Feykir - 12.12.2013, Qupperneq 10
10 Feykir 47/2013
Um 700 manns á
tvennum tónleikum
Talið er að alls hafi um sjö hundruð gestir mætt á
tvenna jólatónleika Geirmundar Valtýssonar sem
haldnir voru í Menningarhúsinu Miðgarði á
sunnudag. Ásamt Geirmundi komu fram nokkrir
landsþekktir söngvarar, tvær afastelpur
Geirmundar og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps,
ásamt hljómsveit undir styrkri stjórn Vilhjálms
Guðjónssonar. Kynnir kvöldsins var Þorgeir
Ástvaldsson.
Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af útgáfu á fjórtándu
plötu Geirmundar, sem heitir Jólastjörnur Geir-
mundar og inniheldur eingöngu jólalög. Lögin eru öll
samin af Geirmundi en ýmsir textahöfundar, margir
hverjir skagfirskir, koma við sögu.
Söngvararnir sem fram komu á tónleikunum
voru, auk Geirmundar, Sigga Beinteins, Helga Möller,
Ari Jónsson, Páll Rósinkranz, Sigfús Álftagerðisbróð-
ir, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og afastelpurnar Anna
Karen Hjartardóttir og Valdís Valbjörnsdóttir.
Hljómsveitina skipuðu Jóhann Hjörleifsson, Finn-
bogi Kjartansson, Magnús Kjartansson, Vilhjálmur
Guðjónsson, Þorleifur Gíslason, Rögnvaldur Val-
bergsson, Ásgeir Steingrímsson og Hugrún Sif Hall-
grímsdóttir.
Jólastjörnur Geirmundar
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Stjórnandi Sveinn Árnason.
Helga Möller og Sigga Beinteins sungu nokkur lög.
Allir flytjendur samankomnir á sviðinu í lok tónleika.
Ari Jónsson á ljúfu nótunum.
Kór Glaumbæjarprestakalls söng ljúf lög undir stjórn Stefáns Gíslasonar. Sérstakur gestur kvöldsins var Ágúst Ólason.
Mikil stemming var á báðum tónleikunum og var
Geirmundur að vonum ánægður með hvernig til
tókst og góða aðsókn. Eins og fram kom í máli
Þorgeirs Ástvaldsson hefur Geirmundur um áratuga
skeið sett mikinn svip á menningarlíf Skagfirðinga
með tónlist sinni, sem bæði hefur fengið að óma í
hans eigin flutningi og hjá kórum og leikfélögum svo
eitthvað sé nefnt. /KSE
Kórsöngur
við
kertaljós
Þriðjudaginn 3. desember s.l. blés Kór
Glaumbæjarprestakalls, ásamt Kór
Varmahlíðarskóla, til kórsöngs við kertaljós á
Löngumýri. Tilefnið var útgáfa kórsins á
nýútkomnum jólageisladiski sem ber heitið
Kertaljós. Hann hefur að geyma hugljúfa jóla- og
aðventutónlist sem kórnum hefur tekist að koma
vel til skila inn á diskinn. Atli Gunnar Arnórsson
var kynnir kvöldsins og fórst það vel úr hendi.
Tónlistin hófst á því að Kór Varmahlíðarskóla söng
undir stjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur við undirleik
Stefáns R. Gíslasonar. Þá tók Kór Glaumbæjar-
prestakalls nokkur lög undir stjórn Stefáns og lauk
tónunum á því að kórarnir tveir sungu saman.
Að loknu tónaflóði var komið að upplestri úr
bókum. Voru til þess fengnir vel læsir piltar. Þar má
fyrstan telja Ólaf Atla Sindrason, kennara og bónda á
Grófargili, í framhaldi las Ingimar Ingimarsson,
bóndi á Ytra-Skörðugili, og síðastur steig í pontu
sérstakur gestur kvöldsins, Ágúst Ólason fyrrum
skólastjóri Varmahlíðarskóla. Að dagskrá lokinni
buðu kórarnir upp á kakó með rjóma og ljúfmeti
með. Fjöldi manns sótti dagskrána og gerði góðan
róm að. Meðfylgjandi myndir tók Ágúst Ólason.
Þess má að lokum geta að nýi diskurinn, Kertaljós,
fæst í Rafsjá, Skagfirðingabúð, KS í Varmahlíð sem og
í verslunum Hagkaupa. /aðsent
Kór Glaumbæjarprestakalls
Kórar Glaumbæjarprestakalls og Varmahlíðarskóla þenja raddböndin á útgáfutónleikum á Löngumýri 3. desember sl.