Þórr - 01.12.1910, Page 2

Þórr - 01.12.1910, Page 2
2 Þau áður lifað höfðu hér og höfðu unnast þá; þau skilið hafði synd og sorg og sverð er dauðinn á. Þau hinumegin fengu flug; í för þeim skipað var, en sinu’ á hvora stjörnu stefnt og staður búinn þar. En hvort til annars hugðu þó í hæð, þar ljósið skein um djúp, sem ei fær auga mælt og ekki hugsun nein; •því faðir tíma, falls og rúms þeim fjai’lægð slíka bjó með ótal sólna undramergð, sem enginn vængur fló. En Súlamit um aflan einn — liann eilíf kvaldi þrá — úr ljósi tók að byggja brú, svo brúði mætti ná; og Salamí hið sama kvöld tók sama ráð og vann að brúgerð frá sinni sól úr sama efni’ og hann. Svo unnu þau í þúsund ár með þrek og sterka trú, og vetrarbrautin var þá bygð. Sjá, vegleg stjörnubrú, sem liggur hátt of himindjúp er hiininguða braut

x

Þórr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þórr
https://timarit.is/publication/1280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.