Feykir - 12.12.2013, Síða 4
4 Feykir 47/2013
Aflahornið 1.-7. desember 2013
550 tonn að landi í liðinni viku
Landað var tæpum 10 tonnum á Hofsósi,
tæpum 428 tonnum á Skagaströnd, tæpum
112 tonnum á Sauðárkróki en ekkert var
landað á Hvammstanga. Alls gera þetta um
550 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Enginn afli á Hvammstanga
Alls á Hvammstanga 0
Addi afi GK-97 Landb.lína 4.616
Alda HU-112 Landb.lína 4.057
Ágúst GK-195 Lína 72.497
Flugaldan Landb.lína 4.940
Guðmundur á Hópi Handfæri 4.658
Hamar SH-224 Landb.lína 45.040
Kristinn SH-812 Landb.lína 28.725
Muggur KE-57 Landb.lína 3.329
Sighvatur GK-57 Lína 77.588
Smári HU-7 Landb.lína 467
Sturla GK-12 Lína 50.139
Tómas Þorv. GK-10 Lína 89.451
Valdimar GK-195 Lína 42.357
Alls á Skagaströnd: 427.864
Bíldsey SH-65 Lína 9.519
Alls á Hofsósi 9.519
Klakkur SK-5 Botnvarpa 111.790
Nona SK 141 Landb. lína 164
Alls á Sauðárkróki 111.954
Að þakka er þörf,
því hátt bera í heimi og sögum
á hérvistar samtíðar dögum,
þín stjórnvisku störf.
Að þakka er þörf!
Þú tjáðir þá trú,
sem ræktar það réttlæti í verki
og reisir það samfélagsmerki,
sem bætir hvert bú.
Þú tjáðir þá trú!
Þú leystir þitt land,
frá helgreipum haturs og reiði
af hvítum og svörtum meiði,
sem boðaði blóðugt grand.
Þú leystir þitt land!
En nú ertu nár,
en líf þitt er dæmi um dáðir,
í drómanum glímu þú háðir
og sigraðir sérhvert ár.
En nú ertu nár!
En samt ertu sá
er lifa mun áfram um aldur
sem elskaður lífheima Baldur
í friðar og frelsisþrá.
En samt ertu sá!
Við eigum þig öll,
manninn er sannaði og sýndi,
og sérhvern í trú þeirri brýndi,
að hægt væri að flytja fjöll.
Við eigum þig öll!
Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd
Nelson MandelaAndstæðir pólar„Andstæðir pólar“ er sýning ástralska
ljósmyndarans og listakonunnar, Donnu Maree
Robinson. Sýningin er unnin með því að
rannsaka og myndtaka staði í íslensku
landslagi, afurðin er persónuleg upplifun
hennar af stöðum sem örva uppsprettur
myndmálsins.
Sýningin blandar saman staðreyndum og
skáldskap og kallar fram draumkennd hughrif eins
og mýkt, gagnstætt hinni þungu kröfu á að upplýsa
um leyndarmál náttúrunnar og listamannsins sjálfs.
Donna Maree Robinson hefur sýnt í New York
og víðsvegar um Ástralíu, hún er með mastersgráðu
í nútímalistum og hefur sérstakan áhuga á staf-
rænni notkun mynda- og upptökuvéla. Með
óbilandi áhuga á að rannsaka umhverfi okkar og
tilvist mannsins í tíma og rúmi, þá hefur Donna
nýtt sér fjölbreytilegar tegundir listforma við vinnu
Donna Maree með sýningu
sína við mótun listaverka, á almannafæri, í
sýningarsölum og á hátíðum.
Sýningin verður opin 14. og 15. desember
frá kl. 14:00-17:00 í Gúttó á Sauðárkróki. /PF
Jólin alls staðar
Á þriðjudagskvöldið voru
jólatónleikar undir
yfirskriftinni Jólin alls staðar í
Sauðárkrókskirkju.
Það eru þau Gréta Salóme,
Friðrik Ómar, Jogvan Hansen
og Heiða Ólafsdóttir sem eru á
tónleikaferð um landið og halda
tónleika í kirkjum landsins í
desember. Undir söng þeirra
léku þau Pálmi Sigurhjartarson,
Gunnar Hilmarsson, Gunnar
Hrafnsson og Óskar Þormars,
auk þess sem Gréta Salóme lék á
fiðlu. Þá útsetti hún mörg
laganna, fór með tónlistarstjórn
og hafði umsjón með tón-
leikaferðinni. Mörg kunnugleg
jólalög voru á efnisskránni og
söng fjölmennur og vel æfður
skólakór Árskóla, undir stjórn
Írisar Baldvinsdóttur, með gest-
unum í síðustu lögunum, við
mikinn fögnuð viðstaddra. /KSE
Jólagestir í Sauðárkrókskirkju
Skagafjörður
Mæla með kaupum á
nýjum slökkvi- og dælubíl
Á fundi umhverfis- og
samgöngunefndar Svf.
Skagafjarðar í síðustu viku
fór slökkviliðsstjóri yfir
tækjakost slökkviliðs og lagði
fram áætlun um kaup á
nýjum slökkvi- og dælubíl.
Fram kom að áætlaður
kostnaður væri um 60 milljónir
króna en hægt væri að dreifa
honum á þrjú ár, 2014-2016.
Nefndin mælir með kaup-
um á nýjum slökkvi- og dælubíl
og var fjárhagsáætlun staðfest
að hálfu nefndarinnar og vísað
til Byggðaráðs. /PF
Skólakór Árskóla kom fram með þeim Grétu Salóme, Jógvani, Heiðu Ólafs og Friðrik Ómari.