Feykir


Feykir - 12.12.2013, Page 2

Feykir - 12.12.2013, Page 2
2 Feykir 47/2013 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Jólin koma „Jólin koma“ er laglína sem glymur í eyrum okkar ásamt öðrum ódauðlegum jóladægurlögum. Og það gera þau svo sannarlega og yfirleitt koma þau aftan að manni, þrátt fyrir að aðdragand- inn sé langur og þau séu eini viðburður ársins sem á sér sérstakan aðlögunartíma, það er aðventuna. Í mínu ungdæmi tíðkaðist að allt þyrfti að vera „spikk og span“ á heimilinu um jólin, og gilti þá einu hvort um var að ræða skápa eða skúffur, hólf eða gólf. Ætla mætti að jólin hefðu verið haldin í hornskápnum í eldhúsinu eða hillusamstæðunni í stofunni, svo rammt hvað að tiltekt og þrifum í slíkum rýmum. Ekki man ég betur en matarstell og aðrir hlutir sem eingöngu voru brúkaðir um þetta leyti árs væru teknir út úr skápum, þvegnir og pússaðir – fyrir og eftir notkun. Þetta ætlaði maður auðvitað allt að leika eftir nýbyrjaður að búa, að ógleymdum smákökusortunum 18 og allra handa tertubotnum. Það kom þó fljótlega í ljós að fullt háskólanám og lítið barn – en fyrirferðarmikið barn að byrja að ganga – pössuðu illa inn í þau plön en engu að síður urðu jólin hin ánægjulegustu. Skreytingarnar í hæfilegri hæð fyrir litla putta og mamman í súkkulaðiútklíndum sparifötum skyggðu ekki á jólagleðina, nema síður væri. Og ekki var jólagleðin minni þegar annar prins bættist í hópinn og svaf á leikteppinu sínu allt fyrsta aðfangadagskvöldið. Í desember það árið voru lagkökurnar bakaðar með aðstoð frá litlum frænkum sem eignuðust systur á aðfangadag, enda lagkökurnar aukaatriði hjá gleðinni sem fylgdi jólabarninu. Árin liðu og fjölskyldan flutti í „rólegheitin“ úti á landi, í samfélag þar sem allir eru virkir í því sem um er að vera. Árlega barst desemberpóstur með hugleiðingu frá skólastjóranum að staldra við og njóta aðventunnar og í sama bleðli dagskrá skólans fram að jólum, svo stútfull af uppákomum að það hálfa væri nóg. Þetta fannst mér alltaf dálítið broslegt og yfirleitt sáust mispirraðir foreldrar eins og útspýtt hundskinn að fylgja eftir öllum jólatónleikunum, aðventustundunum og pipar- kökubakstrinum, sem trufluði víst það sem „varð“ að gera heima fyrir jólin. Jafnvel þarna var sú hugsun ansi lífsseig að það væri nefnilega svo margt sem „yrði“ að gera. Oft þarf líka ískaldan veruleikann til að kenna manni lífsins staðreyndir. Það er nærri því sama hvernig á stendur, jólin koma. Það finnast einhver ráð til að gera það sem þarf, eða bara draga úr kröfunum. Og þegar neyðin er stærst þá er hjálpin líka oft næst. Jólin komu nefnilega árið sem húsmóðirin þurfti að fara í aðgerð um miðjan desember og líka árið sem lítil kríli fengu magakveisu aðfararnótt jóladags. Líka árið sem afi fór til himna og hélt jólin með englunum en ekki okkur. Sömuleiðis árið sem ekki gafst tími til að baka brúnu kökurnar með hvíta kreminu og árið sem gleymdist að kaupa rifsberjahlaupið með hamborgarahryggnum og árið sem matarlímið seldist upp í kaupfélaginu. Jólin eru eiginlega spurning um hugarástand fremur en allt annað og líkt og kertið sem kveikja má á þrátt fyrir að ekkert hafi náðst að „gera fyrir jólin“, lýsa þau upp skammdegið. Kristín S. Einarsdóttir Fimbulkuldi á Hveravöllum Kuldaboli Aukin heitavatnsnotkun Í kuldatíðinni fyrir helgi varð eðlilega mikil aukning á heitavatnsnotkuninni hjá Skagfirðingum og varð heldur meiri en gerist á meðaldegi að vetrarlagi. Á heimasíðu Sveitarfél- agsins Skagafjarðar segir að notkunin á föstudag hafi verið um 200 l/sek en að meðaltali er hún um 160 l/sek að vetrar- lagi og um 95 l/sek yfir sumar- tímann. Notkunin þann daginn var því 25% meiri en á venjulegum vetrardegi og meira en tvöföld á við það sem gerist að sumarlagi. Þá segir að heitt