í leikjum en núna erum við að gera „Jól í skókassa.“ Hvert eiga gjafirnar að fara? -Þær fara til Úkraínu. Það eru annað hvort fátæk börn eða munaðarlaus börn sem fá þær. Hvernig vitið þið hver fær hvaða pakka? -Þeir eru merktir. Ég er með pakka sem er til stráks sem er á aldrinum 3-6 ára. Hvað settirðu í pakkann?-Ég setti fullt af dóti: Þrjá sleikjóa, vettlinga, tannkrem, tyggjó, fiska- spil, þvottapoka, liti, tannbursta, pezpakka og blýant. Heldurðu að sá sem fær pakk- ann verði ekki glaður?-Jú, ég er handviss um það! Er langt síðan þú byrjaðir í kirkjustarfinu? -Ég byrjaði í fyrra. Og er ekki gaman? -Jú mjög gaman. Spjallað við Þorgrím Svavar Runólfsson Gjafirnar fara til fátækra eða munaðarlausra barna

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.