Feykir - 12.12.2013, Síða 11
47/2013 Feykir 11
Álfhildur og Sölvi á Sauðárkróki kokka
Mjólkurlaust á morgunverðarborðið
FE
Y
K
IL
EG
A
F
LO
TT
A
A
FÞ
R
EY
IN
G
A
R
H
O
R
N
IÐ
Já
, r
ey
nd
u
þi
g
vi
ð
þe
tt
a!
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar
getur leyft sér að dreyma um spennandi jólagjafir.
Tilvitnun vikunnar
Hættulegustu lygarnar eru
smávægilegar hagræðingar á sannleikanum.
- Georg Christoph Lichtenberg
Sudoku
Skörðuvar Eyvar sá Fjólríði Gilgerði fyrst
á hestamannamóti á Rolgerðisgrundum.
Skörðuvar Eyvar hefði ekki veitt smámey
þessari nokkra eftirtekt ef ekki hefði staðið svo á að hún
var að drekka appelsínulímonaði. Hér verður að taka
fram að þetta var mörgum árum áður en Skörðuvar
Eyvar fór að merkja hneigðir til kvenna. Ekki var það hinn
HINRIK MÁR JÓNSSON
Örlaga örsögur
Álfhildur Leifsdóttir og Sölvi
Sigurðarson búa á Sauðár-
króki ásamt börnum sínum
þremur, Halldóru, Sindra og
Kötlu.
„Feðgarnir eru með mjólk-
urofnæmi þannig að í nokkurn
tíma hefur eldamennska og
bakstur verið laus við mjólkur-
vörur, en það kemur ekki að
mikilli sök, það er lítið mál að
nota hafra/möndlu/rísmjólk og
smjörlíki, kókosfeiti eða olíur í
bakstur og eldamennsku þannig
að vel sé,“ segir Álfhildur.
Álfhildi finnst voðalega
notalegt að gera góðan morgun-
verð fyrir fjölskylduna um
helgar. Hér koma nokkrar upp-
skriftir sem eru vinsælar á
morgunverðarborðið.
„Við skorum á Kristínu
Rannveigu Snorradóttur að vera
næsti matgæðingur vikunnar.“
Morgunverðarbollur
Þessar eru sniðugar að því leyti
að hrært er í þær að kvöldi og
skálin látin inn í ísskáp, þá er
deigið klárt að morgni.
1 bréf þurrger
½ dl volgt vatn
2 dl volg mjólk
og óhætt að helminga hana
nema að stórfjölskyldan sé
væntanleg.
1 kg hveiti
625 ml volgt vatn
30 g nýtt ger eða 22 gr
þurrger
2 matskeiðar sykur
2 sléttfullar matskeiðar
sjávarsalt
Aðferð: Gerdeig gert með hefð-
bundnum hætti og látið hefast í
u.þ.b. hálftíma eða þar til deigið
hefur tvöfaldast að ummáli.
Þá er deigið flatt út á borði í ca 1
cm þykkan ferhyrning, sem verð-
ur hugsanlega ca 30 sm breiður
og tæpur metri á lengd (ef gerð er
heil uppskrift).
Þá er fyllingunni raðað á deigið:
10 sneiðar parmaskinka eða
önnur góð skinka
8 stór egg – soðin og skorin í báta
400 g rifinn ostur (fyrir þá sem
mega borða ost).
2 hnefar ný basílika
Ef vill: Sólþurrkaðir tómatar eða
dvergtómatar, niðursoðnar
paprikur eða ólífur skornar í
tvennt
Yfir fer dass af góðri ólífuolíu og
sjávarsalt og pipar.
Teygið deigið yfir fyllinguna og
rúllið henni inn. Mótið lengjuna í
hring með því að láta endana
mætast og festið þá saman með
því að þrýsta deiginu saman.
Setjið hringinn á hveitistráða
plötu, látið lyfta sér í 15 mínútur
og bakið við 180°C í 35 mínútur,
eða þar til brauðið er gullið og
bakað. Best volgt.
Verði ykkur að góðu!
GUÐRÚN VALGEIRSDÓTTIR,
BÚSETT Í REYKJAVÍK
-Já að sjálfsögðu, það er ekki
hægt að halda upp á jólin
annars staðar en á Króknum.
Feykir spyr...
[BROTTFLUTTIR SKAG-
FIRÐINGAR SPURÐIR Á
FÉSBÓKINNI]
Kemur þú
heim í Skaga-
fjörðinn um
jólin?
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UMSJÓN kristin@feykir.is
(eða haframjólk)
2 msk sykur
1 tsk salt
2 msk smjörlíki
1 egg
400 – 500 gr hveiti
Aðferð: Ger leyst upp í blöndu af
volgu vatni og volgri mjólk. Sykur,
salt, smjörlíki og egg sett saman
við og að lokum hveiti þar til
deigið loðir ekki við skálina.
Látið hefa sig í ísskáp í ca 12 tíma.
Að morgni er deigið hnoðað upp í
bollur (ca 10 stk), hefað í 30 mín
og bakað við 180°C í 12-15
mínútur.
Þessar bollur eru sérlega góðar
með hráskinku eða rækjum og
piparrótarsósu.
Amerískar pönnukökur
Þessi uppskrift er bæði bragð-
góð og svo er auðvelt að móta
deigið á pönnunni og búa til
alls kyns furðuverur. Þá borðast
þær hratt og vel.
3 stór egg
115 gr hveiti
1 vel full tsk lyftiduft
140 ml mjólk (haframjólk)
smá salt
Aðferð: Byrjað á að skilja eggin
og stífþeyta hvítur og salt saman.
Blandið rest af hráefnum saman í
aðra skál og setjið svo stífþeyttu
eggjahvíturnar varlega saman við.
Bakað á pönnu – og endilega
leyfið hugmyndafluginu að njóta
sín. Gott með maple sírópi eða
beikoni.
Fyllt brauð
frá Jamie Oliver
Þetta er mjög stór uppskrift –
litfagri drykkur sem freistaði sveinsins heldur umbúðirnar
en í þeim sá hann viðskiptatækifæri. Ekki er að orðlengja
það að Skörðuvar Eyvar hrifsaði flöskuna af vörum
Fjólríðar Gilgerðar og var fátt um kveðjur eftir það. Löngu
síðar lágu leiðir þeirra saman á Lautaskóla og var nú
hormónaflæði þeirra beggja í góðu lagi og þurfti ekkert
límonaði til að þau drægjust hvort að öðru einsog mý á
mykjuskán og er ekki annað vitað en samfarir þeirra hafi
verið dágóðar síðan.
ELFA BJÖRK SIGURJÓNSD.
BÚSETT Í REYKJAVÍK
-Nei, í fyrsta sinn í langan tíma
mun ég ekki gera það.
FJÓLA G. TRAUSTADÓTTIR,
BÚSETT Í REYKJAVÍK
-Nei, því miður, en stefni á
páskana í staðinn.
SONJA SIF JÓHANNSDÓTTIR,
BÚSETT Á AKUREYRI
-Já ég kem heim um jólin - held
jólin á Hofsósi hjá mömmu og
pabba. Gerist ekki betra.
HANNES VALBERGSSON,
BÚSETTUR Í REYKJAVÍK
-Já, kringum áramót.