Þórr - 01.12.1910, Blaðsíða 6
6
hún fann það, að hún gat aldrei elskað mig sem
Filip — sagði hún mér það. Eg gleymi aldrei því
augnabliki. Það var á fæðingardegi hennar, og hafði
eg keypt lítinn gullki'oss til að gefa henni. Þegar eg
hafði borðað kvöldverð kallaði eg á liana, tók hina
litlu öskju er krossinn lá í og sjmdi lienni. Hún leit
á hann, og svo í'endi hún sínum stóru, alvarlegu
augum á mig, féll i grát ogsagði: »Fyrirgefðu mér,
Jean, eg get eigi tekið á móti lionum; eg get aldrei
átt þig, því eg elska annan — eg elska Filip«.
Þetta var hörð raun fyrir íuig, þó fanst mér
eðlilegt, við nákvæmari yfirvegun, að liún tæki vin
minn fram yjir mig, og eg elskaði bæði. Þegar sá
tími kom, að þau giftu sig, lánaði eg þeim talsvert
af peningum, svo þau strax gætu bjTjað búskap. Að
ári liðnu eignaðist Anetta son. Eg lxélt barninu
undir skírn, og drengurinn var látinn heita Camillo
eftir móður minni. En strax eftir fæðingu barnsins
bx-eyttist Filip algjörlega. Hann var vondur eigin-
maður, og liafði ætíð elskað að ganga á veitinga-
staði. Hið fyrsta lijónabandsár sitt kom hann þar
sjaldan, en alt í einu vaknaði lians gamla löngun
til knæpulífsins aftur. Þér feður, sem búið meðal
hinna fátæku, þér vitið hvernig erviðismaðurinn, sem
venur sig á að fá sér eitt staup áður en hann fer
heim á kvöldin, oft hangir tímum saman við veitinga-
borðið; að lokum kernur hann heim með afturbirtu,
sefur eða eyðir deginum á einn eður annan hátt og enda
með því að berja konu og börn. Að tveim árum liðn-
um var Filip í sporum þessara rnanna. Eg bað og
grátbændi hann, vegna konu lians og barns, að snúa
við meðan tími væri til. Hann lofaði því, og efndi
það fáar vikur, en svo tók hann til aftur. Að lok-