Feykir


Feykir - 12.12.2013, Síða 3

Feykir - 12.12.2013, Síða 3
47/2013 Feykir 3 FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Val á Jólahúsi stendur yfir Sú hefð hefur skapast á vefnum Húnahorninu að velja Jólahús ársins á Blönduósi. Um er að ræða samkeppni um fallega skreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtæki. Samkeppnin um Jólahúsið 2013 verður með svipuðu sniði og síðust ár. Til að taka þátt í sam- keppninni er tilnefning send inn í gegnum rafrænan atkvæðaseðil sem staðsettur er á forsíðu Húnahornsins. Hverjum og einum er heimilt að senda inn eina tilnefningu. Það hús sem fær flestar til- nefningar verður valið Jólahús ársins 2013 á Blönduósi. Samkeppnin stendur til miðnættis 30. desember og verða úrslit gerð kunn á síðasta degi ársins. Þetta er í tólfta sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi. /KSE Jólahús ársins á Blönduósi ENN MEIRA SKAGFIRSKT FJÖR Skagfirskar skemmtisögur 3 - Enn meira fjör! hefur að geyma 250 gáskafullar gamansögur af Skagfirð- ingum, eins og Ýtu-Kela, Bjarna Har, Fljótamönnum, Álftagerðisbræðrum, Sigga og Ingibjörgu í Vík, Halla í Enni, Bjarna Marons, Binna Júlla, Gylfa Geiralds og fleirum. Björn Jóhann Björnsson tók saman eins og fyrri tvö bindi. Skagfirskar skemmtisögur 3 fást í Skagfirðingabúð, Verslun Bjarna Har, Hlíðarkaupum, KS Varmahlíð, Kaupfélagi V-Húnvetninga á Hvammstanga og Samkaup á Blönduósi. Bókaútgáfan Hólar www.holabok.is / holar@holabok.is Heilsueflandi grunnskóli Varmahlíðarskóli í Skagafirði er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli. Á skólaárinu 2013 -2014 verður unnið sérstaklega með þáttinn geðrækt. Oft er bent á að það þurfi að rækta líkamann til þess að viðhalda heilbrigði en ekki er síður mikilvægt að rækta geðheilsuna. Dæmi um þætti sem einkenna góða geðheilsu er jákvætt viðhorf og vellíðan, sjálfsvirðing, bjartsýni og til- finning fyrir því að hafa stjórn á lífi sínu og sjá hlutina í sam- hengi, og að hver einstaklingur fái að njóta sín sem best. Í nýrri Aðalnámsskrá er unnið með sex grunnþætti og er Varmahlíðarskóli Frá aðventuföndri foreldrafélags Varmahlíðarskóla. Mynd: Heimasíða Varmahlíðarskóla. Mynd: ihi.is/Elvar Freyr Pálsson heilbrigði og velferð einn þeirra. Þar eru meðal annars lagt til grundvallar jákvæð sjálfsmynd, andleg vellíðan, góð samskipti, og skilningur á eigin tilfinningum og annarra. Marka á stefnu um geðrækt í skólanum til að efla alhliða vellíðan, öryggiskennd og árangur allra. /KSE Jónína Margrét Íshokkíkona ársins Húnvetningar eiga íshokkíkonu ársins 2013 Íshokkísamband Íslands hefur valið Blönduósinginn Jónínu Margréti Guðbjarts- dóttur íshokkíkonu ársins 2013. Jónína Margrét varð deildar- og íslandsmeistari með Skauta- félagi Akureyrar á síðastliðnu keppnistímabili, sem var tólfti Íslandsmeistaratitill hennar. Þá var Jónína í landsliði Íslands á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins á Spáni sl. vor og var valin í landsliðsúrtak sem undirbýr sig fyrir næsta heimsmeist- aramót sem haldið verður í Reykjavík í mars á næsta ári. Á Húna.is segir að Jónína Margrét hafi leikið íshokkí með Skautafélagi Akureyrar frá vorinu 2000 og verið bæði fyrirliði og aðstoðarfyrirliði liðsins sem og aðstoðarfyrirliði landsliðsins en hún hefur átt fast sæti í landsliði Íslands undanfarin ár. Auk þess að að leika íshokkí hefur Jónína verið virk í starfi íshokkíhreyf- ingarinnar í gegnum árin, bæði þjálfað yngri flokka SA og einnig var hún ritari í stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar. Jónína er dóttir þeirra Guðbjarts Guðmundssonar og Margrétar Ásmundsdóttur á Húnabrautinni. /PF Kirkjukór Hvammstanga 70 ár frá stofnun Sunnudaginn 8. desember sl. voru 70 ár síðan Kirkjukór Hvammstanga var stofnaður. Af því tilefni bauð kórinn öllum núverandi og fyrrverandi félögum kórsins í kvöldkaffi í Safnaðar- heimilinu á Hvammstanga að kvöldi afmælisdagsins. Samkvæmt heimildum Feykis var mæting góð og áttu gestir skemmtilega kvöldstund saman. Feykir óskar afmælisbarninu til hamingju með áratugina sjö. /PF 2,5 m.kr. til eflingar ferðaþjónustunnar Stjórn Byggðasamlags um menningu og atvinnumál í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt 2,5 m.kr. framlag á árinu 2014 til tímabundins verkefnis sem ætlað er að efla ferðaþjónustu í Austur- Húnavatnssýslu. Verkefnið er á forræði Ferðamálafélagsins í A-Hún. og Þekkingarsetursins. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar byggðasamlagsins frá 3. desember sl. Einnig var samþykkt að skipa Ingiberg Guðmundsson sem fulltrúa byggðasamlagsins í stýrihóp verkefnisins. Þekkingarsetrið mun skipa Katharinu Schneider í stýrihópinn auk þess mun Ferðamálafélag A-Hún. skipa einn fulltrúa. /Húni.is Ferðaþjónusta í Austur-Hún.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.