Feykir


Feykir - 19.12.2013, Síða 24

Feykir - 19.12.2013, Síða 24
24 Feykir 48/2013 Betlehem piparköku- húsið þótti best Piparkökuhúsakeppni í Varmahlíð Hin árlega piparkökukeppni heimilisvalsins í Varma- hlíðarskóla var haldin föstudaginn 13. des. sl. en hún hófst með sýningu á húsunum um morguninn en síðan var besta verkið valið í leynilegri kosningu. Það voru sextán verk sem kepptu um titilinn þetta árið, þemað var frjálst og var það samdóma álit kjósenda að piparkökuverkin hafi verið afar fjölbreytt og almennt mjög vönduð. Kvenpeningurinn var sigur- sæll að þessu sinni en það voru þær Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Amalía Sigurrós Stefánsdóttir sem hrepptu fyrsta sætið, Anna Baldvina Vagnsdóttir, Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Þórdís Pálsdóttir lentu í öðru og Kolbrún B.J. Þrastardóttir og Inga Einars- dóttir enduðu í þriðja sæti. /PF Sigurvegarar Piparhúsakeppninnar frá vinstri: Anna Baldvina Vagnsdóttir, Þórdís Pálsdóttir, Ásdís Ósk Elvarsdóttir, Kolbrún B.J. Þrastardóttir, Inga Einarsdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari ásamt Amalíu Sigurrós Stefánsdóttur en hana vantar á myndina. í Menningarhúsinu Miðgarði, laugardaginn 4. janúar 2014, kl. 20:30 Nú kemur til liðs við okkur hinn kunni tenórsöngvari Garðar Thor Cortes. Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá, óperuaríur og sígild kórverk, íslensk og erlend. Ræðumaður kvöldsins verður Bjarni Maronsson Að venju verður dansleikur eftir tónleikana, þar sem Grétar Örvarsson leikur fyrir dansi Forsala aðgöngumiða í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í KS Varmahlíð. Karlakórinn Heimir óskar Skagfirðingum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar stuðninginn á liðnum árum N Ý PR EN T eh f. Þrettándahátíð Garðar Thor Cor tes Stefán R. GíslasonAri Jóhann Sigu rðsson Thomas Higgerso n www.heimir.is Miðar fást í gjafaumbúðum, tilvalið í jólapakkann! Miðaverð: Tónleikar kr. 4.000 Dansleikur kr. 2.000 Tónleikar og ball kr. 5.000

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.