Feykir


Feykir - 12.12.2013, Qupperneq 7

Feykir - 12.12.2013, Qupperneq 7
47/2013 Feykir 7 Frá Gleðigöngu Árskóla síðastliðið vor en hún hefur fest sig rækilega í sessi. kostina til góðra verka. Skólastarf hefur tilhneigingu til að breytast hægt og seint og verður einhvern veginn alltaf á eftir í tækninni. -Ég held að nemendur okkar séu flestir mun færari en við starfsfólk skólans í upp- lýsingatækni og geta kennt okkur ýmislegt, það er staðreynd. Eigum við þá ekki að nýta það og skoða?, spyr Óskar en í því sambandi er hægt að hugsa sér spjaldtölvu- væðingu. Skólinn var með tilraunaverkefni í einum ár- gangi sem að sögn Óskars gekk ljómandi vel að mörgu leyti. Ein af niðurstöðunum úr því verkefni er sú að til þess að það gangi vel þá þarf að vera ein spjaldtölva á hvern nemanda. Nýtt og glæsilegt skólahús Í haust færðist allt skólastarf Árskóla undir eitt þak og segir Óskar það hafa yfir heildina tekist mjög vel en breytingin er mjög mikil þar sem allir nemendur skólans fóru á nýjar starfsstöðvar. Yngsta stigið fór í nýtt hús og í nýja álmu, miðstigið fluttist í nýja álmu eins og unglingastigið. Þá var tímasetningum á frímínútum breytt. -Þetta var mjög óvenjulegt og enn er verið að byggja og ennþá eru byggingahljóð. En skólastarfið er að komast í fastari skorður og það hefur lofað góðu og að flestra mati heppnast vel. Við horfum mjög bjartsýn fram á veginn til skólastarfsins á næstunni, segir Óskar. Fyrr í vetur var nýbygging Árskóla formlega vígð að viðstöddu fjölmenni en þar afhenti formaður sjóðsins „Sáttmáli til sóknar í skóla- málum“ fræðslustjóra ávísun upp á fjórar milljónir króna til kaupa á spjaldtölvum fyrir skóla í Skagafirði. Eins og áður kom fram var Árskóli með tilraunaverkefni með spjald- tölvur síðasta skólaár og lofaði góðu. Sáttmáli til sóknar, sem er samstarfsverkefni Kaupfél- ags Skagfirðinga, Sveitarfélags- ins Skagafjarðar og Akra- hrepps, hefur verið virkur frá stofnun hans árið 2006 og hefur Árskóli notið margra styrkja til þess að efla daglegt starf. Óskar segir að það hafi gefið skólanum ákveðið forskot á marga aðra skóla og sem dæmi nefnir hann innra mat skólans Gæðagreina sem er skoskt að uppruna. Árskóli er leiðandi skóli í innra mati á Íslandi. Einnig er skólinn með nýtt norskt frímínútnaverkefni sem kallast vinaliðar og sér Árskóli um útbreiðslu á því verkefni. Nú þegar eru tólf íslenskir skólar komnir með það í gang hjá sér og leita aðstoðar hjá Árskóla. -Þetta getum við m.a. þakkað sáttmálanum. Nú er hann að gefa öllum skólum í Skagafirði fjórar milljónir en fræðslustjóri hefur umsjón með þessum peningum en skólarnir þurfa væntanlega að sækja um til hans um hvernig þeir hyggjast nýta sér þessa peninga. Við erum með ákveðna nefnd hér í gangi sem fer í þessi mál, hvernig við munum best nýta þessa pen- inga því það er ljóst að við munum ekki geta keypt spjaldtölvur fyrir alla nem- endur. Við þurfum að marka okkur stefnu en fyrsta skrefið er að mennta kennarana. Þetta er frábært framtak og alveg ljóst að spjaldtölvur koma til með að vera stærri hluti af skólastarfi en áður þó svo að þær komi ekki alveg í staðinn fyrir kennslubækur og annað. En þetta er frábært hjálpartæki, segir Óskar en viðurkennir að engin stefna sé til í íslenska skólakerfinu hvernig spjald- tölvur skulu nýtast og segir hann að hver og einn skóli verði að prófa sig áfram. Tossabekkir og miðjumoð Áður fyrr var talað um tossa- bekki fyrir seinfæra nemendur en ekki má nefna á nafn nú til dags en ekki heyrist heldur um þá krakka sem skara framúr á einhverjum sviðum. Óskar viðurkennir að í skólakerfinu sé tilhneigingin miðjumoð, að verið sé að steypa alla í sama mót á miðlínunni. -Við getum örugglega gert miklu betur til þess að hlúa að þessum krökkum sem eru með mikla hæfileika á einhverjum sviðum þannig að þeir rækti þá meira og að þeir hafi meiri möguleika á að flýta sér. Við reynum að hlúa að þessum krökkum líka, alveg eins og hinum sem hafa