vatn hafi verið notað í Skagafirði um aldaraðir eins og sést t.d. í Sturlungu þar sem kemur fram að konur hafi farið að Reykjarhóli (sem Varmahlíð er byggð sunnan og austan til í dag) til þvotta. Nýting jarð- hitans hófst þó ekki að verulegu marki fyrr en kom fram á 20. öldina. Skagafjarðarveitur reka í dag sex hitaveitur, þ.e. Sauðár- króksveitu, Varmahlíðarveitu, Steinsstaðaveitu, Hjaltadals- veitu, Hofsósveitu og Sól- garðaveitu. Heitu vatni á vegum Skagafjarðarveitna er dreift til um 87% heimila í Skagafirði. Nýjasta viðbótin eru teng- ingar bæja í Hegranesi við hitaveitukerfi Skagafjarðar- veitna. /PF Kuldatíð í Skagafirði Feykir Ritstjóra- skipti Um áramót verða ritstjóra- skipti hjá Feyki þegar Páll Friðriksson lætur af störfum. Páll hefur verið blaða- maður hjá Feyki síðan 2008 og ritstjóri síðan haustið 2011. Við ritstjórastarfinu tekur Berglind Þorsteins- dóttir sem verið hefur blaðamaður hjá Feyki síðan sumarið 2011. Þá hefur Kristín Sigurrós Einarsdóttir verið fastráðin sem blaða- maður en hún hefur leyst Berglindi af í fæðingarorlofi síðan í apríl sl. Fimbulkuldi mældist á Hveravöllum sl. föstudagsnótt, eða um 34°C. Lætur það nærri kuldametum frá því mælingar hófust, en 37.9°C hafa lengst af staðið sem lágmarksmet. Er sú mæling frá Möðrudal á Fjöllum síðan 21. janúar 1918, það er frá frostavetrinum mikla. Sigurður Kristjánsson, veðurathugunarmað- ur á Grímsstöðum á Fjöllum skynjaði mikilvægi augnabliksins og las hann því lágmarkið með óvenju mikilli nákvæmni sem -38,9°C. Danska veðurstofan bætir síðan hinni venjulegu 1 gráðu við og fær út -37,9°C og það hefur lengst af staðið sem íslenskt lágmarksmet. Vel má vera að það sé nákvæmlega rétt, að því er segir í grein eftir Trausta Jónsson á vef Veðurstofu Íslands. Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C, svo segja má að mælingin á Hveravöllum þessa nótt hafi fallið ansi nærri því að vera met. Á sjálfvirku stöðvunum hjó þó nærri á Neslandatanga við Mývatn er hiti þar fór niður í -34,7°C rétt eftir miðnætti 7. mars 1998. Lægsti hiti 21. aldarinnar til þessa er -30,7°C sem mældust við Setur sunnan Hofsjökuls 23. desember 2004. Lægsti hiti aldarinnar nýju á mannaðri stöð, -30,5°C, mældist í Möðrudal 25. janúar 2002. Ekki er marktækur munur á tölunum tveimur. /KSE Halldóra Björg í úrslit Jólalagakeppninnar Nú sér fyrir endann á Jólalagakeppni Rásar 2 þar sem hlustendur geta valið sín uppáhaldslög. Tveir flytjendur frá Norður- landi vestra eru í keppninni, hljómsveitin Ingimar með þá Contalgen bræður innanborðs, Andra Má Sigurðsson (sem einnig er höfundur lagsins), Gísla Þór Ólafsson og Sigfús Arnar Benediktsson. Svo er það hin 10 ára Halldóra Björg Haraldsdóttir sem ættuð er frá Blönduósi og Hvammstanga og búið hefur í Austurríki sl. sjö ár. Halldóra er flutt til Íslands aftur með foreldrum sínum, þeim Hörpu Þorvaldsdóttur og Haraldi Ægi Guðmundssyni tónlistarmanni. Á Norðanátt segir að Halldóra Björg hafi fljótlega byrjað að semja eigin lög eftir að hún flutti til Íslands, Jólalagakeppni Rásar 2 Maður ársins á Norðurlandi vestra Auglýst eftir tilnefningum Eins og undanfarin ár auglýsir Feykir eftir tilnefningum um mann ársins á Norðurlandi vestra. Tilnefningunni skal koma til Feykis á netfangið palli@feykir.is í síðasta lagi fyrir miðnætti 15. desember nk. Tilgreina skal nafn og gera stutta grein fyrir viðkomandi einstaklingi og rökstyðja valið á einhvern hátt. /PF fyrst saknaðaróð til vinkonu Halldóru Bjargar í Salzburg, næst kom lítið lag fyrir vefsíðuna Innihald.is og svo Það eru jól. Föstudaginn 13. desember verður loks tilkynnt hvaða lag sigrar og verður útnefnt Jólalag Rásar 2 árið 2013. /PF Berglind tekur við Feyki. Halldóra Björg. Mynd: Norðanátt.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.