meiri sérþarfir og talandi um sérþarfir, t.d. lesblindu þá er allt annað umhverfi í dag fyrir þessa nemendur heldur en áður. Þau hafa miklu meiri möguleika og sem betur fer, því skólaganga fyrir þá gat verið kvöl og pína. -Það hefur líka orðið mikil breyting á skólastarfi síðustu áratugi. Þegar ég er að byrja að kenna þá var maður bara fyrst og fremst að kenna. Ekkert endilega að hugsa um hvernig börnunum liði eða hvað væri í gangi fyrir utan kennslu- stofuna. Þau komu bara og lærðu sína stærðfræði eða hvað það var og fóru síðan heim. Nú er þetta gjörbreytt. Nú er hugsað um og unnið með líðan, samskipti og einelti. Það orð var ekki einu sinni til þá en núna er það ofnotað og búið að gengisfella það, því einelti er gríðarlega alvarlegur hlutur og einn af þeim þáttum sem við höfum unnið mikið með. Nánast allar kannanir sýna að það er alltaf eitthvert einelti í gangi. Mín reynsla af einelti er sú að þegar búið er að stoppa það á einhverjum ákveðnum stöðum þá brýst það út í ein- hverju öðru formi. Tækifærin í dag eru netið, símar og önnur samskiptatæki. Rafræna ein- eltið held ég því miður að sé viðvarandi og erfitt að eiga við. Það er auðveldara að eiga við beint einelti. Það er yfirleitt hægt að stoppa en hitt, úti- lokunin og rafræna eineltið er gríðarlega erfitt. Í skólanum hér höfum við þurft að vinna erfið mál af þessum toga. Allar mælingar sýna þó að börnun- um líður betur og þetta er á undanhaldi, segir Óskar og bætir við að þetta sé eitt af þeim málum sem aldrei má sleppa hendinni af. En Óskar er mjög bjartsýnn á skólastarfið og telur að núna séu aðstæður til þess að skóla- starf á Sauðárkróki verði í allra fremstu röð. Betri húsnæðis- aðstæður auki möguleikana og fjölbreytnina í starfinu. -Sóknarmöguleikarnir eru mjög margir og við erum með mjög hæft starfsfólk. Þá finnst okkur við starfa í styðjandi skólaumhverfi og hafa jákvæða og áhugasama foreldra. For- eldrakannanir styðja þessa tilfinningu okkar. Það má líka hrósa sveitarstjórninni fyrir hvernig hún hefur haldið á málum varðandi niðurskurð sem varð eftir kreppuna. Það var ekki farið í harkalegar aðgerðir heldur höfum við fengið tíma til að hagræða og það höfum við nýtt okkur. Þá hefur verðið mjög myndarlega staðið að skólabyggingunni og búnaðarkaupum. Það er mjög bjart framundan og ég er bjartsýnn á framtíðina. Það er tilhlökkunarefni að fá að starfa í þessu umhverfi áfram, segir Óskar að lokum. byrjað með kennsluaðferð í yngstu bekkjum, svokallað byrjendalæsi. Það er reyndar fátt nýtt í byrjendalæsi en þar er verið að blanda saman gömlum og góðum aðferðum sem henta hverjum og einum og þar er megin áherslan lögð á lesskilning. Vonandi, með þeirri aðferð, eykst áhugi krakkanna á lestri og lesskilningur þá um leið. Talað var um aukinn lestraráhuga hjá börnum og unglingum þegar bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter litu dagsins ljós fyrir nokkrum árum og þá freistandi að spyrja hvort skólastjórinn haldi að íslenskir höfundar séu ekki með nógu áhugaverðar bækur fyrir krakkana. -Jú, ég held það nú. Þor- grímur Þráins hefur komið annað slagið til okkar og alltaf vakið mikla lukku og það kveikir í mörgum að lesa bækur eftir hann. Ég held að íslenskir höfundar séu virkilega góðir en það vantar þennan neista til að fá fleiri krakka til að byrja að lesa. Harry Potter hefur líka kvikmyndina með sér en þá eru líka margir sem ekki lesa söguna af því þeir sjá bíómyndina. Kannski vantar eitthvað meira frá íslenskum höfundum, allavega meiri neista og kynningu svo krakkarnir fari að lesa meira. Óskar segir að krakkarnir lifi á upplýsinga- og tækniöld. Sú veröld tekur mikinn tíma og bókin verður útundan. Þetta er ein mesta ögrunin í skólastarfi í dag, þ.e. notfæra okkur Dansmaraþonið er einn af þeim viðburðum sem nemendur bíða eftir með óþreyju. I-pad verkefnið vakti mikla athygli sl. vetur og er í framtíðarplönum skólans.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.